Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2026 16:00 Declan Rice og félagar í Arsenal eru með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Shaun Brooks Að mati Arnars Gunnlaugssonar hefur Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, virkjað fleiri þætti í leik Declans Rice. Hann segir enska landsliðsmanninn tilheyra hópi verðmætustu leikmanna fótboltans. Rice skoraði tvívegis þegar Arsenal sigraði Bournemouth, 2-3, á Vitality-leikvanginum á laugardaginn. Skytturnar eru með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Rice hefur verið í lykilhlutverki hjá Arsenal síðan félagið keypti hann frá West Ham United fyrir rúmlega hundrað milljónir punda sumarið 2023. Arnar segir að Rice hafi bætt sig mikið hjá Arsenal. „Það ber að hrósa Arteta og hans teymi fyrir hvernig þeir eru búnir að breyta honum sem leikmanni. Ég sá þetta ekki fyrir mér. Ég horfði á marga leiki með West Ham og enska landsliðinu og þá var hann varnarsinnaður miðjumaður að einhverju leyti,“ sagði Arnar um Rice í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Messan - umræða um Declan Rice „Söluræða teymisins hjá Arsenal, sem Arteta hefur væntanlega leitt - þegar þeir hafa sest niður með Declan Rice og farið yfir það hvað ég ætla að gera fyrir þig sonur sæll - það er allt sem við erum að sjá núna. Það býr miklu meira í þér en þú hefur sýnt hjá West Ham og hjá okkur muntu ná öllum þínum draumum. Núna er hann alhliða miðjumaður. Hann getur varist og komist inn í teiginn og ég hef alltaf sagt að miðjumenn sem verjast eins og sexa en sækja eins og tía séu verðmætustu leikmennirnir í boltanum í dag.“ Albert Brynjar Ingason segir að Rice sé leiðtogi í liði Arsenal. „Ég held að flestir Arsenal-stuðningsmenn, sem horfa á alla leiki, sjái að þrátt fyrir að hann sé ekki með fyrirliðabandið er hann leiðtoginn í þessu liði,“ sagði Albert. Rice hefur leikið 27 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu og skorað fjögur mörk. Næsti leikur Arsenal er gegn Englandsmeisturum Liverpool á fimmtudaginn. Fjórtán stigum munar á liðunum. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Arsenal FC Messan Tengdar fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Albert Brynjar Ingason verður seint sakaður um að vera mikill aðdáandi Milosar Kerkez, leikmanns Liverpool. 5. janúar 2026 13:30 „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim. 5. janúar 2026 08:38 Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Arsenal sótti þrjú stig á suðurströndina í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir martraðarbyrjun á móti Bournemouth. 3. janúar 2026 19:24 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Rice skoraði tvívegis þegar Arsenal sigraði Bournemouth, 2-3, á Vitality-leikvanginum á laugardaginn. Skytturnar eru með sex stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Rice hefur verið í lykilhlutverki hjá Arsenal síðan félagið keypti hann frá West Ham United fyrir rúmlega hundrað milljónir punda sumarið 2023. Arnar segir að Rice hafi bætt sig mikið hjá Arsenal. „Það ber að hrósa Arteta og hans teymi fyrir hvernig þeir eru búnir að breyta honum sem leikmanni. Ég sá þetta ekki fyrir mér. Ég horfði á marga leiki með West Ham og enska landsliðinu og þá var hann varnarsinnaður miðjumaður að einhverju leyti,“ sagði Arnar um Rice í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Messan - umræða um Declan Rice „Söluræða teymisins hjá Arsenal, sem Arteta hefur væntanlega leitt - þegar þeir hafa sest niður með Declan Rice og farið yfir það hvað ég ætla að gera fyrir þig sonur sæll - það er allt sem við erum að sjá núna. Það býr miklu meira í þér en þú hefur sýnt hjá West Ham og hjá okkur muntu ná öllum þínum draumum. Núna er hann alhliða miðjumaður. Hann getur varist og komist inn í teiginn og ég hef alltaf sagt að miðjumenn sem verjast eins og sexa en sækja eins og tía séu verðmætustu leikmennirnir í boltanum í dag.“ Albert Brynjar Ingason segir að Rice sé leiðtogi í liði Arsenal. „Ég held að flestir Arsenal-stuðningsmenn, sem horfa á alla leiki, sjái að þrátt fyrir að hann sé ekki með fyrirliðabandið er hann leiðtoginn í þessu liði,“ sagði Albert. Rice hefur leikið 27 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum á tímabilinu og skorað fjögur mörk. Næsti leikur Arsenal er gegn Englandsmeisturum Liverpool á fimmtudaginn. Fjórtán stigum munar á liðunum. Innslagið úr Sunnudagsmessunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Arsenal FC Messan Tengdar fréttir „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Albert Brynjar Ingason verður seint sakaður um að vera mikill aðdáandi Milosar Kerkez, leikmanns Liverpool. 5. janúar 2026 13:30 „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim. 5. janúar 2026 08:38 Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Arsenal sótti þrjú stig á suðurströndina í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir martraðarbyrjun á móti Bournemouth. 3. janúar 2026 19:24 Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
„Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Albert Brynjar Ingason verður seint sakaður um að vera mikill aðdáandi Milosar Kerkez, leikmanns Liverpool. 5. janúar 2026 13:30
„Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim. 5. janúar 2026 08:38
Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Arsenal sótti þrjú stig á suðurströndina í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir martraðarbyrjun á móti Bournemouth. 3. janúar 2026 19:24