Viðskipti innlent

Visa velur ís­lenskt fé­lag í þróunar­verk­efni

Árni Sæberg skrifar
Starfsmenn Kardio, frá vinstri: Gunnar Helgi Gunnsteinsson, viðskiptastjóri, Guðberg Sumarliðason, vörustjóri, Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri, Jón Dal Kristbjörnsson, tæknistjóri og Viktor Sævarsson, hugbúnaðararkitekt.
Starfsmenn Kardio, frá vinstri: Gunnar Helgi Gunnsteinsson, viðskiptastjóri, Guðberg Sumarliðason, vörustjóri, Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri, Jón Dal Kristbjörnsson, tæknistjóri og Viktor Sævarsson, hugbúnaðararkitekt. Kardio

Íslenska fjártæknifyrirtækið Kardio var nýlega valið sem eitt af átta fjártæknifyrirtækjum til þátttöku í nýju þróunarverkefni Visa Europe. Verkefnið snýr að því að tengja Kardio við sérfræðinga Visa, fjárfesta og aðra samstarfsaðila Visa.

Í fréttatilkynningu þess efnis segir að markmiðið sé að nýta tækniinnviði Visa til að styðja við frekari vöxt og útbreiðslu lausna, sem auki gæði og skilvirkni í greiðslukortum, greiðslumiðlun og fyrirtækjarekstri. Þetta opni Kardio dyr inn á evrópska markaði og skapi tækifæri til frekara samstarfs við banka og fjártæknifyrirtæki víða um heim.

Kardio hafi á stuttum tíma fest sig í sessi á íslenskum fyrirtækjamarkaði sem öflug lausn í útgjaldastýringu. Fjöldi meðalstórra og stærri fyrirtækja á Íslandi hafi nú þegar innleitt lausnina og nýti hana daglega til að einfalda stjórnun útgjalda, greiðslukorta og bókhalds.

„Við erum stolt af því að vera tekin inn í þetta verkefni og að fá viðurkenningu frá aðila á borð við Visa. Þetta er staðfesting á því að sú nálgun og viðskiptamódelið sem við erum að byggja upp á Íslandi á fullt erindi á alþjóðlegan markað,“ er haft eftir Arnari Jónssyni, framkvæmdastjóra Kardio.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×