Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 6. janúar 2026 21:20 Danielle Rodriguez var öflug í liði Njarðvíkur í kvöld. Vísir/Anton Brink Það var sannkallaður toppslagur í kvöld þegar Bónus deild kvenna snéri aftur eftir jólafrí. Njarðvík tók á móti KR en liðin deildu toppsæti deildarinnar með 18 stig. Leikurinn sem búist var við að yrði jafn varð það svo sannarlega ekki og fór Njarðvík með 31 stigs sigur 106-75. Leikurinn fór fjörlega af stað og opnaði Brittany Dinkins leikinn með þriggja stiga skoti strax í fyrstu sókn. Heimaliðið sýndi snemma að þær voru klárar í baráttu. Njarðvík byrjaði mun betur í leiknum og var með öll völd á vellinum. Eftir sjö mínútur var lið KR bara búið að skora sjö stig en þá tók Daníel Andri leikhlé í stöðunni 19-7 sem virtist hafa einhver áhrif því lið KR kom af miklum krafti úr þessu leikhlé og setti ellefu stig á síðustu þrem mínútum og voru að ná stoppi á móti. Njarðvík leiddi þó eftir fyrsta leikhluta 23-17. KR náði ekki alveg að viðhalda sama krafti út í annan leikhluta og Njarðvík opnaði annan leikhluta á sama máta og þær opnuðu þann fyrsta. Skotklukkan var að renna frá Njarðvík en Danielle Rodriguez stökk þá upp í þrist sem var ekkert nema net. Njarðvík hélt áfram að setja góð skot og voru mun stöðugri í fyrri hálfleiknum á meðan frammistaða KR sveiflaðist örlítið meira. Heimaliðið leiddi með fimmtán stiga mun í hálfleik 49-34. Það var kraftur sem kom með KR úr hálfleiknum og settu þær fyrstu fimm stig seinni hálfleiksins á töfluna og hótuðu um leið endurkomu með flottri spilamennsku. Lið Njarðvíkur er hins vegar ógnarsterkt og gaf ekkert eftir og fór að setja stór skot á móti. Mikil jafnræði voru með liðunum en Njarðvík leiddi með þrettán stigum inn í fjórða leikhluta 73-60. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta virkileg vel og voru þær komnar rúmleg tuttugu stigum yfir þegar það voru enn sjö mínútu eftir af leiknum. Leikurinn var aldrei spennandi í fjórða leikhluta en mesta spennan var hvort Njarðvík næði þessu í 30 stiga mun sem þær náðu í restina og fóru með 31 stigs sigur 106-75. Atvik leiksins Sigur Njarðvíkur var þannig séð aldrei í neinni hættu. KR var í færi allan leikinn en í upphafi fjórða leikhluta slitu Njarðvíkingar sig alveg frá og hlupu með leikinn. Danielle Rodriguez þar fremst í flokki. Stjörnur og skúrkar Auðvelt að nefna Danielle Rodriguez með sín 25 stig, Brittany Dinkins næstum því með þrefalda tvennu 21 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar. Ég vill hins vegar nefna Helenu Rafnsdóttur sem átti frábæran leik að mínu mati og var öflug á báðum endum vallarins. Setti 17 stig og var virkilega öflug af bekknum hjá Njarðvík. Dómararnir Dómararnir heilt yfir voru bara nokkuð fínir. Ekki frábærir en ekkert hræðilegir heldur. Var ekki sammála öllum dómum en það er bara eins og gengur og gerist í þessu sporti. Stemingin og umgjörð Það verður seint tekið af Njarðvíkingum að þeir leggja svo sannarlega metnaðinn í starfið. Það var fínasta mæting á toppslaginn í kvöld og vel staðið við bakið á báðum liðum. Viðtöl Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir „Stelpurnar svara kallinu gríðarlega vel“ „Við töluðum bara um það að festast aldrei í að gera mistök og auðvitað komu þau inn á milli en við spiluðum feyki vel í dag“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við héldum hárri ákefð í 40 mínútur. Þær voru allar að leggja í púkkið og við spiluðum lengstum af fínan varnarleik og ég held að það hafi sést mjög vel að þær hefðu gaman af þessu“ Njarðvík fór inn í jólafríið með tap á bakinu og nýtti fríið vel til að fara yfir sín mál. „Já en taktíkst ekki mikið, menn hafi kannski bara hreinsað hugann og við þjálfararnir áttum mörg samtöl þar sem við vorum bara gagnrýnir á okkur sjálfa“ „Hluti sem við þurftum að hreyfa aðeins við í leikstjórninni. Í rauninni virkja fleirri og hreyfa liðið meira en við höfum verið að gera“ „Stelpurnar svara kallinu bara griðarlega vel. Við æfðum mjög vel um jólin og bara kröftugar æfingar milli hátíða og erum búnar að undirbúa okkur vel. Mikill spenningur fyrir því að fara af stað aftur“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Daníel Andri Halldórsson þjálfari KR.KR „Þurfum bara að vera fljót að gleyma þessu“ „Það er bara svo ógeðslega mikið [sem fór úrskeiðis]“ sagði Daníel Andri Halldórsson þjálfari KR eftir tapið í kvöld „það er hægt að kenna ýmsu um þetta en það er bara einhvernveginn 'off' dagur hjá öllum“ „Kaninn okkar er ennþá eitthvað að kveinka sér í ökklanum en hún séri sig á æfingu um daginn. Ég hélt hún væri kominn yfir það en hún var bara augljóslega hrædd og við vorum ekki að fá framlag frá henni“ „Við vorum að reyna verka nýjan leikmann inn í okkar hluti og svo bara orkuleysi og pínu aumingjaskapur í vörn eiginlega bara í 40 mínútur“ KR fékk á sig 106 stig svo það var auðvelt að benda á varnarleikinn sem hægt væri að svekkja sig á í kvöld. „Það er aldrei gott að fá á sig 100 stig. Þú ert mjög ólíklegur til þess að vinna þannig leiki“ „Það eru bara leikmenn sem ég reiknaði ekkert endilega með að myndu setja stór skot á mikilvægum tímum í þessum leik. Einn leikmaður með sex prósent nýtingu sem setur þrjá á okkur í dag og tölfræðin benti ekki til þess að við þyrftum að vera að spá í því fyrir leik“ „Skrítinn leikur og við þurfum bara að vera fljót að gleyma þessu“ sagði Daníel Andri Halldórsson. Bónus-deild kvenna UMF Njarðvík KR
Það var sannkallaður toppslagur í kvöld þegar Bónus deild kvenna snéri aftur eftir jólafrí. Njarðvík tók á móti KR en liðin deildu toppsæti deildarinnar með 18 stig. Leikurinn sem búist var við að yrði jafn varð það svo sannarlega ekki og fór Njarðvík með 31 stigs sigur 106-75. Leikurinn fór fjörlega af stað og opnaði Brittany Dinkins leikinn með þriggja stiga skoti strax í fyrstu sókn. Heimaliðið sýndi snemma að þær voru klárar í baráttu. Njarðvík byrjaði mun betur í leiknum og var með öll völd á vellinum. Eftir sjö mínútur var lið KR bara búið að skora sjö stig en þá tók Daníel Andri leikhlé í stöðunni 19-7 sem virtist hafa einhver áhrif því lið KR kom af miklum krafti úr þessu leikhlé og setti ellefu stig á síðustu þrem mínútum og voru að ná stoppi á móti. Njarðvík leiddi þó eftir fyrsta leikhluta 23-17. KR náði ekki alveg að viðhalda sama krafti út í annan leikhluta og Njarðvík opnaði annan leikhluta á sama máta og þær opnuðu þann fyrsta. Skotklukkan var að renna frá Njarðvík en Danielle Rodriguez stökk þá upp í þrist sem var ekkert nema net. Njarðvík hélt áfram að setja góð skot og voru mun stöðugri í fyrri hálfleiknum á meðan frammistaða KR sveiflaðist örlítið meira. Heimaliðið leiddi með fimmtán stiga mun í hálfleik 49-34. Það var kraftur sem kom með KR úr hálfleiknum og settu þær fyrstu fimm stig seinni hálfleiksins á töfluna og hótuðu um leið endurkomu með flottri spilamennsku. Lið Njarðvíkur er hins vegar ógnarsterkt og gaf ekkert eftir og fór að setja stór skot á móti. Mikil jafnræði voru með liðunum en Njarðvík leiddi með þrettán stigum inn í fjórða leikhluta 73-60. Njarðvík byrjaði fjórða leikhluta virkileg vel og voru þær komnar rúmleg tuttugu stigum yfir þegar það voru enn sjö mínútu eftir af leiknum. Leikurinn var aldrei spennandi í fjórða leikhluta en mesta spennan var hvort Njarðvík næði þessu í 30 stiga mun sem þær náðu í restina og fóru með 31 stigs sigur 106-75. Atvik leiksins Sigur Njarðvíkur var þannig séð aldrei í neinni hættu. KR var í færi allan leikinn en í upphafi fjórða leikhluta slitu Njarðvíkingar sig alveg frá og hlupu með leikinn. Danielle Rodriguez þar fremst í flokki. Stjörnur og skúrkar Auðvelt að nefna Danielle Rodriguez með sín 25 stig, Brittany Dinkins næstum því með þrefalda tvennu 21 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar. Ég vill hins vegar nefna Helenu Rafnsdóttur sem átti frábæran leik að mínu mati og var öflug á báðum endum vallarins. Setti 17 stig og var virkilega öflug af bekknum hjá Njarðvík. Dómararnir Dómararnir heilt yfir voru bara nokkuð fínir. Ekki frábærir en ekkert hræðilegir heldur. Var ekki sammála öllum dómum en það er bara eins og gengur og gerist í þessu sporti. Stemingin og umgjörð Það verður seint tekið af Njarðvíkingum að þeir leggja svo sannarlega metnaðinn í starfið. Það var fínasta mæting á toppslaginn í kvöld og vel staðið við bakið á báðum liðum. Viðtöl Einar Árni Jóhannsson þjáflari NjarðvíkurAnton Brink/Vísir „Stelpurnar svara kallinu gríðarlega vel“ „Við töluðum bara um það að festast aldrei í að gera mistök og auðvitað komu þau inn á milli en við spiluðum feyki vel í dag“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við héldum hárri ákefð í 40 mínútur. Þær voru allar að leggja í púkkið og við spiluðum lengstum af fínan varnarleik og ég held að það hafi sést mjög vel að þær hefðu gaman af þessu“ Njarðvík fór inn í jólafríið með tap á bakinu og nýtti fríið vel til að fara yfir sín mál. „Já en taktíkst ekki mikið, menn hafi kannski bara hreinsað hugann og við þjálfararnir áttum mörg samtöl þar sem við vorum bara gagnrýnir á okkur sjálfa“ „Hluti sem við þurftum að hreyfa aðeins við í leikstjórninni. Í rauninni virkja fleirri og hreyfa liðið meira en við höfum verið að gera“ „Stelpurnar svara kallinu bara griðarlega vel. Við æfðum mjög vel um jólin og bara kröftugar æfingar milli hátíða og erum búnar að undirbúa okkur vel. Mikill spenningur fyrir því að fara af stað aftur“ sagði Einar Árni Jóhannsson. Daníel Andri Halldórsson þjálfari KR.KR „Þurfum bara að vera fljót að gleyma þessu“ „Það er bara svo ógeðslega mikið [sem fór úrskeiðis]“ sagði Daníel Andri Halldórsson þjálfari KR eftir tapið í kvöld „það er hægt að kenna ýmsu um þetta en það er bara einhvernveginn 'off' dagur hjá öllum“ „Kaninn okkar er ennþá eitthvað að kveinka sér í ökklanum en hún séri sig á æfingu um daginn. Ég hélt hún væri kominn yfir það en hún var bara augljóslega hrædd og við vorum ekki að fá framlag frá henni“ „Við vorum að reyna verka nýjan leikmann inn í okkar hluti og svo bara orkuleysi og pínu aumingjaskapur í vörn eiginlega bara í 40 mínútur“ KR fékk á sig 106 stig svo það var auðvelt að benda á varnarleikinn sem hægt væri að svekkja sig á í kvöld. „Það er aldrei gott að fá á sig 100 stig. Þú ert mjög ólíklegur til þess að vinna þannig leiki“ „Það eru bara leikmenn sem ég reiknaði ekkert endilega með að myndu setja stór skot á mikilvægum tímum í þessum leik. Einn leikmaður með sex prósent nýtingu sem setur þrjá á okkur í dag og tölfræðin benti ekki til þess að við þyrftum að vera að spá í því fyrir leik“ „Skrítinn leikur og við þurfum bara að vera fljót að gleyma þessu“ sagði Daníel Andri Halldórsson.