Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2026 11:23 Atvikið leið eins og í hægri endursýningu, þegar golfkúla Sigurðar Kára leið um loftin blá og hafnaði í höfði Bjarna Benediktssonar. vísir/vilhelm Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður lenti í því óláni að slá golfkúlu sem hafnaði í höfði Bjarna Benediktssonar, þá forsætisráðherra þjóðarinnar. „Já, 56 gráðurnar sviku,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. „En Bjarni var með húfu og fór ekki illa út úr þessu. Enginn slasaðist og það var nú bara hlegið að þessu eftir á.“ Sigurður Kári var gestur í Seinni níu, hlaðvarpi um golf sem þeir Jón Júlíus Karlsson og Logi Bergmann Eiðsson hafa umsjá með. Þar lýsti hann meðal annars þessu atviki sem einu því eftirminnilegasta á ferlinum. Sigurður Kári hefur leikið golf lengi og er með rúmlega tíu í forgjöf. Að slá kúlu sinni í einhvern er einhver mesta martröð sem nokkur kylfingur getur lent í. Að sá sem fyrir verður sé svo sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar sé sá sem fyrir verður eykur þá skelfingu sem því nemur. Atvikið, sem var á þeim tíma sem Bjarni gegndi forsætisráðherraembættinu 2024, gerðist í Eyjum og fyrir þá sem ekki þekkja til þar þá slá menn yfir klett í átt að flöt. „Ég lyfti honum fullhátt. Og meðan boltinn er í loftinu vill ekki betur til en að forsætisráðherra þjóðarinnar birtist, kom fyrir hornið og boltinn lendir í höfði hans.“ Atvikið átti sér stað í móti sem ákveðinn hópur stendur, samkvæmt því sem fram kemur í Seinni níu, en Logi gat ekki stillt sig um að benda á að Bjarni væri stór maður með stóran haus. Og þeir stilla viðburðinum upp sem svo að Sigurður hafi sýnt Bjarna banatilræði. En boltinn, sem sleginn var með sand wedge, var ekki á mikilli ferð. Það breytir hins vegar ekki því að blóðið í Sigurði Kára hætti að renna þetta augnablik sem leið eins og í hægri endursýningu; meðan boltinn var í loftinu og ljóst í hvað stefndi. Þeir félagar gerðu þetta svo upp í klúbbhúsinu yfir einum bjór. Golf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfélagsmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
„Já, 56 gráðurnar sviku,“ segir Sigurður Kári í samtali við Vísi. „En Bjarni var með húfu og fór ekki illa út úr þessu. Enginn slasaðist og það var nú bara hlegið að þessu eftir á.“ Sigurður Kári var gestur í Seinni níu, hlaðvarpi um golf sem þeir Jón Júlíus Karlsson og Logi Bergmann Eiðsson hafa umsjá með. Þar lýsti hann meðal annars þessu atviki sem einu því eftirminnilegasta á ferlinum. Sigurður Kári hefur leikið golf lengi og er með rúmlega tíu í forgjöf. Að slá kúlu sinni í einhvern er einhver mesta martröð sem nokkur kylfingur getur lent í. Að sá sem fyrir verður sé svo sjálfur forsætisráðherra þjóðarinnar sé sá sem fyrir verður eykur þá skelfingu sem því nemur. Atvikið, sem var á þeim tíma sem Bjarni gegndi forsætisráðherraembættinu 2024, gerðist í Eyjum og fyrir þá sem ekki þekkja til þar þá slá menn yfir klett í átt að flöt. „Ég lyfti honum fullhátt. Og meðan boltinn er í loftinu vill ekki betur til en að forsætisráðherra þjóðarinnar birtist, kom fyrir hornið og boltinn lendir í höfði hans.“ Atvikið átti sér stað í móti sem ákveðinn hópur stendur, samkvæmt því sem fram kemur í Seinni níu, en Logi gat ekki stillt sig um að benda á að Bjarni væri stór maður með stóran haus. Og þeir stilla viðburðinum upp sem svo að Sigurður hafi sýnt Bjarna banatilræði. En boltinn, sem sleginn var með sand wedge, var ekki á mikilli ferð. Það breytir hins vegar ekki því að blóðið í Sigurði Kára hætti að renna þetta augnablik sem leið eins og í hægri endursýningu; meðan boltinn var í loftinu og ljóst í hvað stefndi. Þeir félagar gerðu þetta svo upp í klúbbhúsinu yfir einum bjór.
Golf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Samfélagsmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“