Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2026 13:30 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota. AP/Kerem Yücel, Minnesota Public Radio Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota og varaforsetaefni Kamölu Harris, tilkynnti í gær að hann væri hættur við að bjóða sig fram til þriðja kjörtímabilsins sem ríkisstjóri. Walz sagði að árásir Donalds Trump, forseta, og Repúblikana á hann og ríkið hefðu valdið miklum vandræðum og hann gæti ekki bæði sinnt starfi sínu sem ríkisstjóri og unnið að framboði sínu á sama tíma vegna þeirra. „Hver mínúta sem ég ver í pólitíska hagsmuni mína er mínúta sem ég get ekki notað til að verja hagsmuni íbúa Minnesota gegn glæpamönnunum sem nýta sér gjafmildi okkar og hinum tortryggnu sem nýta sér fjölbreytileika okkar,“ sagði Walz í gær. Þess vegna sagðist hann vilja einbeita sér að því að stýra Minnesota á því ári sem hann ætti eftir í embætti. Í kjölfar yfirlýsingar Walz sagði Trump að Walz myndi mögulega ekki sitja út kjörtímabilið og staðhæfði ranglega að það væri vegna þess að ríkisstjórinn hefði verið gómaður við umfangsmikinn þjófnað, ásamt þingkonunni Ilhan Omar og fólki frá Sómalíu. Þau hefðu stolið milljörðum af opinberu fé og sagðist Trump sannfærður um að það yrði sannað. Þá sagði Trump að Walz hefði eyðilagt Minnesota. Skjáskot af færslu Trumps um Walz. Kjósendur í Minnesota þykja líklegir til að kjósa Demókrata í embætti ríkisstjóra en Repúblikanar telja sig eiga séns á að snúa þeim. Kosið verður um ríkisstjóra í 36 ríkjum Bandaríkjanna á þessu ári. Umfangsmikið svikamál Ákvörðun Walz þykir til marks um pólitískt fall Demókrata sem stóð manna fremstur fyrir ekki svo löngu síðan. Hann var varaforsetaefni árið 2024 og kom til greina sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2028. Umfangsmikið fjársvikamál í Minnesota hefur dregið dilk á eftir sér fyrir Walz og hefur reynst Trump næg uppspretta pólitískra árása á ríkisstjórann að undanförnu. Tugir manna hafa verið ákærðir og margir dæmdir fyrir að hafa stolið hundruðum milljóna eða milljörðum dala með sviksömum umsóknum um greiðslur úr sjóðum sem settir voru á laggirnar vegna faraldurs Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu en Trump hefur notað málið til að fara hörðum orðum um innflytjendur þaðan og annarsstaðar frá. Walz hefur sakað Repúblikana um að nýta málið í pólitískum tilgangi og til þess að koma höggi á Bandaríkjamenn frá Sómalíu. Ríkisstjórn Trumps hefur fryst um tíu milljarða fjárveitingar til fimm ríkja sem stýrt er af Demókrötum en þessum fjárveitingum var ætlað að styðja styrktarverkefni tengd börnum og félagsþjónustu. Trump hefur lýst því yfir að það sé vegna umfangsmikilla fjársvika í þessum ríkjum en hefur þó ekki fært sannanir fyrir máli sínu. Um er að ræða Minnesota, New York, Kaliforníu, Illinois og Colorado. Í frétt New York Times segir að þetta geti komið niður á verkefnum sem tengjast hundruð þúsundum fátækra barna í þessum ríkjum. Trump lýsti því yfir í morgun að hafin væri rannsókn á Kaliforníu. pic.twitter.com/LEeP9DJQ7v— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) January 6, 2026 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
„Hver mínúta sem ég ver í pólitíska hagsmuni mína er mínúta sem ég get ekki notað til að verja hagsmuni íbúa Minnesota gegn glæpamönnunum sem nýta sér gjafmildi okkar og hinum tortryggnu sem nýta sér fjölbreytileika okkar,“ sagði Walz í gær. Þess vegna sagðist hann vilja einbeita sér að því að stýra Minnesota á því ári sem hann ætti eftir í embætti. Í kjölfar yfirlýsingar Walz sagði Trump að Walz myndi mögulega ekki sitja út kjörtímabilið og staðhæfði ranglega að það væri vegna þess að ríkisstjórinn hefði verið gómaður við umfangsmikinn þjófnað, ásamt þingkonunni Ilhan Omar og fólki frá Sómalíu. Þau hefðu stolið milljörðum af opinberu fé og sagðist Trump sannfærður um að það yrði sannað. Þá sagði Trump að Walz hefði eyðilagt Minnesota. Skjáskot af færslu Trumps um Walz. Kjósendur í Minnesota þykja líklegir til að kjósa Demókrata í embætti ríkisstjóra en Repúblikanar telja sig eiga séns á að snúa þeim. Kosið verður um ríkisstjóra í 36 ríkjum Bandaríkjanna á þessu ári. Umfangsmikið svikamál Ákvörðun Walz þykir til marks um pólitískt fall Demókrata sem stóð manna fremstur fyrir ekki svo löngu síðan. Hann var varaforsetaefni árið 2024 og kom til greina sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins árið 2028. Umfangsmikið fjársvikamál í Minnesota hefur dregið dilk á eftir sér fyrir Walz og hefur reynst Trump næg uppspretta pólitískra árása á ríkisstjórann að undanförnu. Tugir manna hafa verið ákærðir og margir dæmdir fyrir að hafa stolið hundruðum milljóna eða milljörðum dala með sviksömum umsóknum um greiðslur úr sjóðum sem settir voru á laggirnar vegna faraldurs Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu en Trump hefur notað málið til að fara hörðum orðum um innflytjendur þaðan og annarsstaðar frá. Walz hefur sakað Repúblikana um að nýta málið í pólitískum tilgangi og til þess að koma höggi á Bandaríkjamenn frá Sómalíu. Ríkisstjórn Trumps hefur fryst um tíu milljarða fjárveitingar til fimm ríkja sem stýrt er af Demókrötum en þessum fjárveitingum var ætlað að styðja styrktarverkefni tengd börnum og félagsþjónustu. Trump hefur lýst því yfir að það sé vegna umfangsmikilla fjársvika í þessum ríkjum en hefur þó ekki fært sannanir fyrir máli sínu. Um er að ræða Minnesota, New York, Kaliforníu, Illinois og Colorado. Í frétt New York Times segir að þetta geti komið niður á verkefnum sem tengjast hundruð þúsundum fátækra barna í þessum ríkjum. Trump lýsti því yfir í morgun að hafin væri rannsókn á Kaliforníu. pic.twitter.com/LEeP9DJQ7v— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) January 6, 2026
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2028 Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira