Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2026 15:00 Pete Carroll gengur af velli eftir síðasta leikinn sem þjálfari Las Vegas Raiders en þar fagnaði hann sigri á móti Kansas City Chiefs. Getty/Ethan Miller Þeir sem halda að það hafi verið dýrt fyrir Manchester United að reka hvern þjálfarann á fætur öðrum ættu að skoða aðeins reikningana hjá NFL-liðinu Las Vegas Raiders. Forráðamenn Raiders ákváðu að reka hinn 74 ára gamla þjálfara sinn Pete Carroll eftir að tímabilinu lauk þar sem liðið var með versta árangurinn í deildinni. Það þarf þó enginn að vorkenna Carroll enda fékk hann bestu starfslokagjöfina eða meira en milljón dollara, 164 milljónir króna, á mánuði næstu tvö árin. View this post on Instagram A post shared by Football Forever (@footballforever) Þrátt fyrir erfitt vonbrigðatímabil, þar sem Raiders enduðu með versta árangur deildarinnar, tryggir samningur Carrolls að bankareikningur hans heldur áfram að vaxa. Þessi lokagreiðsla er rúsínan í pylsuendanum á mögnuðu ferli Carrolls. Eftir að hafa verið leystur undan skyldum sínum aðeins einu ári inn í þriggja ára, 45 milljóna dollara samning, eru Raiders að sögn ábyrgir fyrir þeim þrjátíu milljónum dollara sem eftir eru. Þeir skulda því Carroll enn þrjátíu milljónir dollara eða 3,8 milljarða króna. Þegar maður skoðar betur tölurnar á bak við það að Raiders munu borga Pete Carroll fyrir að þjálfa ekki liðið næstu tvö árin, líta tölurnar út eins og lottóvinningur. Hann fær 30,4 dollara á mínútu (3900 krónur), tæpa 44 þúsund dollara á dag (5,5 milljónir), rúmlega 306 þúsund dollara á viku (39 milljónir) og 1,3 milljónir dollara á mánuði (164 milljónir) næstu 24 mánuði. Las Vegas Raiders hefur rekið hvern þjálfarann á fætur öðrum síðustu árin og alls þurft að borga fyrri þjálfurum samtals fimmtíu milljónir dollara, meira en 6,3 milljarða króna, fyrir að mæta ekki í vinnuna. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports) NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira
Forráðamenn Raiders ákváðu að reka hinn 74 ára gamla þjálfara sinn Pete Carroll eftir að tímabilinu lauk þar sem liðið var með versta árangurinn í deildinni. Það þarf þó enginn að vorkenna Carroll enda fékk hann bestu starfslokagjöfina eða meira en milljón dollara, 164 milljónir króna, á mánuði næstu tvö árin. View this post on Instagram A post shared by Football Forever (@footballforever) Þrátt fyrir erfitt vonbrigðatímabil, þar sem Raiders enduðu með versta árangur deildarinnar, tryggir samningur Carrolls að bankareikningur hans heldur áfram að vaxa. Þessi lokagreiðsla er rúsínan í pylsuendanum á mögnuðu ferli Carrolls. Eftir að hafa verið leystur undan skyldum sínum aðeins einu ári inn í þriggja ára, 45 milljóna dollara samning, eru Raiders að sögn ábyrgir fyrir þeim þrjátíu milljónum dollara sem eftir eru. Þeir skulda því Carroll enn þrjátíu milljónir dollara eða 3,8 milljarða króna. Þegar maður skoðar betur tölurnar á bak við það að Raiders munu borga Pete Carroll fyrir að þjálfa ekki liðið næstu tvö árin, líta tölurnar út eins og lottóvinningur. Hann fær 30,4 dollara á mínútu (3900 krónur), tæpa 44 þúsund dollara á dag (5,5 milljónir), rúmlega 306 þúsund dollara á viku (39 milljónir) og 1,3 milljónir dollara á mánuði (164 milljónir) næstu 24 mánuði. Las Vegas Raiders hefur rekið hvern þjálfarann á fætur öðrum síðustu árin og alls þurft að borga fyrri þjálfurum samtals fimmtíu milljónir dollara, meira en 6,3 milljarða króna, fyrir að mæta ekki í vinnuna. View this post on Instagram A post shared by Yahoo Sports (@yahoosports)
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Sjá meira