Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar 8. janúar 2026 08:48 Rasmus Rask hafði rétt fyrir sér: Íslenskan er að deyja út. Að minnsta kosti er íslenskt nútímamál víðs fjarri því sem Snorri Sturluson eða hinir óþekktu höfundar Íslendingasagnanna töluðu fyrir 800 árum. Reyndar er ekkert skrýtið þótt tungumál breytist og þróist í áranna rás þegar samfélagið gerbreytist. Vissulega dapurlegt þegar íslenskumælandi öðlingar fara með rangt mál, eins og það er stundum kallað – nota röng orð til að tjá hugsun sína. Þannig tala íslenskufræðingar um hnignun tungumálsins og segja það mikla áskorun sem við stöndum frammi fyrir ef ekki á illa að fara. Áskorun! Þetta orð er enskusletta í þessu samhengi, notað sem misheppnuð þýðing enska orðsins challenge.Þeir sem vel kunna ensku vita að challenge þýðir aðkallandi verkefni sem brýn þörf er á að hrinda í framkvæmd. Eða eitthvað sem ekki hefur verið gert áður en þykir æskilegt að gera. Áskorun heitir það hins vegar þegar einhver – eða einhverjir – skora á einhvern, munnlega eða með undirskriftum. Annað orð sem þýtt hefur verið úr ensku með gjörsamlega misheppnuðum hætti er bastarðurinn ábreiða sem notað er um dægurlög sem gefin eru út í nýrri og stundum breyttri gerð. Það er enska orðið cover sem einhver hefur slegið upp í orðabók, og svo étur hver upp ósómann eftir öðrum. Enska orðið cover getur vissulega þýtt ábreiða. En ekki þegar um tónlist er að ræða. Í því samhengi var cover notað um dægurlög þeldökkra listamanna sem hvítir tónlistarmenn tóku upp og gerðu að eigin verkum. Þar voru þeir að fela uppruna laganna sem nauðsynlegt var í bandaríska samfélaginu meðan kynþáttamisréttið var algert. Nú tröllríður orðið allri umræðu um nýjar útgáfur af þessum gömlu lögum eða öðrum. Og nýlega birtist fráleit viðbót við ábreiðuna þegar talað var um tónlistarmann sem væri í ábreiðubandi. Vissulega er band enska orðið fyrir hljómsveit, en maður í ábreiðubandi er ekki einstaklingur sem vafinn hefur verið inn í band úr einhverju ullarteppi sem rakið hefur verið upp. Mörg íslensk orð hafa villst af vegi og fengið nýja merkingu þegar menn hafa ekki hugsað áður en þeir töluðu eða skrifuðu. Þar má nefna orðið sem notað er til að verðmerkja einstaklinga, ekki síst við andlát þeirra. Þá eru þeir sagðir goðsögn! En goðsögn er samskonar orð og frásögn, eitthvað sem er ekki gerandinn í frásögunni. Í ensku eru til tvö orð til að lýsa hvoru tveggja, annars vegar legend (goðsögn), hins vegar legendary (sem er persónan í goðsögninni). Ekkert orð er til í íslensku til að nota í stað legendary. Hér gætu klókir nýyrðasmiðir orðið að gagni. Þó ekki sá sem fann uppábreiðuna. Sum orð í tungumálinu eru fallegri en önnur. Það segir sig sjálft. En þegar menn fara að nota fallegri orð í staðinn fyrir ljótari þá eru þeir á hálum ís. Hversu oft er ekki talað núna um ögurstund þegar átt er við örlagastund. Ögurstund er sú stutta stund þegar fjarað hefur út og áður en aðfallið byrjar. Sömuleiðis þegar háflóð er og sjávarflöturinn er liggjandi sléttur. Sem sagt: Stutt stund. En ekki nein örlagastund. Annað orð af þessu tagi er ártíð sem menn nefna þegar haldið er upp á afmælisdag einhvers löngu liðins einstaklings. En ártíð er dánardagur. Menn halda upp á afmæli Jóns Sigurðssonar hinn 17. júní, en ártíð hans, dánardagur, var 7. desember 1879. Menn geta haldið upp á ártíð hans hinn 7. desember. Veigamikill hluti af tungumálinu er gamall talsmáti og hefðir sem sumar hverjar eru á hröðu undanhaldi. Eitt dæmi er notkun átta þegar um stefnur er að ræða. Reykvíkingar faraausturá Selfoss. En selfyssingar fara suður til Reykjavíkur. Það gera reyndar vestmannaeyingar líka. Reykvíkingar faravesturá Patreksfjörð, og þaðan norður á Ísafjörð. En svo snúa þeir við og faravesturá Patreksfjörð, og þaðan suður til Reykjavíkur. Ekki skrítið að það sé talað um norðvesturhornið; þar eru bara tvær áttir, norður og vestur.Sömu skemmtilegu áttarvísanir eru á suðausturlandi. Þar eru áttirnar líka aðeins tvær, suður og austur. Ferðir til útlanda og dvöl þar vefst líka fyrir mörgum. Hver hefur ekki farið erlendis? Fyrrum fóru menntil útlanda, eða fóru utan. Menn dvöldu erlendis áður en þeir fóru út til Íslands. Eins og Snorri sem sagði :Út vil ég. Hann vildi út til Íslands. Þótt ensk tunga sé að flækjast fyrir alltof mörgum nú um stundir og ensk hugsun á Íslandi efst í huga margra sem veldur tungumálinu mestum vandræðum þá er stutt síðan danska var mönnum tamari. Enn eru leifar af dönskuslettum í íslenskunni sem enginn tekur lengur eftir. Hver hefur ekki lýst einhverju úr æsku sinni og uppvexti sem eitthvað frá blautu barnsbeini. Hvert þetta barnsbein var veit enginn, og að það hafi verið blautt í þokkabót! Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í dönsku átta sig þó á því að barnsbeinið er fótleggur barnsins. Og bleytan er ekki blaut heldur mjúk (blød). Loks skal nefnd sú tilhneiging að fella niður eignarfall. Orðatiltækið fullt hús matar myndi í dag verafullt hús mat. Eða heitir það ekki mathöll það sem ætti að heita matarhöll? Reyndar verður þetta einstaklega hallærislegt í enska umhverfinu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem matarhöllin heitir mathus. Enskumælandi ferðalangar lesa orðið sem maþus, og minnir orðið þá eflaust á guðspjallamanninn Matheus. Hvað er þá til ráða? Á að láta skeika að sköpuðu? Eða bregðast við og berjast á móti straumnum? Kannski myndu harðari kröfur um íslenskukunnáttu þeirra sem semja fréttatexta á netfjölmiðlum – sem eru mikið lesnir af mörgum – hafa einhver áhrif? Einu sinni var til starf málfarsráðunautar ríkisútvarpsins? Hvað varð um hann? Mál er að linni. Höf er sænskur ríkisborgari og Íslandsvinur síðan hann var sviptur íslenskum ríkisborgarrétti fyrir liðlega tveimur áratugum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rasmus Rask hafði rétt fyrir sér: Íslenskan er að deyja út. Að minnsta kosti er íslenskt nútímamál víðs fjarri því sem Snorri Sturluson eða hinir óþekktu höfundar Íslendingasagnanna töluðu fyrir 800 árum. Reyndar er ekkert skrýtið þótt tungumál breytist og þróist í áranna rás þegar samfélagið gerbreytist. Vissulega dapurlegt þegar íslenskumælandi öðlingar fara með rangt mál, eins og það er stundum kallað – nota röng orð til að tjá hugsun sína. Þannig tala íslenskufræðingar um hnignun tungumálsins og segja það mikla áskorun sem við stöndum frammi fyrir ef ekki á illa að fara. Áskorun! Þetta orð er enskusletta í þessu samhengi, notað sem misheppnuð þýðing enska orðsins challenge.Þeir sem vel kunna ensku vita að challenge þýðir aðkallandi verkefni sem brýn þörf er á að hrinda í framkvæmd. Eða eitthvað sem ekki hefur verið gert áður en þykir æskilegt að gera. Áskorun heitir það hins vegar þegar einhver – eða einhverjir – skora á einhvern, munnlega eða með undirskriftum. Annað orð sem þýtt hefur verið úr ensku með gjörsamlega misheppnuðum hætti er bastarðurinn ábreiða sem notað er um dægurlög sem gefin eru út í nýrri og stundum breyttri gerð. Það er enska orðið cover sem einhver hefur slegið upp í orðabók, og svo étur hver upp ósómann eftir öðrum. Enska orðið cover getur vissulega þýtt ábreiða. En ekki þegar um tónlist er að ræða. Í því samhengi var cover notað um dægurlög þeldökkra listamanna sem hvítir tónlistarmenn tóku upp og gerðu að eigin verkum. Þar voru þeir að fela uppruna laganna sem nauðsynlegt var í bandaríska samfélaginu meðan kynþáttamisréttið var algert. Nú tröllríður orðið allri umræðu um nýjar útgáfur af þessum gömlu lögum eða öðrum. Og nýlega birtist fráleit viðbót við ábreiðuna þegar talað var um tónlistarmann sem væri í ábreiðubandi. Vissulega er band enska orðið fyrir hljómsveit, en maður í ábreiðubandi er ekki einstaklingur sem vafinn hefur verið inn í band úr einhverju ullarteppi sem rakið hefur verið upp. Mörg íslensk orð hafa villst af vegi og fengið nýja merkingu þegar menn hafa ekki hugsað áður en þeir töluðu eða skrifuðu. Þar má nefna orðið sem notað er til að verðmerkja einstaklinga, ekki síst við andlát þeirra. Þá eru þeir sagðir goðsögn! En goðsögn er samskonar orð og frásögn, eitthvað sem er ekki gerandinn í frásögunni. Í ensku eru til tvö orð til að lýsa hvoru tveggja, annars vegar legend (goðsögn), hins vegar legendary (sem er persónan í goðsögninni). Ekkert orð er til í íslensku til að nota í stað legendary. Hér gætu klókir nýyrðasmiðir orðið að gagni. Þó ekki sá sem fann uppábreiðuna. Sum orð í tungumálinu eru fallegri en önnur. Það segir sig sjálft. En þegar menn fara að nota fallegri orð í staðinn fyrir ljótari þá eru þeir á hálum ís. Hversu oft er ekki talað núna um ögurstund þegar átt er við örlagastund. Ögurstund er sú stutta stund þegar fjarað hefur út og áður en aðfallið byrjar. Sömuleiðis þegar háflóð er og sjávarflöturinn er liggjandi sléttur. Sem sagt: Stutt stund. En ekki nein örlagastund. Annað orð af þessu tagi er ártíð sem menn nefna þegar haldið er upp á afmælisdag einhvers löngu liðins einstaklings. En ártíð er dánardagur. Menn halda upp á afmæli Jóns Sigurðssonar hinn 17. júní, en ártíð hans, dánardagur, var 7. desember 1879. Menn geta haldið upp á ártíð hans hinn 7. desember. Veigamikill hluti af tungumálinu er gamall talsmáti og hefðir sem sumar hverjar eru á hröðu undanhaldi. Eitt dæmi er notkun átta þegar um stefnur er að ræða. Reykvíkingar faraausturá Selfoss. En selfyssingar fara suður til Reykjavíkur. Það gera reyndar vestmannaeyingar líka. Reykvíkingar faravesturá Patreksfjörð, og þaðan norður á Ísafjörð. En svo snúa þeir við og faravesturá Patreksfjörð, og þaðan suður til Reykjavíkur. Ekki skrítið að það sé talað um norðvesturhornið; þar eru bara tvær áttir, norður og vestur.Sömu skemmtilegu áttarvísanir eru á suðausturlandi. Þar eru áttirnar líka aðeins tvær, suður og austur. Ferðir til útlanda og dvöl þar vefst líka fyrir mörgum. Hver hefur ekki farið erlendis? Fyrrum fóru menntil útlanda, eða fóru utan. Menn dvöldu erlendis áður en þeir fóru út til Íslands. Eins og Snorri sem sagði :Út vil ég. Hann vildi út til Íslands. Þótt ensk tunga sé að flækjast fyrir alltof mörgum nú um stundir og ensk hugsun á Íslandi efst í huga margra sem veldur tungumálinu mestum vandræðum þá er stutt síðan danska var mönnum tamari. Enn eru leifar af dönskuslettum í íslenskunni sem enginn tekur lengur eftir. Hver hefur ekki lýst einhverju úr æsku sinni og uppvexti sem eitthvað frá blautu barnsbeini. Hvert þetta barnsbein var veit enginn, og að það hafi verið blautt í þokkabót! Þeir sem kunna eitthvað fyrir sér í dönsku átta sig þó á því að barnsbeinið er fótleggur barnsins. Og bleytan er ekki blaut heldur mjúk (blød). Loks skal nefnd sú tilhneiging að fella niður eignarfall. Orðatiltækið fullt hús matar myndi í dag verafullt hús mat. Eða heitir það ekki mathöll það sem ætti að heita matarhöll? Reyndar verður þetta einstaklega hallærislegt í enska umhverfinu í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli þar sem matarhöllin heitir mathus. Enskumælandi ferðalangar lesa orðið sem maþus, og minnir orðið þá eflaust á guðspjallamanninn Matheus. Hvað er þá til ráða? Á að láta skeika að sköpuðu? Eða bregðast við og berjast á móti straumnum? Kannski myndu harðari kröfur um íslenskukunnáttu þeirra sem semja fréttatexta á netfjölmiðlum – sem eru mikið lesnir af mörgum – hafa einhver áhrif? Einu sinni var til starf málfarsráðunautar ríkisútvarpsins? Hvað varð um hann? Mál er að linni. Höf er sænskur ríkisborgari og Íslandsvinur síðan hann var sviptur íslenskum ríkisborgarrétti fyrir liðlega tveimur áratugum.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun