Innlent

Þrír með réttar­stöðu sak­bornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mánagarður er rekinn af Félagsstofnun Stúdenta.
Mánagarður er rekinn af Félagsstofnun Stúdenta. Vísir/Vilhelm

Þrír eru með réttarstöðu sakbornings vegna E. coli sýkingarinnar sem upp kom á leikskólanum Mánagarði í október árið 2024. Þetta staðfestir lögregla í samtali við Ríkisútvarpið en vill ekki tjá sig um það um hverja er að ræða.

Alls greindust 45 börn á Mánagarði, sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta, með E. coli í hópsýkingunni. Um var að ræða stærstu hópsýkingu E. coli sem upp hefur komið hérlendis og tólf tilfellana þróuðust út í alvarlegt heilkenni, sem meðal annars getur valdið bráðum nýrnaskaða.

Fimm börn voru lögð inn á gjörgæslu og að minnsta kosti eitt sett í öndunarvél. Öll börnin verða undir eftirliti nýrnalækna þar til þau ná átján ára aldri.

Samkvæmt frétt RÚV voru það foreldrar stúlku sem lá þungt haldinn á spítala vegna sýkingarinnar sem fóru fram á að málið yrði rannsakað. Lögmaður þeirra segir í kröfu sem lögð var fram hjá lögreglu að gáleysi starfsmanna hafi verið svo stórkostlegt að það jaðri við ásetningi.

Börnin, og fjórir aðrir, smituðust af neyslu sýktrar kjötvöru. Rannsókn leiddi í ljós að maturinn hafði ekki verið fulleldaður og þá var hann látinn standa á borði í nokkrar klukkustundir daginn áður en hans var neytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×