Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2026 09:07 Elon Musk, eigandi X og Grok, hefur á skömmum tíma breytt samfélagsmiðlinum í stærsta vettvanginn fyrir kynferðislegt efni af börnum á netinu. Vísir/EPA Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum. Notendur X hafa notað gervigreindarforritið Grok til þess að breyta myndum af konum, þar á meðal að fjarlægja föt þeirra og setja þær í kynferðislegar stellingar. Spjallmennið hefur ekki sett það fyrir sig þótt að myndirnar séu af börnum. Yfirvöld í nokkrum löndum rannsaka nú myndaframleiðsluna, þar á meðal í Bretlandi og Frakklandi. Forstjóri Persónuverndar á Íslandi sagði Vísi í gær að engar kvartanir hefðu borist henni um kynferðislegar myndir Grok af íslenskum konum. Elon Musk, eigandi X og Grok, og X brugðust upphaflega við gagnrýninni með því að hvetja notendur til þess að misnota ekki Grok í stað þess að koma í veg fyrir að hægt væri að nota forritið til að framleiðsla myndir af þessu tagi. Fyrirtækið hefur ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Meirihluti ætti ekki að geta látið Grok gera myndir Eftir að tilkynnt var á X-síðu Grok að aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum gætu notað myndaframleiðslu hans tímabundið getur mikill meirihluti notenda ekki lengur notfært sér hana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Ekki er þó ljóst hvort áskrifendur geti enn búið til kynferðislegar myndir af konum gegn vilja þeirra. X hefur upplýsingar um áskrifendur sem nota þjónustuna og ætti því í kenningunni að geta haft eftirlit með þeim sem misnota hana. Á meðal þess sem notendur X hafa gert með Grok er að afklæða lík kvenna sem hafa verið drepnar eða látist í slysum. Þetta hafa þeir til dæmis gert með lík konu sem bandarísk innflytjendayfirvöld myrtu í Minneapolis á miðvikudag. X (Twitter) Gervigreind Bandaríkin Kynferðisofbeldi Elon Musk Tengdar fréttir Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29 Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. 6. janúar 2026 12:19 Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. 5. janúar 2026 09:18 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Notendur X hafa notað gervigreindarforritið Grok til þess að breyta myndum af konum, þar á meðal að fjarlægja föt þeirra og setja þær í kynferðislegar stellingar. Spjallmennið hefur ekki sett það fyrir sig þótt að myndirnar séu af börnum. Yfirvöld í nokkrum löndum rannsaka nú myndaframleiðsluna, þar á meðal í Bretlandi og Frakklandi. Forstjóri Persónuverndar á Íslandi sagði Vísi í gær að engar kvartanir hefðu borist henni um kynferðislegar myndir Grok af íslenskum konum. Elon Musk, eigandi X og Grok, og X brugðust upphaflega við gagnrýninni með því að hvetja notendur til þess að misnota ekki Grok í stað þess að koma í veg fyrir að hægt væri að nota forritið til að framleiðsla myndir af þessu tagi. Fyrirtækið hefur ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Meirihluti ætti ekki að geta látið Grok gera myndir Eftir að tilkynnt var á X-síðu Grok að aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum gætu notað myndaframleiðslu hans tímabundið getur mikill meirihluti notenda ekki lengur notfært sér hana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Ekki er þó ljóst hvort áskrifendur geti enn búið til kynferðislegar myndir af konum gegn vilja þeirra. X hefur upplýsingar um áskrifendur sem nota þjónustuna og ætti því í kenningunni að geta haft eftirlit með þeim sem misnota hana. Á meðal þess sem notendur X hafa gert með Grok er að afklæða lík kvenna sem hafa verið drepnar eða látist í slysum. Þetta hafa þeir til dæmis gert með lík konu sem bandarísk innflytjendayfirvöld myrtu í Minneapolis á miðvikudag.
X (Twitter) Gervigreind Bandaríkin Kynferðisofbeldi Elon Musk Tengdar fréttir Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29 Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. 6. janúar 2026 12:19 Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. 5. janúar 2026 09:18 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29
Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. 6. janúar 2026 12:19
Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. 5. janúar 2026 09:18