Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2026 12:27 Magnús Þór Jónsson formaður KÍ vonast til rólegri tíma í menntamálaráðuneytinu nú þegar þriðji ráðherrann er tekinn við á einu ári. Vísir Formaður Kennarasambandsins hvetur nýjan menntamálaráðherra til að líta heildstætt á skólamálin frekar en að kenna einni ákveðinni kennsluaðferð um skólavandann. Hann vonar að nú skapist stöðugleiki í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarna tólf mánuði. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á morgun eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti afsögn sína vegna veikinda. Inga er þriðji menntamálaráðherra Flokks fólksins á einu ári. „Við vonumst eftir því að hér verði aðeins meiri stöðugleiki það hafa verið miklar vendingar í menntamálaráðuneytinu síðustu tólf mánuðina,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Auðvitað er það þannig að það að skipta um fólk kemur ákveðinn biti, óstöðugleiki, sem við treystum á að sé nú að baki.“ Hvergi meiri umræða um læsi Í viðtölum í gærmorgun sagði Inga að kerfið hafi alfarið og algjörlega brugðist börnum og að byrjendalæsisstefnan svokallaða hafi valdið því hve stór hluti barna, þá sérstaklega drengja, sé ólæs. „Hvergi annars staðar í samfélaginu hefur verið meiri umræða um þetta verkefni varðandi læsi og læsi drengja, en meðal félagsfólks Kennarasambandsins allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla,“ segir Magnús Þór og væntir þess að þetta verði eitt af þeim stóru verkefnum sem hann muni ræða við ráðherrann. Engar skyndilausnir Ýmislegt hafi verið gert í þessum málum sem hann væntir að starfsfólk ráðuneytisins fari yfir með nýjum ráðherra. Mikil óánægja er meðal kennara vegna ummæla Ingu og sköpuðust miklar umræður um þau á Skólaþróunarspjallinu á Facebook í gær. Þar var Inga meðal annars hvött til að kynna sér málin áður en svo stórum yfirlýsingum væri fleygt fram og ummælin sögð skammarleg. „Skyndilausnir og yfirlýsingar um einhver átök hafa í gegnum tíðina ekki skilað. Það að telja vandann vera auðleysanlegan með einu handtaki, það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það virkar ekki.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9. janúar 2026 06:00 Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59 „Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ 9. janúar 2026 12:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á morgun eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti afsögn sína vegna veikinda. Inga er þriðji menntamálaráðherra Flokks fólksins á einu ári. „Við vonumst eftir því að hér verði aðeins meiri stöðugleiki það hafa verið miklar vendingar í menntamálaráðuneytinu síðustu tólf mánuðina,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Auðvitað er það þannig að það að skipta um fólk kemur ákveðinn biti, óstöðugleiki, sem við treystum á að sé nú að baki.“ Hvergi meiri umræða um læsi Í viðtölum í gærmorgun sagði Inga að kerfið hafi alfarið og algjörlega brugðist börnum og að byrjendalæsisstefnan svokallaða hafi valdið því hve stór hluti barna, þá sérstaklega drengja, sé ólæs. „Hvergi annars staðar í samfélaginu hefur verið meiri umræða um þetta verkefni varðandi læsi og læsi drengja, en meðal félagsfólks Kennarasambandsins allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla,“ segir Magnús Þór og væntir þess að þetta verði eitt af þeim stóru verkefnum sem hann muni ræða við ráðherrann. Engar skyndilausnir Ýmislegt hafi verið gert í þessum málum sem hann væntir að starfsfólk ráðuneytisins fari yfir með nýjum ráðherra. Mikil óánægja er meðal kennara vegna ummæla Ingu og sköpuðust miklar umræður um þau á Skólaþróunarspjallinu á Facebook í gær. Þar var Inga meðal annars hvött til að kynna sér málin áður en svo stórum yfirlýsingum væri fleygt fram og ummælin sögð skammarleg. „Skyndilausnir og yfirlýsingar um einhver átök hafa í gegnum tíðina ekki skilað. Það að telja vandann vera auðleysanlegan með einu handtaki, það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það virkar ekki.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9. janúar 2026 06:00 Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59 „Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ 9. janúar 2026 12:08 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9. janúar 2026 06:00
Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59
„Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ 9. janúar 2026 12:08