Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar 12. janúar 2026 06:01 Öruggt og stöðugt starfsumhverfi í frístundastarfi í Reykjavík er forsenda þess að hægt sé að veita faglega þjónustu og byggja upp starfsferil. Þess vegna er óásættanlegt að óvissa um mönnun frístundaheimila skapist ár eftir ár. Foreldrar vita ekki hvort þjónustan verði í boði, börnin finna fyrir óöryggi og starfsfólk býr við hlutastörf og ófyrirsjáanleika. Þetta þarf ekki að vera svona. Fyrir foreldra í Reykjavík skiptir fátt meira máli en að börnin þeirra séu glöð og örugg í daglegu starfi. Skóla- og frístundastarf er hjarta hverfanna – þar sem börn upplifa öryggi, tilheyra samfélagi og byggja upp félagsfærni sem nýtist þeim alla ævi. Sama gildir um starfsfólkið. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík vil ég tryggja að foreldrar geti treyst á frístundaþjónustu og að starfsfólk hafi raunveruleg tækifæri til að byggja upp framtíð í frístundastarfi borgarinnar. Það næst ekki með tímabundnum lausnum og hlutastörfum. Við verðum að bæta starfsaðstæður í félagsmiðstöðvum og á frístundaheimilum, skapa fleiri heilsdagsstörf allt árið og setja starfsþróun í forgang. Það felst meðal annars í því að lögbinda þjónustu frístundastarfs og félagsmiðstöðva. Börn eiga rétt á stöðugu frístundastarfi í sínu hverfi og starfsfólk á skilið að geta byggt upp þekkingu, reynslu og framtíð í starfi. Reykjavíkurborg býr yfir vel menntuðum og öflugum hópi starfsfólks sem við verðum að styðja betur við. Það er lykilatriði í forvörnum, velferð og jöfnum tækifærum barna. Til að frístundastarf skili árangri þarf stöðugleika og fyrirsjáanleika. Of oft er um að ræða vanfjármögnuð og tímabundin verkefni sem framlengd eru frá ári til árs með tilheyrandi óvissu. Úrræði sem hafa sannað gildi sitt eiga að vera varanleg, svo sem Flotinn, Hinsegin félagsmiðstöðin og sértækt hópastarf á vegum félagsmiðstöðva. Einnig þarf að styrkja þjónustu við aldurshópa sem falla milli kerfa. • 16–18 ára ungmenni: Hitt Húsið sinnir þessum hópi að mestu í dag, en það er ekki nægjanlegt. Ungmenni á þessum aldri þurfa fleiri vettvanga og meiri fjölbreytni í sínu nærumhverfi. • 10–12 ára börn: Þjónusta við þennan hóp er mjög takmörkuð þrátt fyrir augljós tækifæri til forvarna. Jafnframt má aldrei bæta þjónustu við yngri börn með því að draga úr starfi fyrir unglinga – það er óásættanlegt. Rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er öflug forvörn. Öflugt og stöðugt frístundastarf er fjárfesting sem borgar sig. Í anda Viðreisnar viljum við tryggja stöðugleika, valkosti og ábyrgð í grunnþjónustu. Reykjavík á að vera borg þar menntun og störf sem tengjast frítíma barna og ungmenna eru metin sem framtíðarstörf – ekki bráðabirgðalausn. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc. og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Róbert Ragnarsson Frístund barna Reykjavík Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Öruggt og stöðugt starfsumhverfi í frístundastarfi í Reykjavík er forsenda þess að hægt sé að veita faglega þjónustu og byggja upp starfsferil. Þess vegna er óásættanlegt að óvissa um mönnun frístundaheimila skapist ár eftir ár. Foreldrar vita ekki hvort þjónustan verði í boði, börnin finna fyrir óöryggi og starfsfólk býr við hlutastörf og ófyrirsjáanleika. Þetta þarf ekki að vera svona. Fyrir foreldra í Reykjavík skiptir fátt meira máli en að börnin þeirra séu glöð og örugg í daglegu starfi. Skóla- og frístundastarf er hjarta hverfanna – þar sem börn upplifa öryggi, tilheyra samfélagi og byggja upp félagsfærni sem nýtist þeim alla ævi. Sama gildir um starfsfólkið. Sem leiðtogi Viðreisnar í Reykjavík vil ég tryggja að foreldrar geti treyst á frístundaþjónustu og að starfsfólk hafi raunveruleg tækifæri til að byggja upp framtíð í frístundastarfi borgarinnar. Það næst ekki með tímabundnum lausnum og hlutastörfum. Við verðum að bæta starfsaðstæður í félagsmiðstöðvum og á frístundaheimilum, skapa fleiri heilsdagsstörf allt árið og setja starfsþróun í forgang. Það felst meðal annars í því að lögbinda þjónustu frístundastarfs og félagsmiðstöðva. Börn eiga rétt á stöðugu frístundastarfi í sínu hverfi og starfsfólk á skilið að geta byggt upp þekkingu, reynslu og framtíð í starfi. Reykjavíkurborg býr yfir vel menntuðum og öflugum hópi starfsfólks sem við verðum að styðja betur við. Það er lykilatriði í forvörnum, velferð og jöfnum tækifærum barna. Til að frístundastarf skili árangri þarf stöðugleika og fyrirsjáanleika. Of oft er um að ræða vanfjármögnuð og tímabundin verkefni sem framlengd eru frá ári til árs með tilheyrandi óvissu. Úrræði sem hafa sannað gildi sitt eiga að vera varanleg, svo sem Flotinn, Hinsegin félagsmiðstöðin og sértækt hópastarf á vegum félagsmiðstöðva. Einnig þarf að styrkja þjónustu við aldurshópa sem falla milli kerfa. • 16–18 ára ungmenni: Hitt Húsið sinnir þessum hópi að mestu í dag, en það er ekki nægjanlegt. Ungmenni á þessum aldri þurfa fleiri vettvanga og meiri fjölbreytni í sínu nærumhverfi. • 10–12 ára börn: Þjónusta við þennan hóp er mjög takmörkuð þrátt fyrir augljós tækifæri til forvarna. Jafnframt má aldrei bæta þjónustu við yngri börn með því að draga úr starfi fyrir unglinga – það er óásættanlegt. Rannsóknir sýna að skipulagt íþrótta- og tómstundastarf er öflug forvörn. Öflugt og stöðugt frístundastarf er fjárfesting sem borgar sig. Í anda Viðreisnar viljum við tryggja stöðugleika, valkosti og ábyrgð í grunnþjónustu. Reykjavík á að vera borg þar menntun og störf sem tengjast frítíma barna og ungmenna eru metin sem framtíðarstörf – ekki bráðabirgðalausn. Höfundur er stjórnmálafræðingur Msc. og frambjóðandi í 1. sæti í leiðtogavali Viðreisnar í Reykjavík
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun