Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. janúar 2026 19:20 Brynjar Friðriksson, sviðstjóri hjá aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Sýn Ágætlega gengur að slökkva eldinn sem kviknaði í skemmu sem framleiðslufyrirtækið True North leigir í Gufunesi í Reykjavík, að sögn slökkviliðs. Altjón sé á húsinu og öllu því sem í því var. Tilkynning barst um eldinn um klukkan fimm í dag og var húsið alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Þetta sagði Brynjar Friðriksson, sviðstjóri hjá aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Sýnar en hann stýrir jafnframt aðgerðum á vettvangi. „Við erum búin að ná að slökkva megnið af eldinum og erum að eltast við hreiður núna í raun og veru.“ Erfitt hafi verið að komast að eldinum í upphafi og einungis sótt að honum ofan frá. Þá hafi fólk ekki verið sent inn í húsið af ótta við að þakið gæti hrunið yfir það. Þegar rætt var við Brynjar á sjöunda tímanum í kvöld var ekki enn búið að senda slökkviliðsmenn inn í húsið en körfubílar voru nýttir til að sprauta vatni undir þakið og inn um hurðaop. Settu upp varnir Nálæg hús voru ekki í hættu, að sögn Brynjars. Fyrstu verkin áður en beint slökkvistarf hófst hafi verið að setja upp varnir milli skemmunnar og húsanna í kring til að draga úr hættunni á því að eldurinn myndi breiðast út. Það hafi sem betur fer staðist. Reykur frá eldinum hefur stigið hátt og því síður lagst yfir nálægt íbúðahverfi, að sögn Brynjars. Hann geti þó fallið niður þegar kólnar og því sé gott að loka gluggum ef fólk verður vart við einhverja mengun. Brynjar á von á því að slökkvistarf haldi áfram fram á kvöld en dregið verði úr því eftir því sem aðstæður leyfi. Rétt eftir klukkan sjö var búið að kalla til baka helming af slökkviliðsmönnunum á vettvangi og búið að gera hlé á vatnsdælingu. Unnið er að því að kanna aðstæður og ákveða næstu skref en með því að hætta að dæla losnar slökkviliðið við gufu sem byrgir sýn. Fylgjast má með framvindu málsins og nýjustu fregnum í Vaktinni á Vísi. Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Stórbruni í Gufunesi Mikill eldsvoði er í Gufunesi og er slökkviliðið með mikil viðbrögð. Reykur sést víða um höfuðborgarsvæðið. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins vegna eldsins. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. 12. janúar 2026 17:08 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Tilkynning barst um eldinn um klukkan fimm í dag og var húsið alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Þetta sagði Brynjar Friðriksson, sviðstjóri hjá aðgerðasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, í kvöldfréttum Sýnar en hann stýrir jafnframt aðgerðum á vettvangi. „Við erum búin að ná að slökkva megnið af eldinum og erum að eltast við hreiður núna í raun og veru.“ Erfitt hafi verið að komast að eldinum í upphafi og einungis sótt að honum ofan frá. Þá hafi fólk ekki verið sent inn í húsið af ótta við að þakið gæti hrunið yfir það. Þegar rætt var við Brynjar á sjöunda tímanum í kvöld var ekki enn búið að senda slökkviliðsmenn inn í húsið en körfubílar voru nýttir til að sprauta vatni undir þakið og inn um hurðaop. Settu upp varnir Nálæg hús voru ekki í hættu, að sögn Brynjars. Fyrstu verkin áður en beint slökkvistarf hófst hafi verið að setja upp varnir milli skemmunnar og húsanna í kring til að draga úr hættunni á því að eldurinn myndi breiðast út. Það hafi sem betur fer staðist. Reykur frá eldinum hefur stigið hátt og því síður lagst yfir nálægt íbúðahverfi, að sögn Brynjars. Hann geti þó fallið niður þegar kólnar og því sé gott að loka gluggum ef fólk verður vart við einhverja mengun. Brynjar á von á því að slökkvistarf haldi áfram fram á kvöld en dregið verði úr því eftir því sem aðstæður leyfi. Rétt eftir klukkan sjö var búið að kalla til baka helming af slökkviliðsmönnunum á vettvangi og búið að gera hlé á vatnsdælingu. Unnið er að því að kanna aðstæður og ákveða næstu skref en með því að hætta að dæla losnar slökkviliðið við gufu sem byrgir sýn. Fylgjast má með framvindu málsins og nýjustu fregnum í Vaktinni á Vísi.
Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Stórbruni í Gufunesi Mikill eldsvoði er í Gufunesi og er slökkviliðið með mikil viðbrögð. Reykur sést víða um höfuðborgarsvæðið. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins vegna eldsins. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. 12. janúar 2026 17:08 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Stórbruni í Gufunesi Mikill eldsvoði er í Gufunesi og er slökkviliðið með mikil viðbrögð. Reykur sést víða um höfuðborgarsvæðið. Stjórnarformaður True North segir að mikið tjón hafi orðið á eignum framleiðslufyrirtækisins vegna eldsins. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. 12. janúar 2026 17:08