Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir og Sigríður Ella Jónsdóttir skrifa 13. janúar 2026 09:01 Vímuefnanotkun ungmenna og oft alvarlegar afleiðingar hennar hafa verið áberandi í fréttum og samfélagsumræðunni síðustu misseri. Samtímis hefur fjöldi foreldra stigið fram og lýst úrræðaleysi sem blasti við þegar þau leituðu aðstoðar fyrir börn sín. Það er nauðsynlegt og löngu tímabært að slík umræða fari af stað af alvöru og að í henni taki sem flestir þátt; stjórnvöld, stofnanir og félagasamtök, ungmenni, foreldrar og aðrir sérfræðingar í málefnum barna. Við hjá Rauða krossinum, rétt eins og líklega flestir aðrir, erum slegin yfir ýmsu sem fram hefur komið um hina grýttu leið sem foreldrar hafa þurft að fara í leit að björgum fyrir börnin sín og þá ókleifu veggi sem sumar fjölskyldur hafa lent á. Þótt orð séu til alls fyrst verða verkin að tala hátt og skýrt. Og þetta mál þolir ekki nokkra bið. Okkur verður að takast að búa betur að börnunum okkar, skapa þeim farsælla og næringarríkara umhverfi til að alast upp í. Grípa þau þegar þau hrasa. Leiða þau þegar myrkrið virðist allt í kring. Það er hið sameiginlega verkefni sem við öll stöndum frammi fyrir. Lausnirnar verða að vera margar, koma úr ýmsum áttum og eiga við á ýmsum tímabilum í lífi fólks. Forvarnir, skaðaminnkun, meðferð Ástæðurnar fyrir því að fólk byrjar að nota vímuefni eru flóknar og margvíslegar. Það hefur sýnt sig að forvarnir af ýmsum toga skila árangri en það er líka staðreynd að framboð á viðeigandi meðferðarúrræðum verður að standa öllum þeim sem á þurfa að halda til boða. Skaðaminnkandi þjónusta er svo enn eitt verkfærið sem hefur á síðustu árum sýnt sig að gagnist fólki sem notar vímuefni. Markmið slíkrar þjónustu er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óafturkræfan skaða, sýkingar og smitsjúkdóma, að vernda líkamlega og andlega heilsu fólks sem notar vímuefni og auka lífsgæði þess. Rauði krossinn á gjarnan frumkvæði að verkefnum á sviðum sem hið opinbera eða aðrir aðilar eru lítt eða ekki að sinna. Blóðsöfnun er eitt slíkt dæmi og stofnun Konukots annað. Þegar verkefnin hafa þroskast og dafnað er öðrum svo afhentur kyndillinn. Skaðaminnkandi þjónusta félagsins er nýlegt verkefni sem hófst með Frú Ragnheiði árið 2009. Frúin, eins og við köllum hana gjarnan, er sérinnréttaður bíll sem veitir þeim sem á þurfa að halda þjónustu á vettvangi. Mannúð og fordómaleysi Þegar fólk stígur inn í bílinn er því mætt af mannúð og fordómaleysi sem eru meðal grunnstefa skaðaminnkandi hugmyndafræði. Áhersla er lögð á að veita fólki sálfélagslegan stuðning enda oft um að ræða einstaklinga sem hefur verið ýtt út á jaðar samfélagsins okkar og eru margir hverjir með mikla áfallasögu á bakinu. Einn sjálfboðaliðanna á hverri vakt er heilbrigðismenntaður og í bílnum er því hægt að fá lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, s.s. aðhlynningu sára og almenna heilsufarsskoðun en engin lyf eru afhent. Einnig er fólki veitt ráðgjöf og tengingum komið á við önnur úrræði í samráði við þarfir og óskir viðkomandi. Næring og fatnaður er líka í boði enda heimilisleysi og fátækt útbreidd í þessum viðkvæma hópi. Boðið er upp á hreinan búnað og hreinlætisvörur og tekið á móti notuðum búnaði. Sú þjónusta er veitt mun víðar, m.a. í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu og á heilsugæslustöðvum. Árangur sem við erum stolt af Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neysluhegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af Frú Ragnheiði. Við hjá Rauða krossinum erum mjög stolt af þessu verkefni og erum ekki í nokkrum vafa að það hefur breytt lífi margra til hins betra. Okkur er því nokkuð brugðið yfir þeirri umræðu sem átti sér stað um Frú Ragnheiði í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu nú um helgina og Vísir.is skrifaði frétt upp úr. Til viðtals var Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur um margra ára skeið haft það hlutverk innan lögreglunnar að leita að týndum börnum. Vegna orða sem voru látin falla í þættinum og vitnað var í í frétt Vísis vill Rauði krossinn koma eftirfarandi skýrt á framfæri: Ef einstaklingur yngri en 18 ára kemur í Frú Ragnheiði er barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um það líkt og lög og reglur hér á landi gera ráð fyrir. Ef grunur er um barn í ótryggum aðstæðum þá er sama verklagi fylgt. Í fyrra leitaði enginn yngri en átján ára sér þjónustu hjá Frú Ragnheiði. Við leggjum okkur fram við að taka sérstaklega vel utan um fólk á aldrinum 18-25 ára sem til okkar leitar og erum í góðu samstarfi við önnur viðeigandi úrræði eða þjónustu hvað þann hóp varðar. Meðalaldur skjólstæðinga er 38 ár. Frú Ragnheiður starfar ekki í einhverju tómarúmi utan við allt og ofar öllu heldur eigum við í góðu samstarfi við Landspítala, sveitarfélögin, lögreglu og fleiri. Við vonumst til að halda því áfram. Fræðum betur Skaðaminnkandi þjónusta byggir á gagnreyndri nálgun sem hefur verið beitt víða um heim. Í henni felst engin uppgjöf fyrir vandanum heldur er hún árangursrík leið til að bæta líðan fólks og auka öryggi þess, oft á erfiðustu stundum lífs þess. Okkur er mjög annt um skjólstæðinga okkar. Okkur er umhugað um velferð þeirra og okkur er mjög hugleikið að umræðan um skaðaminnkandi þjónustu sé byggð á staðreyndum og sett fram af nærgætni. Rangfærslur og hálfkveðnar vísur valda meiri skaða en gagni. Almennt virðist fólk sífellt betur átta sig á inntaki skaðaminnkandi nálgunar. Af umræðunni í hlaðvarpsþættinum að dæma má hins vegar ljóst vera að enn vantar mikið upp á þekkingu á hugmyndafræðinni. Það tökum við sannarlega til okkar enda berum við mikla ábyrgð þegar kemur að fræðslu á þessu sviði. Við höfum því einsett okkur að gera betur hvað það varðar á þessu ári. Skaðaminnkandi þjónusta er mannréttindamál. Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vímuefnanotkun ungmenna og oft alvarlegar afleiðingar hennar hafa verið áberandi í fréttum og samfélagsumræðunni síðustu misseri. Samtímis hefur fjöldi foreldra stigið fram og lýst úrræðaleysi sem blasti við þegar þau leituðu aðstoðar fyrir börn sín. Það er nauðsynlegt og löngu tímabært að slík umræða fari af stað af alvöru og að í henni taki sem flestir þátt; stjórnvöld, stofnanir og félagasamtök, ungmenni, foreldrar og aðrir sérfræðingar í málefnum barna. Við hjá Rauða krossinum, rétt eins og líklega flestir aðrir, erum slegin yfir ýmsu sem fram hefur komið um hina grýttu leið sem foreldrar hafa þurft að fara í leit að björgum fyrir börnin sín og þá ókleifu veggi sem sumar fjölskyldur hafa lent á. Þótt orð séu til alls fyrst verða verkin að tala hátt og skýrt. Og þetta mál þolir ekki nokkra bið. Okkur verður að takast að búa betur að börnunum okkar, skapa þeim farsælla og næringarríkara umhverfi til að alast upp í. Grípa þau þegar þau hrasa. Leiða þau þegar myrkrið virðist allt í kring. Það er hið sameiginlega verkefni sem við öll stöndum frammi fyrir. Lausnirnar verða að vera margar, koma úr ýmsum áttum og eiga við á ýmsum tímabilum í lífi fólks. Forvarnir, skaðaminnkun, meðferð Ástæðurnar fyrir því að fólk byrjar að nota vímuefni eru flóknar og margvíslegar. Það hefur sýnt sig að forvarnir af ýmsum toga skila árangri en það er líka staðreynd að framboð á viðeigandi meðferðarúrræðum verður að standa öllum þeim sem á þurfa að halda til boða. Skaðaminnkandi þjónusta er svo enn eitt verkfærið sem hefur á síðustu árum sýnt sig að gagnist fólki sem notar vímuefni. Markmið slíkrar þjónustu er að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll, óafturkræfan skaða, sýkingar og smitsjúkdóma, að vernda líkamlega og andlega heilsu fólks sem notar vímuefni og auka lífsgæði þess. Rauði krossinn á gjarnan frumkvæði að verkefnum á sviðum sem hið opinbera eða aðrir aðilar eru lítt eða ekki að sinna. Blóðsöfnun er eitt slíkt dæmi og stofnun Konukots annað. Þegar verkefnin hafa þroskast og dafnað er öðrum svo afhentur kyndillinn. Skaðaminnkandi þjónusta félagsins er nýlegt verkefni sem hófst með Frú Ragnheiði árið 2009. Frúin, eins og við köllum hana gjarnan, er sérinnréttaður bíll sem veitir þeim sem á þurfa að halda þjónustu á vettvangi. Mannúð og fordómaleysi Þegar fólk stígur inn í bílinn er því mætt af mannúð og fordómaleysi sem eru meðal grunnstefa skaðaminnkandi hugmyndafræði. Áhersla er lögð á að veita fólki sálfélagslegan stuðning enda oft um að ræða einstaklinga sem hefur verið ýtt út á jaðar samfélagsins okkar og eru margir hverjir með mikla áfallasögu á bakinu. Einn sjálfboðaliðanna á hverri vakt er heilbrigðismenntaður og í bílnum er því hægt að fá lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, s.s. aðhlynningu sára og almenna heilsufarsskoðun en engin lyf eru afhent. Einnig er fólki veitt ráðgjöf og tengingum komið á við önnur úrræði í samráði við þarfir og óskir viðkomandi. Næring og fatnaður er líka í boði enda heimilisleysi og fátækt útbreidd í þessum viðkvæma hópi. Boðið er upp á hreinan búnað og hreinlætisvörur og tekið á móti notuðum búnaði. Sú þjónusta er veitt mun víðar, m.a. í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu og á heilsugæslustöðvum. Árangur sem við erum stolt af Lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari neysluhegðun og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum eru á meðal þess ávinnings sem hlýst af Frú Ragnheiði. Við hjá Rauða krossinum erum mjög stolt af þessu verkefni og erum ekki í nokkrum vafa að það hefur breytt lífi margra til hins betra. Okkur er því nokkuð brugðið yfir þeirri umræðu sem átti sér stað um Frú Ragnheiði í hlaðvarpsþættinum Einni pælingu nú um helgina og Vísir.is skrifaði frétt upp úr. Til viðtals var Guðmundur Fylkisson lögreglumaður sem hefur um margra ára skeið haft það hlutverk innan lögreglunnar að leita að týndum börnum. Vegna orða sem voru látin falla í þættinum og vitnað var í í frétt Vísis vill Rauði krossinn koma eftirfarandi skýrt á framfæri: Ef einstaklingur yngri en 18 ára kemur í Frú Ragnheiði er barnaverndaryfirvöldum tilkynnt um það líkt og lög og reglur hér á landi gera ráð fyrir. Ef grunur er um barn í ótryggum aðstæðum þá er sama verklagi fylgt. Í fyrra leitaði enginn yngri en átján ára sér þjónustu hjá Frú Ragnheiði. Við leggjum okkur fram við að taka sérstaklega vel utan um fólk á aldrinum 18-25 ára sem til okkar leitar og erum í góðu samstarfi við önnur viðeigandi úrræði eða þjónustu hvað þann hóp varðar. Meðalaldur skjólstæðinga er 38 ár. Frú Ragnheiður starfar ekki í einhverju tómarúmi utan við allt og ofar öllu heldur eigum við í góðu samstarfi við Landspítala, sveitarfélögin, lögreglu og fleiri. Við vonumst til að halda því áfram. Fræðum betur Skaðaminnkandi þjónusta byggir á gagnreyndri nálgun sem hefur verið beitt víða um heim. Í henni felst engin uppgjöf fyrir vandanum heldur er hún árangursrík leið til að bæta líðan fólks og auka öryggi þess, oft á erfiðustu stundum lífs þess. Okkur er mjög annt um skjólstæðinga okkar. Okkur er umhugað um velferð þeirra og okkur er mjög hugleikið að umræðan um skaðaminnkandi þjónustu sé byggð á staðreyndum og sett fram af nærgætni. Rangfærslur og hálfkveðnar vísur valda meiri skaða en gagni. Almennt virðist fólk sífellt betur átta sig á inntaki skaðaminnkandi nálgunar. Af umræðunni í hlaðvarpsþættinum að dæma má hins vegar ljóst vera að enn vantar mikið upp á þekkingu á hugmyndafræðinni. Það tökum við sannarlega til okkar enda berum við mikla ábyrgð þegar kemur að fræðslu á þessu sviði. Við höfum því einsett okkur að gera betur hvað það varðar á þessu ári. Skaðaminnkandi þjónusta er mannréttindamál. Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri höfuðborgardeildar Rauða krossins og Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum.
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar