32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 13. janúar 2026 09:33 Í tveimur leikskólum borgarinnar hefur verið gripið til svokallaðra fáliðunaraðgerða til að mæta viðvarandi manneklu. Foreldrar á leikskólanum Funaborg þurfa að taka einn og hálfan frídag frá vinnu í hverri viku vegna fáliðunar. Það jafngildir 32 dögum út vorönnina og bætast þeir ofan á allt að 20 daga sumarfrí leikskólanna. Samtals eru þetta því hið minnsta 52 frídagar á þessu ári, en hinn almenni launþegi á aðeins rétt á 25–30 daga sumarfríi árlega. Haldi aðgerðirnar áfram næsta haust má reikna með dagafjöldinn nálgist hundrað. Það dylst engum að dæmið gengur ekki upp án þess að leiða til verulegs tekjutaps fyrir fjölskyldur og mikils óhagræðis, bæði fyrir foreldra og atvinnulífið í heild. Mætum fjölskyldum strax Lokanir vegna fáliðunar eru ekki tilkomnar af ástæðulausu heldur er ráðist í þær til að tryggja öryggi barna. Aðgerðirnar eru íþyngjandi fyrir bæði börn og foreldra og geta haft veruleg fjárhagsleg áhrif á heimilin í borginni, ekki síst fyrir einstæða foreldra. Við í Framsókn viljum mæta fjölskyldum í þessari stöðu strax og leggjum til að foreldrum barna sem lenda í fáliðunaraðgerðum verði greiddar 20 þúsund krónur fyrir hvert barn, hvern dag, sem þær standa yfir. Flestir foreldrar eru með skuldbindingar á vinnumarkaði og þurfa því að grípa til ráðstafana eins og að skiptast á að vera með börnin hjá sér, kaupa pössun með tilheyrandi kostnaði eða taka sér á launalaust frí. Það vegur þungt í heimilisbókhaldið. Fáliðunaraðgerðir leiða jafnframt til ójafnræðis barna að leikskóladvöl, eftir því hvort leikskólinn þeirra er fullmannaður eða ekki. Fáliðun hefur það í för með sér að fjármagn sem áætlað er í laun fullmannaðra leikskóla situr eftir og eðlilegra er að greiða það út til foreldra til að létta undir með heimilunum. Slíkar greiðslur skapa þá fjárhagslegan hvata fyrir borgina til að leysa mönnunarvanda leikskólanna til framtíðar en tillagan gerir ráð fyrir að borgin þurfi að meta kostnað borgarinnar vegna aðgerðanna áður en ákvörðun um þær er tekin. Stóra verkefnið er þó hér eftir sem hingað til að tryggja mönnun leikskólanna enda er samfélagslega ósjálfbært að keyra á fáliðunaraðgerðum í leikskólum mánuðum eða árum saman. Mönnun leikskóla er lykilverkefni Leikskólar eru fyrsta menntastigið og grunnur alls náms. Þar er unnið eitt mikilvægasta starf samfélagsins með því dýrmætasta sem við eigum, börnunum okkar. Leikskólar gegna jafnframt lykilhlutverki í jafnréttismálum, en þau lönd sem hafa fjárfest markvisst í leikskólum standa betur þegar kemur að jafnrétti kynja. Það er því brýnt að við sofnum aldrei á verðinum í uppbyggingu leikskólastigsins og leggjum allt kapp á að tryggja þá mikilvægu menntun og þjónustu sem þar er veitt. Til að bregðast við stöðunni þarf aukið samstarf ríkis, sveitarfélaga, kennara og menntastofnana með það að markmiði að fjölga starfsfólki í leikskólum. Með markvissum aðgerðum er hægt að ná árangri. Til marks um það varð 160% aukning í kennaranám eftir að Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, beitti sér fyrir því að kennaranemar fengju launað starfsnám og námsstyrki vegna lokaverkefna árið 2019. Það kennir okkur að rétt útfærðar aðgerðir skila raunverulegum árangri. Verkefninu er þó ekki lokið. Enn þarf að gera starfsumhverfi leikskóla raunverulega aðlaðandi fyrir nýútskrifaða leikskólakennara og leikskólaliða. Það krefst samstillts átaks allra hlutaðeigandi. Við eigum alltaf að gera ríkar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og því er mikilvægt að fjölga fagmennuðu starfsfólki í leikskóla. Borgin á að halda áfram að eiga í góðu samstarfi við menntastofnanir og kanni sérstaklega hvort skapa megi frekari hvata til að fá fleiri einstaklinga í nám til leikskólakennara og leikskólaliða, sem og að skapa hvata sem laða fagmenntað fólk til starfa í leikskólum. Það er alveg ljóst að við verðum að gera betur þegar kemur að mönnun leikskóla, bæði til skamms tíma svo bregðast megi við þeirri stöðu sem nú er uppi og til lengri tíma litið svo tryggja megi öflugt leikskólastarf til framtíðar. Án umbóta í starfsumhverfi leikskóla er erfitt að laða nýtt fólk til starfa og halda því sem fyrir er. Huga þarf meðal annars betur að hljóðvist í leikskólum, undirbúningstíma starfsfólks, skipulagi leikskóladagsins, íslenskukunnáttu starfsfólks, kjörum og fleiru. Gleymum ekki að fjárfesting í mannauði leikskólanna er fjárfesting í framtíðinni, fjárfesting í börnunum okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Magnea Gná Jóhannsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Í tveimur leikskólum borgarinnar hefur verið gripið til svokallaðra fáliðunaraðgerða til að mæta viðvarandi manneklu. Foreldrar á leikskólanum Funaborg þurfa að taka einn og hálfan frídag frá vinnu í hverri viku vegna fáliðunar. Það jafngildir 32 dögum út vorönnina og bætast þeir ofan á allt að 20 daga sumarfrí leikskólanna. Samtals eru þetta því hið minnsta 52 frídagar á þessu ári, en hinn almenni launþegi á aðeins rétt á 25–30 daga sumarfríi árlega. Haldi aðgerðirnar áfram næsta haust má reikna með dagafjöldinn nálgist hundrað. Það dylst engum að dæmið gengur ekki upp án þess að leiða til verulegs tekjutaps fyrir fjölskyldur og mikils óhagræðis, bæði fyrir foreldra og atvinnulífið í heild. Mætum fjölskyldum strax Lokanir vegna fáliðunar eru ekki tilkomnar af ástæðulausu heldur er ráðist í þær til að tryggja öryggi barna. Aðgerðirnar eru íþyngjandi fyrir bæði börn og foreldra og geta haft veruleg fjárhagsleg áhrif á heimilin í borginni, ekki síst fyrir einstæða foreldra. Við í Framsókn viljum mæta fjölskyldum í þessari stöðu strax og leggjum til að foreldrum barna sem lenda í fáliðunaraðgerðum verði greiddar 20 þúsund krónur fyrir hvert barn, hvern dag, sem þær standa yfir. Flestir foreldrar eru með skuldbindingar á vinnumarkaði og þurfa því að grípa til ráðstafana eins og að skiptast á að vera með börnin hjá sér, kaupa pössun með tilheyrandi kostnaði eða taka sér á launalaust frí. Það vegur þungt í heimilisbókhaldið. Fáliðunaraðgerðir leiða jafnframt til ójafnræðis barna að leikskóladvöl, eftir því hvort leikskólinn þeirra er fullmannaður eða ekki. Fáliðun hefur það í för með sér að fjármagn sem áætlað er í laun fullmannaðra leikskóla situr eftir og eðlilegra er að greiða það út til foreldra til að létta undir með heimilunum. Slíkar greiðslur skapa þá fjárhagslegan hvata fyrir borgina til að leysa mönnunarvanda leikskólanna til framtíðar en tillagan gerir ráð fyrir að borgin þurfi að meta kostnað borgarinnar vegna aðgerðanna áður en ákvörðun um þær er tekin. Stóra verkefnið er þó hér eftir sem hingað til að tryggja mönnun leikskólanna enda er samfélagslega ósjálfbært að keyra á fáliðunaraðgerðum í leikskólum mánuðum eða árum saman. Mönnun leikskóla er lykilverkefni Leikskólar eru fyrsta menntastigið og grunnur alls náms. Þar er unnið eitt mikilvægasta starf samfélagsins með því dýrmætasta sem við eigum, börnunum okkar. Leikskólar gegna jafnframt lykilhlutverki í jafnréttismálum, en þau lönd sem hafa fjárfest markvisst í leikskólum standa betur þegar kemur að jafnrétti kynja. Það er því brýnt að við sofnum aldrei á verðinum í uppbyggingu leikskólastigsins og leggjum allt kapp á að tryggja þá mikilvægu menntun og þjónustu sem þar er veitt. Til að bregðast við stöðunni þarf aukið samstarf ríkis, sveitarfélaga, kennara og menntastofnana með það að markmiði að fjölga starfsfólki í leikskólum. Með markvissum aðgerðum er hægt að ná árangri. Til marks um það varð 160% aukning í kennaranám eftir að Lilja Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, beitti sér fyrir því að kennaranemar fengju launað starfsnám og námsstyrki vegna lokaverkefna árið 2019. Það kennir okkur að rétt útfærðar aðgerðir skila raunverulegum árangri. Verkefninu er þó ekki lokið. Enn þarf að gera starfsumhverfi leikskóla raunverulega aðlaðandi fyrir nýútskrifaða leikskólakennara og leikskólaliða. Það krefst samstillts átaks allra hlutaðeigandi. Við eigum alltaf að gera ríkar kröfur til þeirra sem starfa með börnum og því er mikilvægt að fjölga fagmennuðu starfsfólki í leikskóla. Borgin á að halda áfram að eiga í góðu samstarfi við menntastofnanir og kanni sérstaklega hvort skapa megi frekari hvata til að fá fleiri einstaklinga í nám til leikskólakennara og leikskólaliða, sem og að skapa hvata sem laða fagmenntað fólk til starfa í leikskólum. Það er alveg ljóst að við verðum að gera betur þegar kemur að mönnun leikskóla, bæði til skamms tíma svo bregðast megi við þeirri stöðu sem nú er uppi og til lengri tíma litið svo tryggja megi öflugt leikskólastarf til framtíðar. Án umbóta í starfsumhverfi leikskóla er erfitt að laða nýtt fólk til starfa og halda því sem fyrir er. Huga þarf meðal annars betur að hljóðvist í leikskólum, undirbúningstíma starfsfólks, skipulagi leikskóladagsins, íslenskukunnáttu starfsfólks, kjörum og fleiru. Gleymum ekki að fjárfesting í mannauði leikskólanna er fjárfesting í framtíðinni, fjárfesting í börnunum okkar. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun