Innlent

Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast á­fram með

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skemman hýsti leikmuni frá True North.
Skemman hýsti leikmuni frá True North. Vísir/Viktor Freyr

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var með vakt við skemmuna sem brann í Gufunesi til klukkan rúmlega eitt í nótt.

Eftir það fóru slökkviliðsmenn nokkrum sinnum á staðinn til að kanna hvort allt væri ekki með kyrrum kjörum. Þetta segir Ásgeir Halldórsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en skemman sem um ræðir hýsti mikið magn leikmuna frá kvikmyndafyrirtækin True North.

Ásgeir segir enn geti brunahreiður leynst í rústunum og því verði fylgst með áfram. Skemman brann til grunna en slökkviliði tókst í gær að koma í veg fyrir að eldurinn myndi breiðast út í nærliggjandi byggingar.

Ásgeir segir að lögregla rannsaki nú upptök eldsins.


Tengdar fréttir

Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“

Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma.

„Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“

Óbætan­lega sögu­lega muni mátti finna í geymslu kvik­mynda­fram­leiðslu­fyrir­tækisins True North sem varð al­elda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×