Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar 13. janúar 2026 14:00 Húsnæðis-og skipulagsmálin í Reykjavík eru á villigötum. Í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna framundan hefur mikið verið talað og ritað um breytingar og að bæta þurfi stöðuna í borginni og eru slíkar yfirlýsingar mis trúverðugar þar sem að þær koma gjarnan úr þeim ranni stjórnmálanna sem hefur haft allar forsendur til að breyta hlutunum síðastliðinn áratug. Sjálfur bý ég í Laugardalnum, er áhugasamur um málefnið og þykir einstaklega vænt um mitt hverfi. Ég hef verulegar áhyggjur ef að ekkert verður að gert í kjölfar næstu kosninga - með öðrum orðum: Það þarf að kjósa nýtt fólk til forystu í Reykjavík. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sú þéttingarstefna sem rekin hefur verið í húsnæðis- og skipulagsmálum virðist ekki vera að ganga upp og augljóst af umræðunni að margir eru ósáttir við þá nálgun. Ég hef stundum spurt mig hvort markmið borgarinnar sé að flækja einfalda hluti í hinu daglega lífi íbúa Reykjavíkur í stað þess að reyna að leysa vandamál með skynsömum lausnum. Nærtækt dæmi um slíkt er við Suðurlandsbraut þar sem að verið er að reisa glænýjar lúxusíbúðir sem enginn hefur efni á og þar af leiðandi verða þrengingar við stórar umferðaræðar svo fólk situr enn fastara í umferðinni. Maður hefði haldið að það hljóti að vera eitt af stóru markmiðunum að hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði og komast inn á markaðinn, ekki að festa það í leigukerfinu eða skammtímalausnum nú eða þá missa það úr sveitarfélaginu. Það gerist ekki nema að byggðar séu hér íbúðir í passlegri stærð á viðráðanlegu verði og borgin verður að gera það að fýsilegum valkosti fyrir verktaka. Hér í Reykjavík eru opinber gjöld einstaklega há, þar má nefna svokallað gatnagerðargjald sem er eitt það hæsta á landinu og einnig byggingargjöld sem nema tugum þúsunda króna á fermetrann og fyrir 100 fermetra íbúð geta bara byggingarréttar- og gatnargerðargjöld numið 10 milljónum á íbúð. Þetta eru tvö dæmi um opinber gjöld sem auka verulega upphafskostnað nýbygginga, sem að sjálfsögðu skilar sér í verði á nýjum íbúðum. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur barist gegn öllum tillögum að hækkunum á slíkum gjöldum sem lagðar hafa verið fram síðustu misserin. Laugardalurinn er eitt af þeim hverfum þar sem vel hefur tekist til í húsnæðis- og skipulagsmálum. Þar er almennt mjög gott jafnvægi á milli grænna svæða og bygginga, en húsnæðisframboð er fjölbreytt og fólk getur fundið sér húsakost við sitt hæfi, hvort sem það er að byrja á að fjárfesta í fallegri blokkaríbúð sem fyrstu eign eða að færa sig í raðhús eða þríbýli þegar er kominn tími til að minnka við sig og allt þar á milli. Ég elska Laugardalinn en síðustu árin hafa þar reglula dúkkað upp vondar hugmyndir í skipulagsmálum, því skiptir máli að vera á varðbergi og láta sig málin varða. Við viljum standa vörð um grænu svæðin okkar og tryggja að innviðir þoli íbúafjöldann og því ætti að leggja áherslu á að byggja upp fleiri hverfi í borginni þar sem hlutirnir ganga svona vel og íbúar ánægðir, frekar en að þétta byggðina út í hið óendanlega - sem mun því miður gerast ef fer sem horfir með núverandi skipulagsstefnu. Við verðum að láta í okkur heyra, áður en vélarnar eru ræstar og það er orðið of seint! Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Langholtshverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Húsnæðis-og skipulagsmálin í Reykjavík eru á villigötum. Í aðdraganda sveitastjórnarkosninganna framundan hefur mikið verið talað og ritað um breytingar og að bæta þurfi stöðuna í borginni og eru slíkar yfirlýsingar mis trúverðugar þar sem að þær koma gjarnan úr þeim ranni stjórnmálanna sem hefur haft allar forsendur til að breyta hlutunum síðastliðinn áratug. Sjálfur bý ég í Laugardalnum, er áhugasamur um málefnið og þykir einstaklega vænt um mitt hverfi. Ég hef verulegar áhyggjur ef að ekkert verður að gert í kjölfar næstu kosninga - með öðrum orðum: Það þarf að kjósa nýtt fólk til forystu í Reykjavík. Það hefur ekki farið framhjá neinum að sú þéttingarstefna sem rekin hefur verið í húsnæðis- og skipulagsmálum virðist ekki vera að ganga upp og augljóst af umræðunni að margir eru ósáttir við þá nálgun. Ég hef stundum spurt mig hvort markmið borgarinnar sé að flækja einfalda hluti í hinu daglega lífi íbúa Reykjavíkur í stað þess að reyna að leysa vandamál með skynsömum lausnum. Nærtækt dæmi um slíkt er við Suðurlandsbraut þar sem að verið er að reisa glænýjar lúxusíbúðir sem enginn hefur efni á og þar af leiðandi verða þrengingar við stórar umferðaræðar svo fólk situr enn fastara í umferðinni. Maður hefði haldið að það hljóti að vera eitt af stóru markmiðunum að hjálpa ungu fólki að eignast húsnæði og komast inn á markaðinn, ekki að festa það í leigukerfinu eða skammtímalausnum nú eða þá missa það úr sveitarfélaginu. Það gerist ekki nema að byggðar séu hér íbúðir í passlegri stærð á viðráðanlegu verði og borgin verður að gera það að fýsilegum valkosti fyrir verktaka. Hér í Reykjavík eru opinber gjöld einstaklega há, þar má nefna svokallað gatnagerðargjald sem er eitt það hæsta á landinu og einnig byggingargjöld sem nema tugum þúsunda króna á fermetrann og fyrir 100 fermetra íbúð geta bara byggingarréttar- og gatnargerðargjöld numið 10 milljónum á íbúð. Þetta eru tvö dæmi um opinber gjöld sem auka verulega upphafskostnað nýbygginga, sem að sjálfsögðu skilar sér í verði á nýjum íbúðum. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur barist gegn öllum tillögum að hækkunum á slíkum gjöldum sem lagðar hafa verið fram síðustu misserin. Laugardalurinn er eitt af þeim hverfum þar sem vel hefur tekist til í húsnæðis- og skipulagsmálum. Þar er almennt mjög gott jafnvægi á milli grænna svæða og bygginga, en húsnæðisframboð er fjölbreytt og fólk getur fundið sér húsakost við sitt hæfi, hvort sem það er að byrja á að fjárfesta í fallegri blokkaríbúð sem fyrstu eign eða að færa sig í raðhús eða þríbýli þegar er kominn tími til að minnka við sig og allt þar á milli. Ég elska Laugardalinn en síðustu árin hafa þar reglula dúkkað upp vondar hugmyndir í skipulagsmálum, því skiptir máli að vera á varðbergi og láta sig málin varða. Við viljum standa vörð um grænu svæðin okkar og tryggja að innviðir þoli íbúafjöldann og því ætti að leggja áherslu á að byggja upp fleiri hverfi í borginni þar sem hlutirnir ganga svona vel og íbúar ánægðir, frekar en að þétta byggðina út í hið óendanlega - sem mun því miður gerast ef fer sem horfir með núverandi skipulagsstefnu. Við verðum að láta í okkur heyra, áður en vélarnar eru ræstar og það er orðið of seint! Höfundur er fjölskyldufaðir, íbúi í Reykjavík og formaður Sjálfstæðisfélagsins í Langholtshverfi.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun