Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Rakel Sveinsdóttir skrifar 14. janúar 2026 07:00 Ívar Elí Sveinsson læknir segir talgreininn Skríbu skipta sköpum í starfi sínu sem heimilislæknir. Það sé ekki samanburðarhæft hversu mikinn tíma hann hefur nú til að gefa sig í samtalið sjálft við sjúklinga frekar en að þurfa að slá inn mikið magn upplýsinga í kerfið fyrir sjúkrasöguna. Vísir/Vilhelm Vá hvað það væri nú mikill draumur í dós ef við fengjum alltaf óskipta athygli læknisins þegar við hittum hann, sem væri einbeittur í samtalinu við okkur; að hlusta, nema, greina, útskýra, fræða. Í staðinn fyrir að vera pikkfastur í að pikka á lyklaborðið í tölvunni. Til að skrá skýrsluna. Söguna. Búa til skrá yfir heimsóknina. Því jú, við viðurkennum það bara; svona eru læknaheimsóknir löngu farnar að þróast í að vera: Við sitjum fyrir framan lækninn, sem situr fyrir framan tölvuna en reynir að gera hvoru tveggja í senn; að hlusta og ræða við okkur en líka að sjá til þess að allar upplýsingar um heimsóknina okkar og það sem mögulega þarf í kjölfarið, svo sem lyf eða vottorð, séu rétt skráðar líka. Á slæmri íslensku kallast þetta að múltí-taska. Þessu samhliða heyrum við af því að álagið á lækna og annað heilbrigðisfólk sé alltaf að aukast og kostnaður sé að verða meiri. Biðlistar eða almenn bið eftir tímum og þjónustu eru víða að lengjast. „Tíminn sem ég hef samt núna með skjólstæðingum er allt annar og meiri nú en áður!“ segir Ívar Elí Sveinsson læknir á heilsugæslunni á Kirkjusandi og skælbrosir. Enda einn þeirra sem nú eru farnir að nýta sér gervigreindartalgreinina Skríbuna eins og nokkrir aðrir fjölbreyttir aðilar innan heilbrigðiskerfisins. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun fjöllum við um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Læknirinn hlustar, gervigreindin skráir Fyrirtækið Careflux var stofnað í ársbyrjun 2024. Stofnendur eru Steindór Ellertsson, sérnámslæknir í heimilislækningum og doktor í læknavísindum og nú framkvæmdastjóri Careflux, Stefán Ólafsson, lektor við tölvunarfræðideild HR og Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræði HR. Careflux vinnur nú að tveimur gervigreindarkerfum. Annars vegar kerfinu Merkúr, sem sér um að lesa, flokka og greina hafsjó skilaboða sem berast Heilsuveru, sem sparar heilmikinn tíma og tryggir að fólk fær mun hraðari þjónustu en ella. Hins vegar er það Skríban, kerfi sem umbreytir samtölum starfsmanna og skjólstæðinga þannig að samantektir í formi sjúkraskráa verða til í samræmi við þær leikreglur sem gilda í íslensku heilbrigðiskerfi, til dæmis með tilliti til persónuverndar, öryggis eða nákvæmni. „Þetta léttir ekki aðeins á verklegu álagi heldur líka því andlega,“ segir Ívar og útskýrir hvernig skrifræðið sem læknar búa við í starfi eykur líka á hið ósýnilega andlega álag. Því þótt það sé með trega að maður snúi sér frá sjúklingnum og að tölvuskjánum hvílir það alltaf á lækninum á meðan samtalið fer fram að hann þurfi að passa að skrá allar upplýsingar réttilega inn í kerfið.“ Að svona mikill tími fari í skrifræði í hverri heimsókn er þó víða erlendis löngu liðin tíð. „Í Bandaríkjunum þekkist það varla lengur að læknir sé sjálfur að skrá upplýsingar inn í kerfið. Talgreinir hefur verið nýttur í mörg ár þar.“ Ívar segir það löngu liðna tíð að til dæmis læknar í Bandaríkjunum séu svona uppteknir við skrifræðið þegar þeir hitta sjúklinga. Þar sé búið að nota talgreini til að skrá sjúkrasögu og fleira mjög lengi.Vísir/Vilhelm Klikkið og pikkið sem hverfur Við skulum búa til ímyndaða heimsókn til heimilislæknisins. Starfsmaður í versluninni X hittir lækni og biður um veikindavottorð vegna flensu. Læknirinn skoðar sjúklinginn, ákveður að skrifa upp út púst ásamt hóstastillandi sem viðkomandi á að taka samkvæmt leiðbeiningum í nokkra daga. Til viðbótar gefur læknirinn út veikindavottorð. Til þess að ná öllu ofangreindu, og það innan tímarammans sem læknirinn hefur, reynir læknirinn að slá inn upplýsingar í kerfið um leið og samtalið fer fram, eða strax á eftir. Fyrir ímyndaða dæmið okkar þýðir þetta: Læknirinn skráir sjúkdómseinkenni viðkomandi. Hann skráir dagsetningar og upplýsingar fyrir veikindavottorð og dagsetningar fyrir hverja tilvísun í lyfjagátt. Allt þetta þýðir: Pikk, pikk, pikk til að skrá. Klikk, klikk, klikk til að samþykkja. Það sorglega er þó það sem læknirinn segir næst. Samt er það í raun sjúklingurinn sjálfur sem maður hefur mestan áhuga á að einbeita sér að, en ekki skrifræðið sem fylgir því að starfa sem læknir.“ Ívar segir það til dæmis staðreynd að það að skrá ekki upplýsingar nánast jafnóðum í kerfið þegar sjúklingar eru í heimsókn þýðir að læknar séu fljótt komnir á eftir áætlun í almennt þétt skipaðri dagskrá. Ívar segir Skríbuna auðvitað ekki óskeikula en gervigreindin geti líka verið liður í því að tryggja ákveðið öryggi. „Í tveggja manna tali þarf ekki mikið til að einhverjar upplýsingar skolist til. Gervigreindin skráir hins vegar allt sem sagt er, sem þýðir að ef til dæmis sjúklingur segir eitthvað sem læknir nær ekki að fanga grípur kerfið það og skráir en læknirinn fer yfir skráninguna og ýmist leiðréttir eða samþykkir.“ Careflux hópurinn, efri röð fv.: Erla Kristín Arnalds, Dagur Þórisson, Hrafn Loftsson, Stefán Ólafsson. Neðri röð fv.: Ívar Elí Sveinsson, Logi, Haraldsson, Sigurður Gunnar Njálsson og Steindór Oddur Ellertsson.Vísir/Vilhelm Enn stærri tækifæri Ívar segir það seinni tíma mál að þróa Skríbu þannig að hún geti gert enn fleira. „Til dæmis að greina einkenni sjúkdóma.“ Sú tækni sé þegar í notkun víða erlendis. „Í Bandaríkjunum er meira að segja byrjað að gera tilraunir með gervigreind sem sjúkdómsgreinir ekki aðeins með því að skrá orð og upplýsingar úr viðtali, heldur styðst hún líka við tónblæ og tilfinningar sem koma fram í viðtölunum.“ Hjá Careflux sé keppikeflið hins vegar að koma Skríbu í notkun hjá sem flestum heilsugæslum og þróa hana áfram í samvinnu við notendur. „Við erum að nota hana núna með læknum, sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum.“ Tækifærin til hagræðingar eru mikil. Allt sem létti á álagi endi með að sparast sem kostnaður. „Þú getur ímyndað þér tímasparnaðinn sem það gæti verið fyrir stór símaver eins og 1700-símann ef gervigreindin myndi sjá um að skrá niður öll samtöl svo starfsfólkið þar geti meira einbeitt sér að samtölunum við skjólstæðinga en ekki kerfið sem slíkt.“ Ívar segir tækniþróunina hraða í heilbrigðisgeiranum og þar sé mikil gróska. Hættan sé þó sú að regluverkið nái ekki að hlaupa í takt við hraða tækniframfara og fyrir vikið dragist Ísland meira aftur úr.Vísir/Vilhelm Að þróun Skríbunnar standa að mestu heilbrigðismenntað fólk en það eru auk Ívars Alexander Elfarsson, sérfræðingur í heimilislækningum, Sigurður Gunnar Njálsson forritari og Eygló Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Auk stofnendanna Steindórs og Hrafns. „Sem læknir er Steindór sérmenntaður í gervigreind og upphaflega hitti ég hann til að ræða almennt um hvernig gervigreindin gæti nýst í störfum lækna í framtíðinni,“ segir Ívar þegar hann rifjar upp sína fyrstu aðkomu að verkefninu. „Fljótt vorum við búnir að steingleyma að ætlunin væri almennt spjall og gleymdum okkur þess í stað að ræða hvernig gervigreindin gæti sparað okkur verulegan tíma og álag sem læknar alla daga að skrá svona mikið magn af upplýsingum í kringum hvern sjúkling.“ Þegar heilbrigðisráðuneytið reið á vaðið með nýsköpunarhraðal í samstarfi við KLAK, var ákveðið að Careflux myndi tefla fram Skríbunni sem nýsköpunarverkefni. „Sem var frábært því við vorum ekki aðeins að skerpa á því verkefni heldur upplifðum við líka hversu mikil gróska er í heilsutengdri nýsköpun á Íslandi,“ segir Ívar og nefnir dæmi um vörur og þjónustu sem kynnt voru á hraðlinum. „Á heilsugæslunni á Kirkjusandi erum við til dæmis þegar að nota kerfi frá LifeTrack og BATA-meðferðarkerfið sem Rekovy er að þróa.“ Vandinn sé því ekki gróskan eða tækniframfarirnar. Heldur frekar kerfið sem slíkt. Ég er alla vega ekki að búast við neinni byltingu í heilbrigðiskerfinu vegna þess að regluverkið sjálft er ekki að ná að hlaupa eins hratt og tækniframfarirnar sjálfar.“ Þetta sé nú þegar farið að skapa vandamál og tafir og Careflux sé einn þeirra aðila í nýsköpun sem séu að verða fyrir því. Ívar segir stjórnvöld þó meðvituð um breytingarnar fram undan. Nú þegar sé til dæmis hópur að vinna að stafrænni heilsu sem framtíðarstefnu fyrir Ísland. „Heildarstefna tekur hins vegar langan tíma og því þarf að reyna að finna leið til að leysa úr málum á meðan verið er að móta heildarstefnuna.“ Að þessu sögðu segir Ívar það samt mikilvægt að allt tengt gervigreind og nýsköpun fylgi eftir reglum í hvívetna, til dæmis varðandi persónuvernd. „Við byrjum til dæmis alltaf á því að fá skriflegt samþykki hjá skjólstæðingum um að það megi taka samtalið upp,“ útskýrir Ívar þegar hann lýsir notkuninni á Skríbu. „Hraðinn er hins vegar orðinn þannig í nýsköpun og tækni að ef Ísland á ekki að dragast enn lengra aftur úr þarf að finna einhverja einfaldari leið til að tryggja hraðari framgang. Að nýsköpunaraðilar þurfi að tala við mjög margar stofnanir fyrir hina einföldustu hluti er dæmi um hvernig regluverkið er líklegt til að hægja á þeim tækifærum sem nú þegar eru til staðar til að létta á heilbrigðiskerfinu.“ Nýsköpun Tækni Heilsa Heilsugæsla Tengdar fréttir Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í staðinn fyrir að vera pikkfastur í að pikka á lyklaborðið í tölvunni. Til að skrá skýrsluna. Söguna. Búa til skrá yfir heimsóknina. Því jú, við viðurkennum það bara; svona eru læknaheimsóknir löngu farnar að þróast í að vera: Við sitjum fyrir framan lækninn, sem situr fyrir framan tölvuna en reynir að gera hvoru tveggja í senn; að hlusta og ræða við okkur en líka að sjá til þess að allar upplýsingar um heimsóknina okkar og það sem mögulega þarf í kjölfarið, svo sem lyf eða vottorð, séu rétt skráðar líka. Á slæmri íslensku kallast þetta að múltí-taska. Þessu samhliða heyrum við af því að álagið á lækna og annað heilbrigðisfólk sé alltaf að aukast og kostnaður sé að verða meiri. Biðlistar eða almenn bið eftir tímum og þjónustu eru víða að lengjast. „Tíminn sem ég hef samt núna með skjólstæðingum er allt annar og meiri nú en áður!“ segir Ívar Elí Sveinsson læknir á heilsugæslunni á Kirkjusandi og skælbrosir. Enda einn þeirra sem nú eru farnir að nýta sér gervigreindartalgreinina Skríbuna eins og nokkrir aðrir fjölbreyttir aðilar innan heilbrigðiskerfisins. Í Atvinnulífinu í dag og á morgun fjöllum við um nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Læknirinn hlustar, gervigreindin skráir Fyrirtækið Careflux var stofnað í ársbyrjun 2024. Stofnendur eru Steindór Ellertsson, sérnámslæknir í heimilislækningum og doktor í læknavísindum og nú framkvæmdastjóri Careflux, Stefán Ólafsson, lektor við tölvunarfræðideild HR og Hrafn Loftsson, dósent við tölvunarfræði HR. Careflux vinnur nú að tveimur gervigreindarkerfum. Annars vegar kerfinu Merkúr, sem sér um að lesa, flokka og greina hafsjó skilaboða sem berast Heilsuveru, sem sparar heilmikinn tíma og tryggir að fólk fær mun hraðari þjónustu en ella. Hins vegar er það Skríban, kerfi sem umbreytir samtölum starfsmanna og skjólstæðinga þannig að samantektir í formi sjúkraskráa verða til í samræmi við þær leikreglur sem gilda í íslensku heilbrigðiskerfi, til dæmis með tilliti til persónuverndar, öryggis eða nákvæmni. „Þetta léttir ekki aðeins á verklegu álagi heldur líka því andlega,“ segir Ívar og útskýrir hvernig skrifræðið sem læknar búa við í starfi eykur líka á hið ósýnilega andlega álag. Því þótt það sé með trega að maður snúi sér frá sjúklingnum og að tölvuskjánum hvílir það alltaf á lækninum á meðan samtalið fer fram að hann þurfi að passa að skrá allar upplýsingar réttilega inn í kerfið.“ Að svona mikill tími fari í skrifræði í hverri heimsókn er þó víða erlendis löngu liðin tíð. „Í Bandaríkjunum þekkist það varla lengur að læknir sé sjálfur að skrá upplýsingar inn í kerfið. Talgreinir hefur verið nýttur í mörg ár þar.“ Ívar segir það löngu liðna tíð að til dæmis læknar í Bandaríkjunum séu svona uppteknir við skrifræðið þegar þeir hitta sjúklinga. Þar sé búið að nota talgreini til að skrá sjúkrasögu og fleira mjög lengi.Vísir/Vilhelm Klikkið og pikkið sem hverfur Við skulum búa til ímyndaða heimsókn til heimilislæknisins. Starfsmaður í versluninni X hittir lækni og biður um veikindavottorð vegna flensu. Læknirinn skoðar sjúklinginn, ákveður að skrifa upp út púst ásamt hóstastillandi sem viðkomandi á að taka samkvæmt leiðbeiningum í nokkra daga. Til viðbótar gefur læknirinn út veikindavottorð. Til þess að ná öllu ofangreindu, og það innan tímarammans sem læknirinn hefur, reynir læknirinn að slá inn upplýsingar í kerfið um leið og samtalið fer fram, eða strax á eftir. Fyrir ímyndaða dæmið okkar þýðir þetta: Læknirinn skráir sjúkdómseinkenni viðkomandi. Hann skráir dagsetningar og upplýsingar fyrir veikindavottorð og dagsetningar fyrir hverja tilvísun í lyfjagátt. Allt þetta þýðir: Pikk, pikk, pikk til að skrá. Klikk, klikk, klikk til að samþykkja. Það sorglega er þó það sem læknirinn segir næst. Samt er það í raun sjúklingurinn sjálfur sem maður hefur mestan áhuga á að einbeita sér að, en ekki skrifræðið sem fylgir því að starfa sem læknir.“ Ívar segir það til dæmis staðreynd að það að skrá ekki upplýsingar nánast jafnóðum í kerfið þegar sjúklingar eru í heimsókn þýðir að læknar séu fljótt komnir á eftir áætlun í almennt þétt skipaðri dagskrá. Ívar segir Skríbuna auðvitað ekki óskeikula en gervigreindin geti líka verið liður í því að tryggja ákveðið öryggi. „Í tveggja manna tali þarf ekki mikið til að einhverjar upplýsingar skolist til. Gervigreindin skráir hins vegar allt sem sagt er, sem þýðir að ef til dæmis sjúklingur segir eitthvað sem læknir nær ekki að fanga grípur kerfið það og skráir en læknirinn fer yfir skráninguna og ýmist leiðréttir eða samþykkir.“ Careflux hópurinn, efri röð fv.: Erla Kristín Arnalds, Dagur Þórisson, Hrafn Loftsson, Stefán Ólafsson. Neðri röð fv.: Ívar Elí Sveinsson, Logi, Haraldsson, Sigurður Gunnar Njálsson og Steindór Oddur Ellertsson.Vísir/Vilhelm Enn stærri tækifæri Ívar segir það seinni tíma mál að þróa Skríbu þannig að hún geti gert enn fleira. „Til dæmis að greina einkenni sjúkdóma.“ Sú tækni sé þegar í notkun víða erlendis. „Í Bandaríkjunum er meira að segja byrjað að gera tilraunir með gervigreind sem sjúkdómsgreinir ekki aðeins með því að skrá orð og upplýsingar úr viðtali, heldur styðst hún líka við tónblæ og tilfinningar sem koma fram í viðtölunum.“ Hjá Careflux sé keppikeflið hins vegar að koma Skríbu í notkun hjá sem flestum heilsugæslum og þróa hana áfram í samvinnu við notendur. „Við erum að nota hana núna með læknum, sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum.“ Tækifærin til hagræðingar eru mikil. Allt sem létti á álagi endi með að sparast sem kostnaður. „Þú getur ímyndað þér tímasparnaðinn sem það gæti verið fyrir stór símaver eins og 1700-símann ef gervigreindin myndi sjá um að skrá niður öll samtöl svo starfsfólkið þar geti meira einbeitt sér að samtölunum við skjólstæðinga en ekki kerfið sem slíkt.“ Ívar segir tækniþróunina hraða í heilbrigðisgeiranum og þar sé mikil gróska. Hættan sé þó sú að regluverkið nái ekki að hlaupa í takt við hraða tækniframfara og fyrir vikið dragist Ísland meira aftur úr.Vísir/Vilhelm Að þróun Skríbunnar standa að mestu heilbrigðismenntað fólk en það eru auk Ívars Alexander Elfarsson, sérfræðingur í heimilislækningum, Sigurður Gunnar Njálsson forritari og Eygló Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur. Auk stofnendanna Steindórs og Hrafns. „Sem læknir er Steindór sérmenntaður í gervigreind og upphaflega hitti ég hann til að ræða almennt um hvernig gervigreindin gæti nýst í störfum lækna í framtíðinni,“ segir Ívar þegar hann rifjar upp sína fyrstu aðkomu að verkefninu. „Fljótt vorum við búnir að steingleyma að ætlunin væri almennt spjall og gleymdum okkur þess í stað að ræða hvernig gervigreindin gæti sparað okkur verulegan tíma og álag sem læknar alla daga að skrá svona mikið magn af upplýsingum í kringum hvern sjúkling.“ Þegar heilbrigðisráðuneytið reið á vaðið með nýsköpunarhraðal í samstarfi við KLAK, var ákveðið að Careflux myndi tefla fram Skríbunni sem nýsköpunarverkefni. „Sem var frábært því við vorum ekki aðeins að skerpa á því verkefni heldur upplifðum við líka hversu mikil gróska er í heilsutengdri nýsköpun á Íslandi,“ segir Ívar og nefnir dæmi um vörur og þjónustu sem kynnt voru á hraðlinum. „Á heilsugæslunni á Kirkjusandi erum við til dæmis þegar að nota kerfi frá LifeTrack og BATA-meðferðarkerfið sem Rekovy er að þróa.“ Vandinn sé því ekki gróskan eða tækniframfarirnar. Heldur frekar kerfið sem slíkt. Ég er alla vega ekki að búast við neinni byltingu í heilbrigðiskerfinu vegna þess að regluverkið sjálft er ekki að ná að hlaupa eins hratt og tækniframfarirnar sjálfar.“ Þetta sé nú þegar farið að skapa vandamál og tafir og Careflux sé einn þeirra aðila í nýsköpun sem séu að verða fyrir því. Ívar segir stjórnvöld þó meðvituð um breytingarnar fram undan. Nú þegar sé til dæmis hópur að vinna að stafrænni heilsu sem framtíðarstefnu fyrir Ísland. „Heildarstefna tekur hins vegar langan tíma og því þarf að reyna að finna leið til að leysa úr málum á meðan verið er að móta heildarstefnuna.“ Að þessu sögðu segir Ívar það samt mikilvægt að allt tengt gervigreind og nýsköpun fylgi eftir reglum í hvívetna, til dæmis varðandi persónuvernd. „Við byrjum til dæmis alltaf á því að fá skriflegt samþykki hjá skjólstæðingum um að það megi taka samtalið upp,“ útskýrir Ívar þegar hann lýsir notkuninni á Skríbu. „Hraðinn er hins vegar orðinn þannig í nýsköpun og tækni að ef Ísland á ekki að dragast enn lengra aftur úr þarf að finna einhverja einfaldari leið til að tryggja hraðari framgang. Að nýsköpunaraðilar þurfi að tala við mjög margar stofnanir fyrir hina einföldustu hluti er dæmi um hvernig regluverkið er líklegt til að hægja á þeim tækifærum sem nú þegar eru til staðar til að létta á heilbrigðiskerfinu.“
Nýsköpun Tækni Heilsa Heilsugæsla Tengdar fréttir Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02 Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02 Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ „Það hafa margir haldið að við værum frá verðlagseftirliti ASÍ!“ segja hjónin Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir, stofnendur LifeTrack og skella upp úr. Enda oft hlegið í samtalinu við þau, þótt líka kveði á alvarlegri undirtón. 12. febrúar 2025 07:00
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00
Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ „En þá var ég reyndar farin að gera mér grein fyrir að eflaust væri ég of viðkvæm fyrir hefðbundna læknastarfið,“ segir Steinunn Sara Helgudóttir, doktor í taugahrörnunarsjúkdómum, þegar hún rifjar upp u-beygju sem hún tók um árið í sinni menntun. 22. september 2025 07:02
Íslensk á lista Forbes: Til dæmis hægt að hjálpa lömuðum að ganga Það er magnað að heyra Gretu Preatoni ræða starf sitt. Til dæmis þegar hún er að segja frá því hvernig hægt er að hjálpa lömuðu fólki að ganga á ný. Eða að draga úr sársauka og auka á snertifilfinningu fólks sem hefur misst útlimi. Allt með aðstoð gervigreindar og nýjustu tækni. 29. maí 2023 07:02
Nýtt app: „Það gat tekið mömmu hálfan daginn að hafa samband við alla“ „Með appi í símanum fá skjólstæðingar, fjölskyldur þeirra og allir sem koma að umönnun viðkomandi upplýsingar á einum stað um til dæmis þjónustu sem á að veita, hver sér um hvað, lyfjagjafir og fleira,“ segir Finnur segir Finnur Pálmi Magnússon, framkvæmdastjóri dala.care en fyrirtækið hefur þróað stafrænar lausnir fyrir heimaþjónustu. 8. febrúar 2024 07:01
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent