Sundabraut á forsendum Reykvíkinga 15. janúar 2026 09:45 Sundabraut er eitt allra stærsta samgönguverkefni sem Reykjavík hefur staðið frammi fyrir í áratugi. Hún vekur sterk viðbrögð, sumir sjá í henni lausn á umferðavanda en aðrir óttast áhrif hennar á borgina og lífsgæði íbúa. Ég hef sjálf haft áhyggjur af neikvæðum áhrifum hennar á Reykjavík. Þess vegna skiptir útfærslan öllu máli. Forsenda vinnunnar er viljayfirlýsing ríkisins og Reykjavíkurborgar frá árinu 2021. Þar er kveðið skýrt á um að verkefnið skuli byggja á vönduðu umhverfismati, samanburði valkosta, mati á þróun án Sundabrautar, samráði við íbúa og mótvægisaðgerðum til að mæta mögulegum neikvæðum áhrifum. Þetta eru ekki aukaatriði, heldur grunnforsendur. Í viljayfirlýsingunni er lögð rík áhersla á að endanlegt leiðarval byggi á valkostagreiningu þar sem áhrif á íbúðahverfi eru metin samhliða mati á hvernig megi bregðast við breytingum á umferð og mögulegum neikvæðum áhrifum á hverfi á áhrifasvæði Sundabrautar. Þetta skiptir öllu máli. Umræðan um Sundabraut er ekki komin á þann stað að íbúar eða yfirvöld geti tekið upplýsta afstöðu til valkosta. Enn vantar heildstæða umfjöllun um mismunandi valkosti út frá áhrifum þeirra í samhengi við raunhæfar mótvægisaðgerðir. Samráð við íbúa á að vera lykilþáttur í þessu verkefni og íbúar hafa eðlilegar áhyggjur sem þarf að taka alvarlega. Ennfremur vantar þessar nauðsynlegu upplýsingar til að hægt sé að mynda sér upplýsta afstöðu. Ég skil vel áhyggjur íbúa, hvort sem er í Laugardal, Grafarvogi, Gufunesi eða annars staðar. Ég er sjálf íbúi í Grafarvogi og veit hversu mikil áhrif stórar samgönguframkvæmdir geta haft á daglegt líf fólks. Meginforsenda fyrir mig er sú að Sundabraut risti ekki hverfi í sundur. Slík útfærsla gengur gegn þeirri borgarstefnu sem Reykjavík hefur markað um heilnæmt, öruggt og mannvænt umhverfi. Þess vegna hef ég í samtölum mínum við Vegagerðina ítrekað lagt áherslu á að horfa til lausna og mótvægisaðgerða. Mótvægisaðgerðir gætu meðal annars verið fleiri stokkar, göng, að endurhanna götur sem hlykkjóttar borgargötur sem yrðu óaðlaðandi fyrir gegnumakstur, endurskoða ljósastýringar og jafnvel fjölga botnlöngum til að koma í veg fyrir gegnumakstur alfarið. Vel hannaðar mótvægisaðgerðir skipta íbúa í Reykjavík miklu máli og allt þetta kostar og sá kostnaður verður Sundabrautarverkefnið að bera. Mótvægisaðgerðir eru hluti af því verkefni sem Sundabrautin er og það þarf að taka tillit til þeirra þegar kemur að ákvarðanatöku, skipulagi og fjármögnun. Lífsgæði Reykvíkinga eru í húfi. Það vill enginn búa við hraðbraut í gegnum sitt hverfi. Íbúar vilja göngu- og hjólavænt, öruggt og heilnæmt umhverfi. Það er stefna Reykjavíkur og hún verður að endurspeglast í útfærslu Sundabrautar. Vegagerðin getur ekki ein valið leið út frá hagræði eða kostnaði einum saman. Verkefnið verður að byggja á sátt, samráði og þeim skuldbindingum sem þegar liggja fyrir. Ábyrgð borgarstjórnar er að tryggja að hagsmunir Reykvíkinga séu hafðir að leiðarljósi. Sundabraut mun stytta ferðir, tengja Vesturland og Suðurland og auka fýsileika þess að búa utan höfuðborgarsvæðisins og vinna í Reykjavík. En fyrir okkur sem búum í borginni skiptir mestu máli hvernig brugðist er við mögulegum neikvæðum áhrifum. Sundabraut má ekki skemma Reykjavík. Hún verður að bæta líf Reykvíkinga. Sundabraut þarf að vera á forsendum Reykvíkinga. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verður 24. janúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sundabraut Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sundabraut er eitt allra stærsta samgönguverkefni sem Reykjavík hefur staðið frammi fyrir í áratugi. Hún vekur sterk viðbrögð, sumir sjá í henni lausn á umferðavanda en aðrir óttast áhrif hennar á borgina og lífsgæði íbúa. Ég hef sjálf haft áhyggjur af neikvæðum áhrifum hennar á Reykjavík. Þess vegna skiptir útfærslan öllu máli. Forsenda vinnunnar er viljayfirlýsing ríkisins og Reykjavíkurborgar frá árinu 2021. Þar er kveðið skýrt á um að verkefnið skuli byggja á vönduðu umhverfismati, samanburði valkosta, mati á þróun án Sundabrautar, samráði við íbúa og mótvægisaðgerðum til að mæta mögulegum neikvæðum áhrifum. Þetta eru ekki aukaatriði, heldur grunnforsendur. Í viljayfirlýsingunni er lögð rík áhersla á að endanlegt leiðarval byggi á valkostagreiningu þar sem áhrif á íbúðahverfi eru metin samhliða mati á hvernig megi bregðast við breytingum á umferð og mögulegum neikvæðum áhrifum á hverfi á áhrifasvæði Sundabrautar. Þetta skiptir öllu máli. Umræðan um Sundabraut er ekki komin á þann stað að íbúar eða yfirvöld geti tekið upplýsta afstöðu til valkosta. Enn vantar heildstæða umfjöllun um mismunandi valkosti út frá áhrifum þeirra í samhengi við raunhæfar mótvægisaðgerðir. Samráð við íbúa á að vera lykilþáttur í þessu verkefni og íbúar hafa eðlilegar áhyggjur sem þarf að taka alvarlega. Ennfremur vantar þessar nauðsynlegu upplýsingar til að hægt sé að mynda sér upplýsta afstöðu. Ég skil vel áhyggjur íbúa, hvort sem er í Laugardal, Grafarvogi, Gufunesi eða annars staðar. Ég er sjálf íbúi í Grafarvogi og veit hversu mikil áhrif stórar samgönguframkvæmdir geta haft á daglegt líf fólks. Meginforsenda fyrir mig er sú að Sundabraut risti ekki hverfi í sundur. Slík útfærsla gengur gegn þeirri borgarstefnu sem Reykjavík hefur markað um heilnæmt, öruggt og mannvænt umhverfi. Þess vegna hef ég í samtölum mínum við Vegagerðina ítrekað lagt áherslu á að horfa til lausna og mótvægisaðgerða. Mótvægisaðgerðir gætu meðal annars verið fleiri stokkar, göng, að endurhanna götur sem hlykkjóttar borgargötur sem yrðu óaðlaðandi fyrir gegnumakstur, endurskoða ljósastýringar og jafnvel fjölga botnlöngum til að koma í veg fyrir gegnumakstur alfarið. Vel hannaðar mótvægisaðgerðir skipta íbúa í Reykjavík miklu máli og allt þetta kostar og sá kostnaður verður Sundabrautarverkefnið að bera. Mótvægisaðgerðir eru hluti af því verkefni sem Sundabrautin er og það þarf að taka tillit til þeirra þegar kemur að ákvarðanatöku, skipulagi og fjármögnun. Lífsgæði Reykvíkinga eru í húfi. Það vill enginn búa við hraðbraut í gegnum sitt hverfi. Íbúar vilja göngu- og hjólavænt, öruggt og heilnæmt umhverfi. Það er stefna Reykjavíkur og hún verður að endurspeglast í útfærslu Sundabrautar. Vegagerðin getur ekki ein valið leið út frá hagræði eða kostnaði einum saman. Verkefnið verður að byggja á sátt, samráði og þeim skuldbindingum sem þegar liggja fyrir. Ábyrgð borgarstjórnar er að tryggja að hagsmunir Reykvíkinga séu hafðir að leiðarljósi. Sundabraut mun stytta ferðir, tengja Vesturland og Suðurland og auka fýsileika þess að búa utan höfuðborgarsvæðisins og vinna í Reykjavík. En fyrir okkur sem búum í borginni skiptir mestu máli hvernig brugðist er við mögulegum neikvæðum áhrifum. Sundabraut má ekki skemma Reykjavík. Hún verður að bæta líf Reykvíkinga. Sundabraut þarf að vera á forsendum Reykvíkinga. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í forvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem verður 24. janúar.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun