Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2026 16:34 Mexíkóskir hermenn að störfum eftir að vopnaðir menn hófu skothríð á bílalest sjóhers landsins í Aguaruto í Culiacan. Getty/Jesus Verdugo Yfirvöld í Bandaríkjunum setja sífellt meiri þrýsting á ráðamenn í Mexíkó svo þeir hleypi bandarískum hermönnum inn í landið. Þar vilja Bandaríkjamenn nota þá í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum sem framleiða og flytja mikið magn fíkniefna til Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi viljað fá að beita hernum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Hann vill sérstaklega beita sér gegn samtökum sem framleiða og flytja fentanýl til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lögðu þetta fyrst fram við ráðamenn í Mexíkó snemma á síðasta ári. Þá vildu yfirvöld í Mexíkó ekki taka í mál að hleypa bandarískum hermönnum inn í landið. Sjá einnig: Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Tilboðinu var svo aftur varpað fram í byrjun þess árs, eftir að bandarískir hermenn gerðu áhlaup í Caracas, höfuðborg Venesúela, og numu Nicolás Maduro, forseta, á brott. New York Times segir háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu hafa þrýst á embættismenn í Mexíkó. Bandaríkjamenn vilja fá að senda bandaríska sérsveitarmenn, eða útsendara Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með mexíkóskum hermönnum og löggæslumönnum í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum, sérstaklega staði þar sem fentanýl er framleitt. Vilja ekki taka á móti hermönnum Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, hefur ítrekað sagt að stjórnvöld landsins séu tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn fíkniefnasamtökum, sem sum eru gífurlega stór og valdamikil, en ekki komi til greina að taka á móti bandarískum hermönnum. Bandaríkjamenn hafa skilgreint mörg þessara samtaka sem hryðjuverkasamtök. Sheinbaum talaði síðast við Trump í síma á mánudaginn og á blaðamannafundi eftir það sagði hún að hann nefni bandaríska hermenn í flestum samtölum þeirra. Hún segi honum þá að það sé óþarfi og að hann hlusti á röksemdarfærslur hennar. Mark Esper, einn af varnarmálaráðherrum Trumps á fyrra kjörtímabili hans, sagði frá því í bók sem hann skrifaði að Trump hefði stungið upp á því að skjóta eldflaugum að Mexíkó. Þær væri hægt að nota til að þurrka út fíkniefnaframleiðendur og verksmiðjur þeirra. Þetta mun Trump hafa lagt til minnst tvisvar sinnum. Sjá einnig: Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Trump sagði í síðustu viku að gera þyrfti meira til að sporna gegn fíkniefnasmygli frá Mexíkó og það stæði til. „Við höfum stöðvað 97 prósent af fíkniefnunum sem koma yfir vatn og við ætlum að byrja núna að ráðast á land, með tilliti til fíkniefnasamtakanna,“ sagði Trump í viðtali við Fox News. Hann sagði þessi glæpasamtök stjórna Mexíkó. Það væri sorglegt að sjá ástandið þar og að samtökin væru að bana allt að þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamönnum á ári hverju. Claudia Sheinbaum, hefur ekki viljað taka á móti bandarískum hermönnum.Getty/Gerardo Vieyra Leita verksmiðja með drónum CIA hefur frá því í forsetatíð Joes Biden, forvera Trumps, flogið eftirlitsdrónum yfir Mexíkó í leit að fentanýlverksmiðjum. Þær mun vera mjög svo erfitt að finna þar sem útblástur frá þeim er lítill og þær þurfa ekki mikið pláss, öfugt við verksmiðjur þar sem kókaín og metamfetamín er framleitt. Sjá einnig: CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Drónarnir hafa verið notaðir til að fylgjast með flutningi efna sem nauðsynleg eru við framleiðslu fentanýls. Þau efni eru að mestu leyti keypt frá Kína og flutt um borð í skipum til Mexíkó. Bandaríkjamenn reyna að nota dróna til að finna verksmiðjur með því að fylgja efnasendingunum eftir. Samkvæmt New York Times er þeim upplýsingum svo deilt með yfirvöldum í Mexíkó og sérsveitir þar, sem oft eru þjálfaðar í Bandaríkjunum, gera áhlaup á verksmiðjurnar. Bandaríkjamenn vilja að bandarískir hermenn fari með í þau áhlaup en samkvæmt tillögum Trump-liða myndu Mexíkóar áfram stjórna þeim. Mexíkó Bandaríkin Hernaður Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lengi viljað fá að beita hernum gegn glæpasamtökum í Mexíkó. Hann vill sérstaklega beita sér gegn samtökum sem framleiða og flytja fentanýl til Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn lögðu þetta fyrst fram við ráðamenn í Mexíkó snemma á síðasta ári. Þá vildu yfirvöld í Mexíkó ekki taka í mál að hleypa bandarískum hermönnum inn í landið. Sjá einnig: Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Tilboðinu var svo aftur varpað fram í byrjun þess árs, eftir að bandarískir hermenn gerðu áhlaup í Caracas, höfuðborg Venesúela, og numu Nicolás Maduro, forseta, á brott. New York Times segir háttsetta embættismenn í Hvíta húsinu hafa þrýst á embættismenn í Mexíkó. Bandaríkjamenn vilja fá að senda bandaríska sérsveitarmenn, eða útsendara Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) með mexíkóskum hermönnum og löggæslumönnum í áhlaup gegn fíkniefnasamtökum, sérstaklega staði þar sem fentanýl er framleitt. Vilja ekki taka á móti hermönnum Claudia Sheinbaum, forseti Mexíkó, hefur ítrekað sagt að stjórnvöld landsins séu tilbúin til að vinna með Bandaríkjamönnum í baráttunni gegn fíkniefnasamtökum, sem sum eru gífurlega stór og valdamikil, en ekki komi til greina að taka á móti bandarískum hermönnum. Bandaríkjamenn hafa skilgreint mörg þessara samtaka sem hryðjuverkasamtök. Sheinbaum talaði síðast við Trump í síma á mánudaginn og á blaðamannafundi eftir það sagði hún að hann nefni bandaríska hermenn í flestum samtölum þeirra. Hún segi honum þá að það sé óþarfi og að hann hlusti á röksemdarfærslur hennar. Mark Esper, einn af varnarmálaráðherrum Trumps á fyrra kjörtímabili hans, sagði frá því í bók sem hann skrifaði að Trump hefði stungið upp á því að skjóta eldflaugum að Mexíkó. Þær væri hægt að nota til að þurrka út fíkniefnaframleiðendur og verksmiðjur þeirra. Þetta mun Trump hafa lagt til minnst tvisvar sinnum. Sjá einnig: Stakk upp á að skjóta eldflaugum á Mexíkó Trump sagði í síðustu viku að gera þyrfti meira til að sporna gegn fíkniefnasmygli frá Mexíkó og það stæði til. „Við höfum stöðvað 97 prósent af fíkniefnunum sem koma yfir vatn og við ætlum að byrja núna að ráðast á land, með tilliti til fíkniefnasamtakanna,“ sagði Trump í viðtali við Fox News. Hann sagði þessi glæpasamtök stjórna Mexíkó. Það væri sorglegt að sjá ástandið þar og að samtökin væru að bana allt að þrjú hundruð þúsund Bandaríkjamönnum á ári hverju. Claudia Sheinbaum, hefur ekki viljað taka á móti bandarískum hermönnum.Getty/Gerardo Vieyra Leita verksmiðja með drónum CIA hefur frá því í forsetatíð Joes Biden, forvera Trumps, flogið eftirlitsdrónum yfir Mexíkó í leit að fentanýlverksmiðjum. Þær mun vera mjög svo erfitt að finna þar sem útblástur frá þeim er lítill og þær þurfa ekki mikið pláss, öfugt við verksmiðjur þar sem kókaín og metamfetamín er framleitt. Sjá einnig: CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Drónarnir hafa verið notaðir til að fylgjast með flutningi efna sem nauðsynleg eru við framleiðslu fentanýls. Þau efni eru að mestu leyti keypt frá Kína og flutt um borð í skipum til Mexíkó. Bandaríkjamenn reyna að nota dróna til að finna verksmiðjur með því að fylgja efnasendingunum eftir. Samkvæmt New York Times er þeim upplýsingum svo deilt með yfirvöldum í Mexíkó og sérsveitir þar, sem oft eru þjálfaðar í Bandaríkjunum, gera áhlaup á verksmiðjurnar. Bandaríkjamenn vilja að bandarískir hermenn fari með í þau áhlaup en samkvæmt tillögum Trump-liða myndu Mexíkóar áfram stjórna þeim.
Mexíkó Bandaríkin Hernaður Donald Trump Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent