Lífið

„Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sólrún er flogin til Mílanó.
Sólrún er flogin til Mílanó.

Fjarvera áhrifavaldsins Sólrúnar Diego í 35 ára afmæli Gurríar Jónsdóttur snyrtifræðings á Tenerife síðustu helgi vakti athygli enda þær miklar vinkonur. Sólrún er nú komin til Mílanó í skíðaferð með fjölskyldunni.

„Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég,“ skrifaði Sólrún við mynd af flugvél á Keflavíkurflugvelli í Instagram-hringrás sinni í gær. Seinna greindi hún frá því að hún væri komin upp á hótel á Mílanó og virðist vera þar í skíðaferð.

Vísir fjallaði í byrjun vikunar um 35 ára afmæli Gurríar á Tene og þá staðreynd að Sólrúnu Diego var hvergi að sjá. Þær stöllur halda úti hlaðvarpinu Spjallinu ásamt Línu Birgittu sem var að sjálfsögu mætt í afmælið.

Meðan afmælisgestir jöfnuðu sig á djamminu við tónlist Prettyboitjokkós, Hipsumhaps og Ingós veðurguðs var Sólrún heima hjá sér að þrífa úlpu og elda mexíkósúpu. Hún tjáði sig ekkert um afmælið en nú virðist sem hún hafi einfaldlega ekki haft tíma til að fara bæði til Tene og Mílanó.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.