Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar 16. janúar 2026 13:30 Mig langar til þess að tala um ofbeldi, fordóma og skort á sómakennd. Í fyrsta lagi skulum við kalla hlutina réttum nöfnum. Þegar fjölmiðlamaður á einum stærsta fjölmiðli landsins kallar rithöfund ljótum nöfnum, hæðist að útliti hennar og gerir lítið úr ævistarfi hennar er ástæða til þess að doka við. Þarna ræðst maðurinn að lífsviðurværi konunnar og í raun að kjarna tilveru hennar. Offita kvenna virðist vera eitt það versta sem hægt er að bera og í raun mun þyngra að bera en sjálf kílóin. Raunar er það eitt neðsta helvíti Dantes í samfélagsstiganum. Konur sem eru af einhverjum ástæðum of þungar fá mjög oft að heyra það, víða úr samfélaginu. Þær fá að heyra að ofþyngdin sé sjálfskaparvíti sem hljóti að hafa komið til af sinnuleysi, óhófi, stjórnleysi og eða enn verri eiginleikum. Þær eru óhæfar til alls og ofþyngdin vitnisburður um það. Of feitar konur eru líka merkilega ósýnilegar í samfélaginu, offitan leggst eins og huliðshjálmur á konurnar og þær mega hreinlega ekki vera sýnilegar. Í heilbrigðiskerfinu eru of þungar konur byrði. Sjúkdómar þeirra eða verkir eru ofþyngdinni að kenna og því er viðbragð lækna og annarra við þeirra beiðnum einfalt: Fyrst þarftu að léttast áður en ég get séð hvort eitthvað er að þér. Dæmin um þetta viðmót í heilbrigðiskerfinu eru mýmörg og á ég þar nokkur persónuleg. Þegar fjölmiðlamaðurinn er ekki að tala illa um útlit rithöfundarins þá telur hann það henni til vansa að hafa farið í megrun. Samfélagið er alltaf að segja of þungum konum að fara í megrun og raunar er heill iðnaður sem þrífst mjög vel hvað þetta varðar og sér í lagi í byrjun árs. En fari konur í megrun mega þær ekki fá hjálp, hvort sem það er með lyfjum eða með aðgerðum. Þá er hægt að setja út á þær fyrir það. Þær hafa svindlað og eiga halda áfram að bera skömmina sem fylgir ofþyngd. Ofþyngd er sjúkdómur. Sjúkdómur sem veldur ósýnileika, eins fjarstæðukennt og það hljómar. Orð þessa fjölmiðlamanns eru særandi og triggerandi. Ég get auðveldlega sett mig í spor hennar og fjölskyldu hennar. Það er að henni vegið og það á lágkúrulegan og ofbeldisfullan hátt. Að bera því við að þetta sé grín, skemmtidagskrá og á sama tíma að tala um að hann sé í raun að skjóta á þjóðina sem stríði við ofþyngd fer engan veginn saman. Hann játar að þetta sé á kostnað höfundarins en sér ekkert að því. Eins og sjá má þegar við lesum okkur til um andlegt ofbeldi: „Andlegt ofbeldi er notað til að brjóta manneskju markvisst niður og höggva í sjálfsmynd hennar og sjálfsvirðingu. Það er meðal annars gert með því að hóta, niðurlægja, barngera, einangra og ráðast að viðkomandi með orðum. Rugla í raunveruleikanum, meðal annars með því að segja að upplifanir manneskjunnar, útskýringar og túlkanir séu rangar eða að hún sé geðveik.“ Sjá grein á Heilsuveru um andlegt og félagslegt ofbeldi: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/ofbeldi-og-vanraeksla/andlegt-og-felagslegt-ofbeldi/ Ef barn í grunnskóla segði þetta um annað barn væri þetta flokkað sem einelti af alvarlegu tagi. Ef barnið segði að þetta væri nú bara grín vegna þess að Íslendingar væru svo feitir myndi barnið ekki sleppa með skrekkinn. Í öllum skólum eru eineltisteymi sem fara í aðgerðir fyrir fórnarlömb sem og gerendur. Ég spyr því, hver eru viðbrögð og aðgerðir fjölmiðla okkar þegar svona nokkuð kemur upp innan þeirra raða? Undanfarin ár og áratugi hefur ofbeldisfull orðræða og athugasemdir færst yfir á samfélagsmiðla. Þar birtast stundum svo ljótar og ömurlegar athugasemdir að manni verkjar. Mér finnst áhugavert að maðurinn hafi ekki sómakennd og sjái að sér. Því jú, það geta allir sagt eitthvað í hálfkæringi, eitthvað ljótt og leiðst út í neðanbeltisgrín. Að sýna auðmýkt og biðjast fyrirgefningar er ákveðin grundvallarstoð siðferðiskenndar í samfélagi voru. Það ætti að vera siðfræðingum ljóst. Þegar fólk bæði skylt og óskylt höfundinum ofbýður orðræða hans þá heldur hann áfram! Og það sem meira er, svarar með skætingi á síðum bróður hennar og sonar og heldur áfram að vega að hennar innsta kjarna með því að efast um uppeldishæfileika hennar. Ég verð að viðurkenna að ég varð orðlaus við lesturinn (en greinilega ekki alveg). Þetta gerir hann í skjóli tölvunnar heima hjá sér eða það sem verra er, fyrir aftan vinnutölvu á einum stærsta fjölmiðli landsins. Að ekki sé búin að koma formleg afsökunarbeiðni frá þessum fjölmiðli finnst mér til marks um ákveðið siðrof í samfélaginu gagnvart því sem gerist á „miðlunum“. Hvernig viljum við að börn okkar hafi sómakennd, sýni háttprýði og mannvirðingu þegar fullorðið fólk á launum sýnir svona hegðun á opinberum vettvangi. Virkir í athugasemdum er hugtak sem hefur orðið til um þetta form ofbeldis sem þessi fjölmiðlamaður gerðist sekur um. Virkir í athugasemdum er enn annar íverustaður í helvíti Dantes (sem Dante sá ekki fyrir), þar safnast fólk saman sem skýtur á samborgara sína á netinu, með mannfyrirlitningu, heimsku, fúkyrðum og andstyggð. Eins og þeir séu í annarri vídd þar sem venjulegar siðareglur í samskiptum eiga ekki við. Nei, þessir miðlar eru ekki bara til þess að óska fólki til hamingju með afmælið, monta sig af maraþonhlaupum eða sýna hvaða mat þú fékkst á veitingastaðnum. Nei því er nú verr og miður. Maðurinn er ljótur og fallegur og þessir miðlar endurspegla ljótleikann á sama hátt og hégómann og allt hitt sem við kennum við mennskuna. Þessi eineltismenning á miðlunum, sem hefur vaxið óþyrmilega að undanförnu samfara svokallaðri skautun má sjá á öllum stigum samfélagsins. Hún er t.d. mjög áberandi í alheimsmálunum eins og sjá má af verkum og tali vestan frá. Þegar sómakenndin er eignuð vinstra vókinu eða góða fólkinu er fjölmiðlamaðurinn að skjóta sig í löppina að mínum dómi. Því jú, það er til fólk sem býr yfir sómakennd, háttprýði og kurteisi sem er ekki vinstri sinnað eða vók. Og af hverju er allt í einu ljótt að vera góður? Því það sem fjölmiðlamaðurinn segir og heldur svo áfram að segja á samfélagsmiðlum er að ef þú getur ekki tekið „gríninu“ hans þá ertu ekkert nema „vinstri sinnaður vók asni“ eða hluti af „góða fólkinu“. Það er eitthvað kaldhæðnislegt við það að siðfræðingur telji þessa eiginleika vera til hnjóðs. Ég viðurkenni að ég streitist á móti því að berskjalda sjálfa mig í þessari grein, því ég eins og svo margir hef orðið fyrir barðinu á nákvæmlega svona ofbeldi og einelti. En mér finnst ekki hægt að láta þetta einelti óátalið bara af því þarna fer gagnkynhneigður hvítur karlmaður með vettvang eða „plateforme“ eins franskur félagi hans (Houellebecq) hefði orðað það. Upphefjum sómakenndina og háttprýðina í samfélaginu báðu megin ginnungagapsins. Höfundur heimspekilegur leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mig langar til þess að tala um ofbeldi, fordóma og skort á sómakennd. Í fyrsta lagi skulum við kalla hlutina réttum nöfnum. Þegar fjölmiðlamaður á einum stærsta fjölmiðli landsins kallar rithöfund ljótum nöfnum, hæðist að útliti hennar og gerir lítið úr ævistarfi hennar er ástæða til þess að doka við. Þarna ræðst maðurinn að lífsviðurværi konunnar og í raun að kjarna tilveru hennar. Offita kvenna virðist vera eitt það versta sem hægt er að bera og í raun mun þyngra að bera en sjálf kílóin. Raunar er það eitt neðsta helvíti Dantes í samfélagsstiganum. Konur sem eru af einhverjum ástæðum of þungar fá mjög oft að heyra það, víða úr samfélaginu. Þær fá að heyra að ofþyngdin sé sjálfskaparvíti sem hljóti að hafa komið til af sinnuleysi, óhófi, stjórnleysi og eða enn verri eiginleikum. Þær eru óhæfar til alls og ofþyngdin vitnisburður um það. Of feitar konur eru líka merkilega ósýnilegar í samfélaginu, offitan leggst eins og huliðshjálmur á konurnar og þær mega hreinlega ekki vera sýnilegar. Í heilbrigðiskerfinu eru of þungar konur byrði. Sjúkdómar þeirra eða verkir eru ofþyngdinni að kenna og því er viðbragð lækna og annarra við þeirra beiðnum einfalt: Fyrst þarftu að léttast áður en ég get séð hvort eitthvað er að þér. Dæmin um þetta viðmót í heilbrigðiskerfinu eru mýmörg og á ég þar nokkur persónuleg. Þegar fjölmiðlamaðurinn er ekki að tala illa um útlit rithöfundarins þá telur hann það henni til vansa að hafa farið í megrun. Samfélagið er alltaf að segja of þungum konum að fara í megrun og raunar er heill iðnaður sem þrífst mjög vel hvað þetta varðar og sér í lagi í byrjun árs. En fari konur í megrun mega þær ekki fá hjálp, hvort sem það er með lyfjum eða með aðgerðum. Þá er hægt að setja út á þær fyrir það. Þær hafa svindlað og eiga halda áfram að bera skömmina sem fylgir ofþyngd. Ofþyngd er sjúkdómur. Sjúkdómur sem veldur ósýnileika, eins fjarstæðukennt og það hljómar. Orð þessa fjölmiðlamanns eru særandi og triggerandi. Ég get auðveldlega sett mig í spor hennar og fjölskyldu hennar. Það er að henni vegið og það á lágkúrulegan og ofbeldisfullan hátt. Að bera því við að þetta sé grín, skemmtidagskrá og á sama tíma að tala um að hann sé í raun að skjóta á þjóðina sem stríði við ofþyngd fer engan veginn saman. Hann játar að þetta sé á kostnað höfundarins en sér ekkert að því. Eins og sjá má þegar við lesum okkur til um andlegt ofbeldi: „Andlegt ofbeldi er notað til að brjóta manneskju markvisst niður og höggva í sjálfsmynd hennar og sjálfsvirðingu. Það er meðal annars gert með því að hóta, niðurlægja, barngera, einangra og ráðast að viðkomandi með orðum. Rugla í raunveruleikanum, meðal annars með því að segja að upplifanir manneskjunnar, útskýringar og túlkanir séu rangar eða að hún sé geðveik.“ Sjá grein á Heilsuveru um andlegt og félagslegt ofbeldi: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/ofbeldi-og-vanraeksla/andlegt-og-felagslegt-ofbeldi/ Ef barn í grunnskóla segði þetta um annað barn væri þetta flokkað sem einelti af alvarlegu tagi. Ef barnið segði að þetta væri nú bara grín vegna þess að Íslendingar væru svo feitir myndi barnið ekki sleppa með skrekkinn. Í öllum skólum eru eineltisteymi sem fara í aðgerðir fyrir fórnarlömb sem og gerendur. Ég spyr því, hver eru viðbrögð og aðgerðir fjölmiðla okkar þegar svona nokkuð kemur upp innan þeirra raða? Undanfarin ár og áratugi hefur ofbeldisfull orðræða og athugasemdir færst yfir á samfélagsmiðla. Þar birtast stundum svo ljótar og ömurlegar athugasemdir að manni verkjar. Mér finnst áhugavert að maðurinn hafi ekki sómakennd og sjái að sér. Því jú, það geta allir sagt eitthvað í hálfkæringi, eitthvað ljótt og leiðst út í neðanbeltisgrín. Að sýna auðmýkt og biðjast fyrirgefningar er ákveðin grundvallarstoð siðferðiskenndar í samfélagi voru. Það ætti að vera siðfræðingum ljóst. Þegar fólk bæði skylt og óskylt höfundinum ofbýður orðræða hans þá heldur hann áfram! Og það sem meira er, svarar með skætingi á síðum bróður hennar og sonar og heldur áfram að vega að hennar innsta kjarna með því að efast um uppeldishæfileika hennar. Ég verð að viðurkenna að ég varð orðlaus við lesturinn (en greinilega ekki alveg). Þetta gerir hann í skjóli tölvunnar heima hjá sér eða það sem verra er, fyrir aftan vinnutölvu á einum stærsta fjölmiðli landsins. Að ekki sé búin að koma formleg afsökunarbeiðni frá þessum fjölmiðli finnst mér til marks um ákveðið siðrof í samfélaginu gagnvart því sem gerist á „miðlunum“. Hvernig viljum við að börn okkar hafi sómakennd, sýni háttprýði og mannvirðingu þegar fullorðið fólk á launum sýnir svona hegðun á opinberum vettvangi. Virkir í athugasemdum er hugtak sem hefur orðið til um þetta form ofbeldis sem þessi fjölmiðlamaður gerðist sekur um. Virkir í athugasemdum er enn annar íverustaður í helvíti Dantes (sem Dante sá ekki fyrir), þar safnast fólk saman sem skýtur á samborgara sína á netinu, með mannfyrirlitningu, heimsku, fúkyrðum og andstyggð. Eins og þeir séu í annarri vídd þar sem venjulegar siðareglur í samskiptum eiga ekki við. Nei, þessir miðlar eru ekki bara til þess að óska fólki til hamingju með afmælið, monta sig af maraþonhlaupum eða sýna hvaða mat þú fékkst á veitingastaðnum. Nei því er nú verr og miður. Maðurinn er ljótur og fallegur og þessir miðlar endurspegla ljótleikann á sama hátt og hégómann og allt hitt sem við kennum við mennskuna. Þessi eineltismenning á miðlunum, sem hefur vaxið óþyrmilega að undanförnu samfara svokallaðri skautun má sjá á öllum stigum samfélagsins. Hún er t.d. mjög áberandi í alheimsmálunum eins og sjá má af verkum og tali vestan frá. Þegar sómakenndin er eignuð vinstra vókinu eða góða fólkinu er fjölmiðlamaðurinn að skjóta sig í löppina að mínum dómi. Því jú, það er til fólk sem býr yfir sómakennd, háttprýði og kurteisi sem er ekki vinstri sinnað eða vók. Og af hverju er allt í einu ljótt að vera góður? Því það sem fjölmiðlamaðurinn segir og heldur svo áfram að segja á samfélagsmiðlum er að ef þú getur ekki tekið „gríninu“ hans þá ertu ekkert nema „vinstri sinnaður vók asni“ eða hluti af „góða fólkinu“. Það er eitthvað kaldhæðnislegt við það að siðfræðingur telji þessa eiginleika vera til hnjóðs. Ég viðurkenni að ég streitist á móti því að berskjalda sjálfa mig í þessari grein, því ég eins og svo margir hef orðið fyrir barðinu á nákvæmlega svona ofbeldi og einelti. En mér finnst ekki hægt að láta þetta einelti óátalið bara af því þarna fer gagnkynhneigður hvítur karlmaður með vettvang eða „plateforme“ eins franskur félagi hans (Houellebecq) hefði orðað það. Upphefjum sómakenndina og háttprýðina í samfélaginu báðu megin ginnungagapsins. Höfundur heimspekilegur leiðsögumaður.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun