Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar 20. janúar 2026 08:46 Þvert á það sem haldið hefur verið fram benda gögn Reykjavíkurborgar til þess að bílastæðum við Suðurlandsbraut muni fækka verulega. En vegna upplýsingaóreiðu í málinu var ekkert annað að gera en að telja þau. Til þess er hægt að nota loftmyndir og gögn borgarinnar og mæta á staðinn. Samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar í Borgarvefsjá eru 1.411 bílastæði á lóðum við Suðurlandsbraut. Að vísu ná þrjár lóðir upp í Ármúla, hús númer 16, 28 og 32 við Suðurlandsbraut. 274 bílastæði sem talin eru með bílastæðum við „Suðurlandsbraut“ eru því við Ármúla eða Vegmúla. Ef við drögum þau bílastæði frá, standa eftir 1.137 stæði við Suðurlandsbraut. Stæðin sem viðskiptavinir nota Fyrir framan húsin á Suðurlandsbraut, á því svæði sem viðskiptavinir fyrirtækjanna við Suðurlandsbraut sækja helst, eru nú 540 bílastæði. Samkvæmt talningu á loftmyndum og gögnum Reykjavíkurborgar í Borgarvefsjá eru 194 bílastæði í borgarlandi og 346 bílastæði á lóðum lóðarhafa, þ.e. á lóðum húseigandanna. Af þeim 540 stæðum sem eru beint fyrir framan húsin, þar sem viðskiptavinir vilja nýta þau, munu 345 stæði hverfa eða ónýtast. Það er 64% niðurskurður á aðgengi viðskiptavina og þeirra sem þurfa að sækja þjónustu í húsin við Suðurlandsbraut. Því til viðbótar þarf að hafa í huga að til stendur að afnema núverandi og hagkvæm skástæði og breyta þeim í mun færri samsíða stæði. Raunveruleg fækkun verður því líklega ríflega 70% ef ekki meiri. Myndirnar sýna áhrifin Breytingarnar má sjá á myndinni hér að neðan. Vinstra megin er loftmynd af Suðurlandsbraut 6. Gula línan sem sker bílastæðið markar óðarmörk; ofan línu er borgarland, neðan er lóð sem lóðarhafar bera ábyrgð á og eru með lóðarleigusamning við borgina til 50 ára. Myndin hægra megin er af sama svæði úr deiliskipulagsgögnunum. Mörk deiliskipulagsins, svarta brotalínan, liggur að lóðarmörkum. Við samanburð myndanna er hægt að telja 12 stæði í borgarlandi til móts við lóðina, 24 stæði inni á lóð, en það sem líka sést er að helmingur þeirra stæða verður óaðgengilegur. Sum er skorin að hluta en að öðrum verður ekki hægt að komast að. Suðurlandsbraut 6. Vinstra megin má sjá núverandi ástand; gula línan markar lóðarmörk þar sem borgarland mætir einkalóð. Hægra megin er nýtt deiliskipulag. Myndirnar sýna hvernig nýja skipulagið þrengir að lóðinni þannig að fjöldi stæða sem áður voru aðgengileg verður nú ónothæfur. Það má líka sýna myndina samanlagða til að sýna hvernig skipulagið leggst ofan á loftmyndina og þurrkar upp stæðin við Suðurlandsbraut. Þannig fækkar stæðum á lóðum og þegar hver og ein lóð er skoðuð kemur í ljós að 151 bílastæði á lóð ónýtist en 182 stæði eru mögulega eftir. Af 1.137 bílastæðum við Suðurlandsbraut 4–32, víkja því 194 í borgarlandi, 151 á lóð. Þá eru 792 bílastæði eftir (1.137 – 194 – 151 = 792) fyrir vinnustaði, verslanir og þjónustu. Aðstaðan við Suðurlandsbraut verður eflaust fallegri, það er rétt, en þessi leið til að ná fram breytingum er ekki boðleg. Hvar eru upplýsingarnar? Ekkert kemur fram í deiliskipulagsgögnum um áhrif þess á bílastæði við Suðurlandsbraut, nema fullyrðingin um að „ekki er gert ráð fyrir neinum bílastæðum innan deiliskipulagsmarkanna“. Þetta er villandi, það er rétt að engin stæði verði innan markanna en ekkert er fjallað um áhrif tillögunnar. Kjörnir fulltrúar, Reykvíkingar, húseigendur og rekstraraðilar þurfa að geta treyst þeim gögnum sem lögð eru fram. Ef gögnin eru gölluð eða hreinlega röng, hvernig eigum við þá að geta veitt nauðsynlegt aðhald eða tekið upplýstar ákvarðanir? Kjörnir fulltrúar sem eiga að taka afstöðu til þessa skipulags, hagaðilar, fyrirtækin og eigendur húsanna við Suðurlandsbraut, sem eiga að móta athugasemdir sínar við skipulagsáformin, fá engar upplýsingar um áhrifin. Til að reyna að átta sig á áhrifunum af deiliskipulagstillögunni þarf að rýna og spyrja en upplýsingarnar eru hér og þar og það þarf smá þekkingu til að komast til botns í þeim. Það er svo sem hlutverk okkar kjörinna fulltrúa, en væri ekki betra fyrir alla að birta bara hver áhrifin af deiliskipulaginu verður á nærumhverfi þess. Hverjar raunverulegar tölur eru um bílastæði á svæðinu og svara því svo af hverju það er svo mikið feimnismál að fara með réttar tölur? Svo má alltaf vera að gögnin sem borgin sýnir okkur, borgarfulltrúum og almenningi, séu ekki rétt, loftmyndir skakkar, talningar á stæðum rangar. En hvernig eigum við þá að geta veitt aðhald, hvernig eigum við að taka ákvarðanir ef gögnin eru gölluð? Hvert fer umferðin? Svo má að lokum geta að hvergi í gögnum deiliskipulagstillögunnar kemur fram hvert þeir 20 þúsund bílar sem nú aka Suðurlandsbraut á kaflanum milli Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar muni leita þegar umferðarrýmið helmingast. Hver verða áhrifin á umferð í Laugardal, Sundlaugarvegi, Laugarásvegi, Langholtsvegi, Ármúla og Háaleitisbraut? Svo einhverjar götur séu nefndar. Ekki gufar fólkið og bílarnir upp að óbreyttu. Það er mikilvægt að leggja fram gagnsæ og nákvæm gögn um skipulagsbreytingar. Það má og ætti að gera betur í þessu máli. Ekki er samt við starfsmenn borgarinnar eða það fagfólk sem vann tillöguna og greinargerðina að sakast. Það er hin pólitíska forysta borgarinnar sem ber ábyrgð á því hvernig þetta mál er framsett og fyrirkomið. Það er nauðsynlegt að áður en deiliskipulagið er samþykkt verði ljóst hvaða áhrif það mun hafa á þau svæði sem næst því eru og þau hverfi sem munu þurfa að taka við þeirri umferð sem breytt deiliskipulag mun hafa í för með sér. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Bílastæði Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarlína Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þvert á það sem haldið hefur verið fram benda gögn Reykjavíkurborgar til þess að bílastæðum við Suðurlandsbraut muni fækka verulega. En vegna upplýsingaóreiðu í málinu var ekkert annað að gera en að telja þau. Til þess er hægt að nota loftmyndir og gögn borgarinnar og mæta á staðinn. Samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar í Borgarvefsjá eru 1.411 bílastæði á lóðum við Suðurlandsbraut. Að vísu ná þrjár lóðir upp í Ármúla, hús númer 16, 28 og 32 við Suðurlandsbraut. 274 bílastæði sem talin eru með bílastæðum við „Suðurlandsbraut“ eru því við Ármúla eða Vegmúla. Ef við drögum þau bílastæði frá, standa eftir 1.137 stæði við Suðurlandsbraut. Stæðin sem viðskiptavinir nota Fyrir framan húsin á Suðurlandsbraut, á því svæði sem viðskiptavinir fyrirtækjanna við Suðurlandsbraut sækja helst, eru nú 540 bílastæði. Samkvæmt talningu á loftmyndum og gögnum Reykjavíkurborgar í Borgarvefsjá eru 194 bílastæði í borgarlandi og 346 bílastæði á lóðum lóðarhafa, þ.e. á lóðum húseigandanna. Af þeim 540 stæðum sem eru beint fyrir framan húsin, þar sem viðskiptavinir vilja nýta þau, munu 345 stæði hverfa eða ónýtast. Það er 64% niðurskurður á aðgengi viðskiptavina og þeirra sem þurfa að sækja þjónustu í húsin við Suðurlandsbraut. Því til viðbótar þarf að hafa í huga að til stendur að afnema núverandi og hagkvæm skástæði og breyta þeim í mun færri samsíða stæði. Raunveruleg fækkun verður því líklega ríflega 70% ef ekki meiri. Myndirnar sýna áhrifin Breytingarnar má sjá á myndinni hér að neðan. Vinstra megin er loftmynd af Suðurlandsbraut 6. Gula línan sem sker bílastæðið markar óðarmörk; ofan línu er borgarland, neðan er lóð sem lóðarhafar bera ábyrgð á og eru með lóðarleigusamning við borgina til 50 ára. Myndin hægra megin er af sama svæði úr deiliskipulagsgögnunum. Mörk deiliskipulagsins, svarta brotalínan, liggur að lóðarmörkum. Við samanburð myndanna er hægt að telja 12 stæði í borgarlandi til móts við lóðina, 24 stæði inni á lóð, en það sem líka sést er að helmingur þeirra stæða verður óaðgengilegur. Sum er skorin að hluta en að öðrum verður ekki hægt að komast að. Suðurlandsbraut 6. Vinstra megin má sjá núverandi ástand; gula línan markar lóðarmörk þar sem borgarland mætir einkalóð. Hægra megin er nýtt deiliskipulag. Myndirnar sýna hvernig nýja skipulagið þrengir að lóðinni þannig að fjöldi stæða sem áður voru aðgengileg verður nú ónothæfur. Það má líka sýna myndina samanlagða til að sýna hvernig skipulagið leggst ofan á loftmyndina og þurrkar upp stæðin við Suðurlandsbraut. Þannig fækkar stæðum á lóðum og þegar hver og ein lóð er skoðuð kemur í ljós að 151 bílastæði á lóð ónýtist en 182 stæði eru mögulega eftir. Af 1.137 bílastæðum við Suðurlandsbraut 4–32, víkja því 194 í borgarlandi, 151 á lóð. Þá eru 792 bílastæði eftir (1.137 – 194 – 151 = 792) fyrir vinnustaði, verslanir og þjónustu. Aðstaðan við Suðurlandsbraut verður eflaust fallegri, það er rétt, en þessi leið til að ná fram breytingum er ekki boðleg. Hvar eru upplýsingarnar? Ekkert kemur fram í deiliskipulagsgögnum um áhrif þess á bílastæði við Suðurlandsbraut, nema fullyrðingin um að „ekki er gert ráð fyrir neinum bílastæðum innan deiliskipulagsmarkanna“. Þetta er villandi, það er rétt að engin stæði verði innan markanna en ekkert er fjallað um áhrif tillögunnar. Kjörnir fulltrúar, Reykvíkingar, húseigendur og rekstraraðilar þurfa að geta treyst þeim gögnum sem lögð eru fram. Ef gögnin eru gölluð eða hreinlega röng, hvernig eigum við þá að geta veitt nauðsynlegt aðhald eða tekið upplýstar ákvarðanir? Kjörnir fulltrúar sem eiga að taka afstöðu til þessa skipulags, hagaðilar, fyrirtækin og eigendur húsanna við Suðurlandsbraut, sem eiga að móta athugasemdir sínar við skipulagsáformin, fá engar upplýsingar um áhrifin. Til að reyna að átta sig á áhrifunum af deiliskipulagstillögunni þarf að rýna og spyrja en upplýsingarnar eru hér og þar og það þarf smá þekkingu til að komast til botns í þeim. Það er svo sem hlutverk okkar kjörinna fulltrúa, en væri ekki betra fyrir alla að birta bara hver áhrifin af deiliskipulaginu verður á nærumhverfi þess. Hverjar raunverulegar tölur eru um bílastæði á svæðinu og svara því svo af hverju það er svo mikið feimnismál að fara með réttar tölur? Svo má alltaf vera að gögnin sem borgin sýnir okkur, borgarfulltrúum og almenningi, séu ekki rétt, loftmyndir skakkar, talningar á stæðum rangar. En hvernig eigum við þá að geta veitt aðhald, hvernig eigum við að taka ákvarðanir ef gögnin eru gölluð? Hvert fer umferðin? Svo má að lokum geta að hvergi í gögnum deiliskipulagstillögunnar kemur fram hvert þeir 20 þúsund bílar sem nú aka Suðurlandsbraut á kaflanum milli Kringlumýrarbrautar og Grensásvegar muni leita þegar umferðarrýmið helmingast. Hver verða áhrifin á umferð í Laugardal, Sundlaugarvegi, Laugarásvegi, Langholtsvegi, Ármúla og Háaleitisbraut? Svo einhverjar götur séu nefndar. Ekki gufar fólkið og bílarnir upp að óbreyttu. Það er mikilvægt að leggja fram gagnsæ og nákvæm gögn um skipulagsbreytingar. Það má og ætti að gera betur í þessu máli. Ekki er samt við starfsmenn borgarinnar eða það fagfólk sem vann tillöguna og greinargerðina að sakast. Það er hin pólitíska forysta borgarinnar sem ber ábyrgð á því hvernig þetta mál er framsett og fyrirkomið. Það er nauðsynlegt að áður en deiliskipulagið er samþykkt verði ljóst hvaða áhrif það mun hafa á þau svæði sem næst því eru og þau hverfi sem munu þurfa að taka við þeirri umferð sem breytt deiliskipulag mun hafa í för með sér. Höfundur er borgarfulltrúi.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun