Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 20. janúar 2026 10:17 Flestir telja það fáránlega spurningu hvort samfélagsmiðlabann verði skaðlegt unglingsdrengjum. Samfélagsmiðlar eru eins og kókaín og hvernig ætti það að sleppa kókaíni að skaða einhvern? Við skiljum spurninguna betur ef við skreppum aðeins úr bergmálshellinum sem heitir „Samfélagsmiðlar eru skaðlegir börnum“ og löbbum út í náttúru vísindanna. Þið þurfið ekki að vera hrædd. Þið getið alltaf skriðið inn í hellinn aftur. Margir hafa rannsakað áhrif samfélagsmiðla á börn. Vert er að taka fram að Jonathan Haidt hefur aldrei tekið þátt í slíkum rannsóknum og hefur ekki birt neinar ritrýndar greinar um tengd málefni sem byggja á gagnasöfnun eða tölfræðilegri úrvinnslu gagna. Allar rannsóknir sem hann vitnar í í The Anxious Generation eru þekktar. Það eru engar nýjar upplýsingar í bókinni. Við skulum nú snúa okkur að fræðilegri umræðu. Það eru tvær aðalkenningar í gangi. Hin fyrri og betur þekktari hjá almenningi er að samfélagsmiðlar séu skaðlegir börnum og jafnvel að þeir séu stórskaðlegir. Hún verður hér eftir kölluð skaðsemiskenningin. Hin minna þekkta kenningin er Gullbráar-kenningin (Goldilock-theory), sem segir að hófleg notkun samfélagsmiðla og skjátækja tengist betri líðan. Hún var fyrst sett fram um skjátíma en á við um alla notkun skjátækja, líka samfélagsmiðla. Hvernig prófa vísindamenn hvor kenningin er rétt, skaðsemiskenningin eða Gullbráarkenningin? Ein leið er að skipta börnum í þrjá hópa, þau sem nota ekki samfélagsmiðla, þau sem nota þá í hófi og þau sem nota þá mikið. Ef skaðsemiskenningin er rétt þá líður þeim sem nota ekki samfélagsmiðla best en ef Gullbráarkenningin er rétt þá líður þeim sem nota samfélagsmiðla í meðalhófi best. Slík rannsókn (Singh o.fl., 2006) framkvæmd í Ástralíu 2020–2022 á 100.991 börnum í 4.–12. bekk (sem samsvarar 4. bekk til 2. bekks í framhaldsskóla á Íslandi). Búin var til mæling á líðan sem samanstóð af hamingju, jákvæðni, lífsánægju, áhyggjum, vanlíðan, tilfinningastjórn, þrautseigju, og hugrænni virkni (cognitive engagement). Niðurstöður voru merkilegar því aldur og kyn skipta miklu máli. Myndræna framsetningu á niðurstöðum þeirrar rannsóknar má sjá með þessari grein. Túlkun höfunda greinarinnar á niðurstöðum er að í 4.–6. bekk leið stúlkum sem ekki notuðu samfélagsmiðla best en frá 7.–9. bekk var meðalhófið best. Mikil notkun hjá stúlkum sýndi fylgni við vanlíðan og sú fylgni var sterkust í 8. og 9. bekk. Það var önnur mynd hjá drengjunum. Hjá drengjum í 4.-6. bekk sýndi hófleg notkun eða enginn með mesta fylgni við betri líðan en frá 7.-9. bekk byrjaði engin samfélagsmiðlanotkun að sýna fylgni við vanlíðan og í 10.-12. bekk var engin samfélagsmiðlanotkun með meiri fylgni við vanlíðan en ofnotkun. Ástæða þess að ég tala um túlkun höfunda er að þeir horfa á meðaltal. Önnur leið til að túlka þessar niðurstöður er að skoða frekar marktækni en meðaltal. Þá sést að hjá báðum kynjum tengist mikil notkun alltaf meiri áhættu á vanlíðan en hófleg notkun (nema í 12. bekk hjá drengjum) og að engin notkun í 8.-12. bekk hjá drengjum tengist meiri áhættu á vanlíðan en hófleg notkun. Nú hefur verið stungið upp á því að banna samfélagsmiðlanotkun frá 13–15 ára hér á landi, en samfélagsmiðlarnir eru nú með 13 ára aldurstakmark. Við getum því skoðað hvaða áhrif þetta samfélagsmiðlabann myndi hafa ef við gefum okkur að samfélagsmiðlar hafi afgerandi áhrif á líðan barna og bannið virki. Þessi aldur, 13 og 14 ára, er í 8. og 9. bekk í Ástralíu eins og á Íslandi. Ef við bönnum samfélagsmiðla þá færast öll börn í hópinn sem notar ekki samfélagsmiðla. Út frá því getum við ályktað að samfélagsmiðlabann muni stuðla að bættri líðan 13 og 14 ára stúlkna sem nota samfélagsmiðla (ofnotkunarhópi muni líða betur en engin marktæk breyting verði á hinum) en líðan drengja sem nota samfélagsmiðla í hófi muni versna (hófsami hópurinn muni verða jafnilla staddur og hinir). Þess vegna er spurningin í upphafi þessarar greinar: Verður samfélagsmiðlabann skaðlegt unglingsdrengjum? Ástralska rannsóknin sýnir ekki fram á orsakasamband en hún gengur gegn skaðsemiskenningunni. Engin notkun er ekki alltaf með mestu fylgni við bestu líðan eins og hún spáir fyrir um og meðalhófið er alltaf best eða jafngott og engin notkun. Auðvitað eru gallar á þessari rannsókn eins og öllum rannsóknum, en hún er samt áfall fyrir kenninguna því að úrtakið er stórt, yfir 100 þús. börn. Þessi rannsókn styður Gullbráarkenninguna um að hófleg notkun sé best. Vissulega eru aðrar kenningar í gangi. Ein kenning er sú að samfélagsmiðlanotkun sé afleiðing, frekar en orsök. Félagslega einangraðir drengir séu bara lítið á samfélagsmiðlum af því að þeir hafa engan til að tala við og að félagslega einangraðar stúlkur sæki á samfélagsmiðla til að finna út hvað er í tísku og hvernig á að falla í hópinn. Ef sú kenning er rétt þá mun samfélagsmiðlabann ekki hafa nein áhrif á líðan barna og því mun líðan drengja ekki versna. Við skulum vona að þessi kenning sé rétt og að bannið hafi engin áhrif og sé bara tilgangslaust. Því hinn möguleikinn að samfélagsmiðlabann skili drengjum verri líðan er ekki góður möguleiki. Á tímabilinu 2015-2024 létust tíu drengir yngri en 18 ára í sjálfsvígum á Íslandi en þrjár stúlkur á sama aldri. Umræðan um samfélagsmiðlabann hefur byggst á bandarískri metsölubók. Enginn veitir því athygli að Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur ekki gefið út formlega yfirlýsingu um hættu samfélagsmiðla eða að UNICEF hefur bent á að samfélagsmiðlabann geti skaðað börn. Menn hrópa hátt um að rannsóknir sýni fram á skaðsemi samfélagsmiðla. Það er bara ekki svo. Vísindamenn eru enn þá að reyna að skilja hvert fylgnimynstur líðanar og samfélagsmiðlanotkunar sé og hver ástæðan fyrir fylgninni er. Það hefur ekkert verið sannað í þeim málum en stuðningur rannsókna við skaðsemiskenninguna er takmarkaður. Nú þegar þú hefur lokið þessum lestri þá er kominn tími fyrir þig til að snúa aftur í bergmálshellinn, gleyma vísindum og garga hátt og mikið um samfélagsmiðlabann. Ég ætla áfram að vera úti. Mér leiðist hávaði. Viðauki Líkur á hættu á vanlíðan í prósentum eftir notkun samfélagsmiðla í Singh o.fl. (2006) – 95% öryggismörk í sviga 8. bekkur stúlkur: Engin 29,3 (24,6-34,6) Meðal 26,6 (24,4-28,9) Há 44,1 (41,3- 46,8) 9. bekkur stúlkur: Engin 39,5 (32,5-47,0) Meðal 33,0 (30,4-35,6) Há 50,8 (48,0-53,5) 8. bekkur drengir: Engin 22,1 (19,0-25,5) Meðal 16,0 (14,4-17,7) Há 25,2 (22,8- 27,7) 9. bekkur drengir: Engin 32,1 (27,7-36,9) Meðal 19,0 (17,2-21,0) Há 27,5 (25,0-30,5) Höfundur er sálfræðingur. Heimildir Singh, B., Zhou, M., Curtis, R., Maher, C., & Dumuid, D. (2026). Social Media Use and Well-Being Across Adolescent Development. JAMA pediatrics. Þessi grein eftir Singh er aðeins aðgengileg með því að greiða fyrir. Hins vegar er góð frétt um hana aðgengileg hér https://conexiant.com/psychiatry/articles/neither-goldilocks-nor-the-three-bears/ United Nations Children’s Fund. (2025, apríl). Policy note: Drawing a line in digital spaces: Age-based restriction of social media [Policy note]. UNICEF. Sjá https://www.unicef.org/media/170666/file/Policy%20note_age%20restrictions%20social%20media-new.pdf.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Flestir telja það fáránlega spurningu hvort samfélagsmiðlabann verði skaðlegt unglingsdrengjum. Samfélagsmiðlar eru eins og kókaín og hvernig ætti það að sleppa kókaíni að skaða einhvern? Við skiljum spurninguna betur ef við skreppum aðeins úr bergmálshellinum sem heitir „Samfélagsmiðlar eru skaðlegir börnum“ og löbbum út í náttúru vísindanna. Þið þurfið ekki að vera hrædd. Þið getið alltaf skriðið inn í hellinn aftur. Margir hafa rannsakað áhrif samfélagsmiðla á börn. Vert er að taka fram að Jonathan Haidt hefur aldrei tekið þátt í slíkum rannsóknum og hefur ekki birt neinar ritrýndar greinar um tengd málefni sem byggja á gagnasöfnun eða tölfræðilegri úrvinnslu gagna. Allar rannsóknir sem hann vitnar í í The Anxious Generation eru þekktar. Það eru engar nýjar upplýsingar í bókinni. Við skulum nú snúa okkur að fræðilegri umræðu. Það eru tvær aðalkenningar í gangi. Hin fyrri og betur þekktari hjá almenningi er að samfélagsmiðlar séu skaðlegir börnum og jafnvel að þeir séu stórskaðlegir. Hún verður hér eftir kölluð skaðsemiskenningin. Hin minna þekkta kenningin er Gullbráar-kenningin (Goldilock-theory), sem segir að hófleg notkun samfélagsmiðla og skjátækja tengist betri líðan. Hún var fyrst sett fram um skjátíma en á við um alla notkun skjátækja, líka samfélagsmiðla. Hvernig prófa vísindamenn hvor kenningin er rétt, skaðsemiskenningin eða Gullbráarkenningin? Ein leið er að skipta börnum í þrjá hópa, þau sem nota ekki samfélagsmiðla, þau sem nota þá í hófi og þau sem nota þá mikið. Ef skaðsemiskenningin er rétt þá líður þeim sem nota ekki samfélagsmiðla best en ef Gullbráarkenningin er rétt þá líður þeim sem nota samfélagsmiðla í meðalhófi best. Slík rannsókn (Singh o.fl., 2006) framkvæmd í Ástralíu 2020–2022 á 100.991 börnum í 4.–12. bekk (sem samsvarar 4. bekk til 2. bekks í framhaldsskóla á Íslandi). Búin var til mæling á líðan sem samanstóð af hamingju, jákvæðni, lífsánægju, áhyggjum, vanlíðan, tilfinningastjórn, þrautseigju, og hugrænni virkni (cognitive engagement). Niðurstöður voru merkilegar því aldur og kyn skipta miklu máli. Myndræna framsetningu á niðurstöðum þeirrar rannsóknar má sjá með þessari grein. Túlkun höfunda greinarinnar á niðurstöðum er að í 4.–6. bekk leið stúlkum sem ekki notuðu samfélagsmiðla best en frá 7.–9. bekk var meðalhófið best. Mikil notkun hjá stúlkum sýndi fylgni við vanlíðan og sú fylgni var sterkust í 8. og 9. bekk. Það var önnur mynd hjá drengjunum. Hjá drengjum í 4.-6. bekk sýndi hófleg notkun eða enginn með mesta fylgni við betri líðan en frá 7.-9. bekk byrjaði engin samfélagsmiðlanotkun að sýna fylgni við vanlíðan og í 10.-12. bekk var engin samfélagsmiðlanotkun með meiri fylgni við vanlíðan en ofnotkun. Ástæða þess að ég tala um túlkun höfunda er að þeir horfa á meðaltal. Önnur leið til að túlka þessar niðurstöður er að skoða frekar marktækni en meðaltal. Þá sést að hjá báðum kynjum tengist mikil notkun alltaf meiri áhættu á vanlíðan en hófleg notkun (nema í 12. bekk hjá drengjum) og að engin notkun í 8.-12. bekk hjá drengjum tengist meiri áhættu á vanlíðan en hófleg notkun. Nú hefur verið stungið upp á því að banna samfélagsmiðlanotkun frá 13–15 ára hér á landi, en samfélagsmiðlarnir eru nú með 13 ára aldurstakmark. Við getum því skoðað hvaða áhrif þetta samfélagsmiðlabann myndi hafa ef við gefum okkur að samfélagsmiðlar hafi afgerandi áhrif á líðan barna og bannið virki. Þessi aldur, 13 og 14 ára, er í 8. og 9. bekk í Ástralíu eins og á Íslandi. Ef við bönnum samfélagsmiðla þá færast öll börn í hópinn sem notar ekki samfélagsmiðla. Út frá því getum við ályktað að samfélagsmiðlabann muni stuðla að bættri líðan 13 og 14 ára stúlkna sem nota samfélagsmiðla (ofnotkunarhópi muni líða betur en engin marktæk breyting verði á hinum) en líðan drengja sem nota samfélagsmiðla í hófi muni versna (hófsami hópurinn muni verða jafnilla staddur og hinir). Þess vegna er spurningin í upphafi þessarar greinar: Verður samfélagsmiðlabann skaðlegt unglingsdrengjum? Ástralska rannsóknin sýnir ekki fram á orsakasamband en hún gengur gegn skaðsemiskenningunni. Engin notkun er ekki alltaf með mestu fylgni við bestu líðan eins og hún spáir fyrir um og meðalhófið er alltaf best eða jafngott og engin notkun. Auðvitað eru gallar á þessari rannsókn eins og öllum rannsóknum, en hún er samt áfall fyrir kenninguna því að úrtakið er stórt, yfir 100 þús. börn. Þessi rannsókn styður Gullbráarkenninguna um að hófleg notkun sé best. Vissulega eru aðrar kenningar í gangi. Ein kenning er sú að samfélagsmiðlanotkun sé afleiðing, frekar en orsök. Félagslega einangraðir drengir séu bara lítið á samfélagsmiðlum af því að þeir hafa engan til að tala við og að félagslega einangraðar stúlkur sæki á samfélagsmiðla til að finna út hvað er í tísku og hvernig á að falla í hópinn. Ef sú kenning er rétt þá mun samfélagsmiðlabann ekki hafa nein áhrif á líðan barna og því mun líðan drengja ekki versna. Við skulum vona að þessi kenning sé rétt og að bannið hafi engin áhrif og sé bara tilgangslaust. Því hinn möguleikinn að samfélagsmiðlabann skili drengjum verri líðan er ekki góður möguleiki. Á tímabilinu 2015-2024 létust tíu drengir yngri en 18 ára í sjálfsvígum á Íslandi en þrjár stúlkur á sama aldri. Umræðan um samfélagsmiðlabann hefur byggst á bandarískri metsölubók. Enginn veitir því athygli að Alþjóðheilbrigðismálastofnunin hefur ekki gefið út formlega yfirlýsingu um hættu samfélagsmiðla eða að UNICEF hefur bent á að samfélagsmiðlabann geti skaðað börn. Menn hrópa hátt um að rannsóknir sýni fram á skaðsemi samfélagsmiðla. Það er bara ekki svo. Vísindamenn eru enn þá að reyna að skilja hvert fylgnimynstur líðanar og samfélagsmiðlanotkunar sé og hver ástæðan fyrir fylgninni er. Það hefur ekkert verið sannað í þeim málum en stuðningur rannsókna við skaðsemiskenninguna er takmarkaður. Nú þegar þú hefur lokið þessum lestri þá er kominn tími fyrir þig til að snúa aftur í bergmálshellinn, gleyma vísindum og garga hátt og mikið um samfélagsmiðlabann. Ég ætla áfram að vera úti. Mér leiðist hávaði. Viðauki Líkur á hættu á vanlíðan í prósentum eftir notkun samfélagsmiðla í Singh o.fl. (2006) – 95% öryggismörk í sviga 8. bekkur stúlkur: Engin 29,3 (24,6-34,6) Meðal 26,6 (24,4-28,9) Há 44,1 (41,3- 46,8) 9. bekkur stúlkur: Engin 39,5 (32,5-47,0) Meðal 33,0 (30,4-35,6) Há 50,8 (48,0-53,5) 8. bekkur drengir: Engin 22,1 (19,0-25,5) Meðal 16,0 (14,4-17,7) Há 25,2 (22,8- 27,7) 9. bekkur drengir: Engin 32,1 (27,7-36,9) Meðal 19,0 (17,2-21,0) Há 27,5 (25,0-30,5) Höfundur er sálfræðingur. Heimildir Singh, B., Zhou, M., Curtis, R., Maher, C., & Dumuid, D. (2026). Social Media Use and Well-Being Across Adolescent Development. JAMA pediatrics. Þessi grein eftir Singh er aðeins aðgengileg með því að greiða fyrir. Hins vegar er góð frétt um hana aðgengileg hér https://conexiant.com/psychiatry/articles/neither-goldilocks-nor-the-three-bears/ United Nations Children’s Fund. (2025, apríl). Policy note: Drawing a line in digital spaces: Age-based restriction of social media [Policy note]. UNICEF. Sjá https://www.unicef.org/media/170666/file/Policy%20note_age%20restrictions%20social%20media-new.pdf.pdf
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun