Innlent

Nemi í jarð­fræði hlaut Ný­sköpunar­verð­launin

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Alexandra K. Hafsteinsdóttir hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands.
Alexandra K. Hafsteinsdóttir hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands. Arnaldur Halldórsson

Alexandra K. Hafsteinsdóttir, nemi í jarðfræði, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Kortlagning grunnvatns á Reykjanesskaga. Verðlaunin eru veitt námsmönnum fyrir framúrskarandi starf.

Nýsköpunarverðlaunin voru afhent af Höllu Tómasdóttur, forseta Ísalands, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Alexandra fékk LAVA Vasa, handblásinn úr endurunnu gleri frá Fólk Reykjavík, í verðlaun.

„Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausnir verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2025 en sjóðurinn heyrir undir menningar-, nýsköpunar - og háskólaráðuneytið,“ segir í fréttatilkynningunni.

Markmið Alexöndru var að kortleggja grunnvatnsstrauma á Reykjanesskaga með því að mæla leiðni og greina anjónir í ferskvatni víðs vegar á skaganum, á sama tíma og þróðar var verklag í kringum nýja rafnknúna vatnsdælu.

Fimm önnur verkefni hlutu sérstaka viðurkenningu forsetans. 

Það voru Efnisheimar, unnið af Bjarka Þór Wíum Sveinssyni og Gísla Hrafni Magnússyni, nemendum í arkítektúr í LHÍ, Lífkol: brú milli fiskeldis og landbúnaðar, unnið af Ásdísi Öglu Sigurðardóttur, nema í matvælafræði við HÍ og TENGJA - nýting á bakvatni hitaveitu í almannaþágu unnið af Janek Beau, Max Greiner, Kötlu Taylor og Tuma Valdimarssyni, nemum í hönnun, umhverfi og áskoarnir í LHÍ. 

Allir samankomnir á Bessastöðum.Arnaldur Halldórsson

Einnig hlutu verkefnin Vöktun á útbreiðslu gufupúða á háhitasvæðum unnið af Huga Alejandro Arteaga Vivas, nemanda í jarðeðlisfræði við HÍ og Þrvíddarprentuð æfingarlíkon fyrir sónar unnið af Altina Tinnu Zogaj, nemanda í heilbrigðisverkfræði við HR, einnig sérstaka viðurkenningu.

Nýsköpunarverðlaunin voru fyrst veitt árið 1996. Árlega eru fjögur til sex verkefni tilnefnd til verðlaunanna af stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Í stjórninni sitja Björgin Stefán Pétursson, Sævar Helgi Bragason, Ásdís Jóhannesdóttir, Alexandra Briem og Erla Guðbjörg Hallgrímsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×