Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 21. janúar 2026 13:03 Þegar forsætisráðherra Kanada sagði í Davos, að alþjóðaskipulagið í þeirri mynd sem við þekkjum sé liðin tíð, þá eru það alls engar ýkjur. Hann segir einfaldlega upphátt það sem margar minni þjóðir skynja: Heiminum er ekki lengur stjórnað með reglum, heldur er honum stjórnað og ógnað með þrýstingi og valdi. Í ljósi þessarar nýju heimsmyndar sem nú er uppi ætlar Kanada því, að sögn forsætisráðherrans, að freista þess að efla eigin styrk og leiða bandalag meðalstórra ríkja. Ísland getur það ekki. Við höfum engan her, flytjum inn mest allt eldsneyti og mat og öryggi okkar byggir alfarið á náð og miskunn annarra. Sjálfstæði Íslands nú er ekki raunhæfur kostur. En umræðan skiptir okkur máli. Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja. Að þykjast vera fullveldi en búa við mjög viðkvæma stöðu í reynd. Það er óviturlegt að reiða okkur á einn verndara, eina siglingaleið, eina vöruleið með nauðþurftir og kalla það stöðugleika. Það er ekki fullveldi. Það er uppgjöf. Við höfum enn val Landfræðilega getur Ísland ekki staðið eitt. Við getum ekki reitt okkur á einn verndara. Við verðum að styrkja norrænt og evrópskt samstarf og hugsanlega leita hófanna víðar? Ef við tryggjum fjölþjóðlega samleið með mörgum, þá verður þrýstingur frá einstaka ríkjum eðlilega minni. Ekkert eitt ríki má stjórna öllum lífæðum Íslendinga. Birgðahald og fjölbreyttar leiðir til að færa okkur aðföng eru ekki munaður heldur grundvöllur einhverskonar sjálfstæðis. Við verðum að líta á matvæli, eldsneyti, siglingar og neðansjávarkapla sem þjóðaröryggismál. En það mikilvægasta sem smáríki getur gert er að halda trúverðugleika og það gerum við með því að virða áfram alþjóðalög gagnvart vinum jafnt sem andstæðingum. Ekki á yfirborðinu heldur í reynd. Kanada getur reynt að móta nýja heimsskipan. Ísland getur það ekki. Við getum einbeitt okkur að því að gera okkur gildandi og traustsins verð. Í heimi þar sem valdboð tekur við af reglum verða öruggustu smáríkin ekki þau sjálfstæðustu, heldur þau smáríki sem vinna svo náið og djúpt með öðrum þjóðum að enginn hafi efni á því, að láta smáríkið, Ísland, falla. Að horfa um öxl með eftirsjá er ekki stefna, að þykjast geta staðið ein, er heldur engin stefna. Að treysta á að einhver einn bjargi málunum, að einhver ein þjóð stýri okkar för, væri núna óráðlegt og auðvitað fullkomið stefnuleysi. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Sjá meira
Þegar forsætisráðherra Kanada sagði í Davos, að alþjóðaskipulagið í þeirri mynd sem við þekkjum sé liðin tíð, þá eru það alls engar ýkjur. Hann segir einfaldlega upphátt það sem margar minni þjóðir skynja: Heiminum er ekki lengur stjórnað með reglum, heldur er honum stjórnað og ógnað með þrýstingi og valdi. Í ljósi þessarar nýju heimsmyndar sem nú er uppi ætlar Kanada því, að sögn forsætisráðherrans, að freista þess að efla eigin styrk og leiða bandalag meðalstórra ríkja. Ísland getur það ekki. Við höfum engan her, flytjum inn mest allt eldsneyti og mat og öryggi okkar byggir alfarið á náð og miskunn annarra. Sjálfstæði Íslands nú er ekki raunhæfur kostur. En umræðan skiptir okkur máli. Núna er hættulegast fyrir okkur að hlýða og þegja. Að þykjast vera fullveldi en búa við mjög viðkvæma stöðu í reynd. Það er óviturlegt að reiða okkur á einn verndara, eina siglingaleið, eina vöruleið með nauðþurftir og kalla það stöðugleika. Það er ekki fullveldi. Það er uppgjöf. Við höfum enn val Landfræðilega getur Ísland ekki staðið eitt. Við getum ekki reitt okkur á einn verndara. Við verðum að styrkja norrænt og evrópskt samstarf og hugsanlega leita hófanna víðar? Ef við tryggjum fjölþjóðlega samleið með mörgum, þá verður þrýstingur frá einstaka ríkjum eðlilega minni. Ekkert eitt ríki má stjórna öllum lífæðum Íslendinga. Birgðahald og fjölbreyttar leiðir til að færa okkur aðföng eru ekki munaður heldur grundvöllur einhverskonar sjálfstæðis. Við verðum að líta á matvæli, eldsneyti, siglingar og neðansjávarkapla sem þjóðaröryggismál. En það mikilvægasta sem smáríki getur gert er að halda trúverðugleika og það gerum við með því að virða áfram alþjóðalög gagnvart vinum jafnt sem andstæðingum. Ekki á yfirborðinu heldur í reynd. Kanada getur reynt að móta nýja heimsskipan. Ísland getur það ekki. Við getum einbeitt okkur að því að gera okkur gildandi og traustsins verð. Í heimi þar sem valdboð tekur við af reglum verða öruggustu smáríkin ekki þau sjálfstæðustu, heldur þau smáríki sem vinna svo náið og djúpt með öðrum þjóðum að enginn hafi efni á því, að láta smáríkið, Ísland, falla. Að horfa um öxl með eftirsjá er ekki stefna, að þykjast geta staðið ein, er heldur engin stefna. Að treysta á að einhver einn bjargi málunum, að einhver ein þjóð stýri okkar för, væri núna óráðlegt og auðvitað fullkomið stefnuleysi. Höfundur er leikkona.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun