„Við getum gert það sem við viljum“ Agnar Már Másson skrifar 22. janúar 2026 22:41 Donald Trump á blaðamannafundi fyrir helgi. AP Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með Rutte í Brussel í fyrramálið að sögn TV2. Umræðuefnið verður væntanlega staða Grænlands eftir fund Rutte með Bandaríkjaforseta. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti á miðvikudag að „rammi að framtíðarsamkomulagi“ um Grænland, og raunar gervallar Norðurslóðir, væri í höfn eftir fund hans með Rutte. Í sömu andrá aflýsti Bandaríkjaforsetinn tollum sem hann hafði boðað á átta NATO-ríki sem studdu ekki áform forsetans um að innlima Grænland. Óskýrt er hvað gekk á milli Rutte og Trump á lokuðum fundi þeirra í Brussel í gær en Bandaríkjaforseti ítrekar nú í samfélagsmiðlafærslu hvað hann er ánægður með fyrirhugaða samkomulagið. „Á leiðinni heim til [Washington] D.C. Þetta var ótrúlegur tími í Davos. Unnið er að skipulagi varðandi Grænland og það verður frábært fyrir Bandaríkin,“ skrifaði hann í færslu á Truth social í dag. „Að eilífu. Við getum gert það sem við viljum, við getum haft herinn [þar],“ sagði Trump svo í kvöld er hann ræddi við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni Air Force One. Hann sagði að Bandaríkin myndu vinna saman með Atlantshafsbandalaginu hvað varðaði öryggi á Grænlandi, „eins og það ætti að vera.“ Fær Bandaríkjaher bita af Grænlandi? Samningaviðræður um framtíð Grænlands undanfarna daga hafa, samkvæmt heimildum New York Times (NYT), snúist um tillögur um að auka viðveru NATO á norðurslóðum, veita Bandaríkjunum yfirráð yfir afmörkuðum svæðum á Grænlandi og koma í veg fyrir að fjendur Bandaríkjanna, þá helst Kína og Rússland, gætu stundað námugröft á eyjunni. Tillögurnar sem eru til umræðu myndu ekki ná markmiði Trumps um að fá eignarhald á Grænlandi gervöllu, að sögn NYT sem vísar til átta háttsettra vestrænna ráðamanna sem allir hafi óskað eftir nafnleynd enda um viðkvæm mál að ræða. Embættismennirnir vöruðu við því í samtali við NYT að mörg smáatriði væru enn ófrágengin. Það er þá ekkert víst að þessar viðræður leiði til samkomulags um hugsanlegt bandarískt yfirráðasvæði á Grænlandi. Danmörk gæti hafnað þeim áætlunum sem eru á borðinu. Samt sem áður sögðust embættismennirnir vera vongóðir um að þeir gætu dregið úr áhyggjum Trumps um að verja norðurslóðir gegn hugsanlegum ógnum frá Rússlandi og Kína, á sama tíma og haldið væri í þá „rauðu línu“ að Grænland væri ekki til sölu. Tillögurnar eru því sagðar snúast um að koma á fót nýju og umfangsmiklu verkefni NATO á norðurslóðum. Margir embættismenn hafa kallað þetta verkefni „Arctic Sentry“ (í. Vörður norðurslóða), með vísan í svipuð verkefni NATO við Eystrasalt og í Austur-Evrópu sem ætlað er að bregðast við auknum árásum Rússa. Þá felist tillögurnar í því, samkvæmt NYT , að uppfæra samning sem undirritaður var milli Danmerkur og Bandaríkjanna árið 1951 og veitir bandaríska hernum nær óheftan aðgang að Grænlandi fyrir aðgerðir eins og byggingu og rekstur herstöðva. Bandarískir embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þessi aðgangur gæti verið takmarkaður eða afnuminn ef Grænland fengi sjálfstæði. Slíkur samningur yrði líklega byggður á samningi um „fullvalda herstöðvasvæði“ á Kýpur, þar sem herstöðvar Breta eru taldar breskt yfirráðasvæði. Þetta myndi aftur á móti veita Bandaríkjunum meiri yfirráð yfir landinu en þau hafa nú yfir lóðum bandarískra sendiráða. Trump hefur sagt að yfirráðasvæði á Grænlandi gæti reynst mikilvægt fyrir áætlanir hans um að byggja upp svokallaða gullhvelfingu sem væri eldflaugavarnakerfi fyrir Bandaríkin. Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Donald Trump Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, mun funda með Rutte í Brussel í fyrramálið að sögn TV2. Umræðuefnið verður væntanlega staða Grænlands eftir fund Rutte með Bandaríkjaforseta. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að Donald Trump forseti Bandaríkjanna tilkynnti á miðvikudag að „rammi að framtíðarsamkomulagi“ um Grænland, og raunar gervallar Norðurslóðir, væri í höfn eftir fund hans með Rutte. Í sömu andrá aflýsti Bandaríkjaforsetinn tollum sem hann hafði boðað á átta NATO-ríki sem studdu ekki áform forsetans um að innlima Grænland. Óskýrt er hvað gekk á milli Rutte og Trump á lokuðum fundi þeirra í Brussel í gær en Bandaríkjaforseti ítrekar nú í samfélagsmiðlafærslu hvað hann er ánægður með fyrirhugaða samkomulagið. „Á leiðinni heim til [Washington] D.C. Þetta var ótrúlegur tími í Davos. Unnið er að skipulagi varðandi Grænland og það verður frábært fyrir Bandaríkin,“ skrifaði hann í færslu á Truth social í dag. „Að eilífu. Við getum gert það sem við viljum, við getum haft herinn [þar],“ sagði Trump svo í kvöld er hann ræddi við blaðamenn um borð í forsetaflugvélinni Air Force One. Hann sagði að Bandaríkin myndu vinna saman með Atlantshafsbandalaginu hvað varðaði öryggi á Grænlandi, „eins og það ætti að vera.“ Fær Bandaríkjaher bita af Grænlandi? Samningaviðræður um framtíð Grænlands undanfarna daga hafa, samkvæmt heimildum New York Times (NYT), snúist um tillögur um að auka viðveru NATO á norðurslóðum, veita Bandaríkjunum yfirráð yfir afmörkuðum svæðum á Grænlandi og koma í veg fyrir að fjendur Bandaríkjanna, þá helst Kína og Rússland, gætu stundað námugröft á eyjunni. Tillögurnar sem eru til umræðu myndu ekki ná markmiði Trumps um að fá eignarhald á Grænlandi gervöllu, að sögn NYT sem vísar til átta háttsettra vestrænna ráðamanna sem allir hafi óskað eftir nafnleynd enda um viðkvæm mál að ræða. Embættismennirnir vöruðu við því í samtali við NYT að mörg smáatriði væru enn ófrágengin. Það er þá ekkert víst að þessar viðræður leiði til samkomulags um hugsanlegt bandarískt yfirráðasvæði á Grænlandi. Danmörk gæti hafnað þeim áætlunum sem eru á borðinu. Samt sem áður sögðust embættismennirnir vera vongóðir um að þeir gætu dregið úr áhyggjum Trumps um að verja norðurslóðir gegn hugsanlegum ógnum frá Rússlandi og Kína, á sama tíma og haldið væri í þá „rauðu línu“ að Grænland væri ekki til sölu. Tillögurnar eru því sagðar snúast um að koma á fót nýju og umfangsmiklu verkefni NATO á norðurslóðum. Margir embættismenn hafa kallað þetta verkefni „Arctic Sentry“ (í. Vörður norðurslóða), með vísan í svipuð verkefni NATO við Eystrasalt og í Austur-Evrópu sem ætlað er að bregðast við auknum árásum Rússa. Þá felist tillögurnar í því, samkvæmt NYT , að uppfæra samning sem undirritaður var milli Danmerkur og Bandaríkjanna árið 1951 og veitir bandaríska hernum nær óheftan aðgang að Grænlandi fyrir aðgerðir eins og byggingu og rekstur herstöðva. Bandarískir embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þessi aðgangur gæti verið takmarkaður eða afnuminn ef Grænland fengi sjálfstæði. Slíkur samningur yrði líklega byggður á samningi um „fullvalda herstöðvasvæði“ á Kýpur, þar sem herstöðvar Breta eru taldar breskt yfirráðasvæði. Þetta myndi aftur á móti veita Bandaríkjunum meiri yfirráð yfir landinu en þau hafa nú yfir lóðum bandarískra sendiráða. Trump hefur sagt að yfirráðasvæði á Grænlandi gæti reynst mikilvægt fyrir áætlanir hans um að byggja upp svokallaða gullhvelfingu sem væri eldflaugavarnakerfi fyrir Bandaríkin.
Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Grænland Donald Trump Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“