Skoðun

Inga Sæ­land

Árný Björg Blandon skrifar

Ég get ekki annað en dáðst að henni. Það eru ekki allir sem standa keikir með beint bak og bros á vör sem hafa sætt þeim ásökunum sem hafa dunið á henni. Sumt fólk elskar hana en aðrir vilja grafa henni gröf og losna við hana þar ofan í.

Hún er kona sem lætur ekki deigan síga en heldur áfram með þau mál sem brenna henni á hjarta. Ég finn greinilegan áhuga hennar á að sjá uppbyggingu í landinu okkar, bæði á fólki og innviðum. Hún lætur svo sannarlega til sín taka þar sem hún getur veitt lið.

Hún er ekki fullkomin fremur en við, eða aðrir þingmenn. Það gera allir mistök. Okkur finnst áreiðanlega öllum vænt um þegar við fáum annan, þriðja og fleiri sjensa. Það sem við viljum að aðrir menn geri okkur, skulum við gera þeim. Viltu láta jarða þig eða lyfta þér upp?

Það sem ég tek vel eftir hjá Ingu Sæland er að hún lætur engan troða sér um tær. Hún fer áfram með sínar hugsjónir, að bæta þjóðfélagið okkar eins og hún mögulega getur. Hún lætur ekki afbrýði annarra þingmanna stoppa sig. Virðist alltaf fá byr undir báða vængi hvað sem á dynur.

Með þeim dómi sem við dæmum, megum við eiga von á að verða dæmd. Sumir kalla þetta karma.

Ég segi, áfram Inga Sæland, láttu engann stöðva þig og þínar góðu hugsjónir og verk sem eru orðin mörg á þessu fyrsta ári ríkistjórnarinnar þar sem þú vermir nú einn ráðherrastólinn. Þú ert góð fyrirmynd.

Opinbert niðurrifið sem hún hefur orðið fyrir, sýnir mér styrkleika hennar, þolinmæði og þrautseigju, en innri mann þeirra sem kasta í hana steinum.

Áfram Inga Sæland.

Tek fram að ég kaus ekki flokkinn hennar en styð hana af öllu hjarta.

Höfundur vinnur við þýðingar og ritvinnslu.




Skoðun

Sjá meira


×