Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar 26. janúar 2026 08:00 Eitt af því fjölmarga sem er gott við að búa á Íslandi er að hér er nóg af orku, bæði raforku og heitu vatni. Þessum gæðum hefur Íslendingum borið gæfa til að nýta. Misvel hefur þó gengið að koma orkunni til landsmanna. Rétt fyrir áramót bárust ánægjulegar fréttir af því að búið væri að styrkja flutningskerfi raforku til Vestmannaeyja. Með því var skerðanlegur flutningur og dreifing úr sögunni og raforkuöryggi eyjanna jókst til muna. Slík uppbygging innviða er bæði nauðsynleg og æskileg. Böggull fylgdi þó skammrifi því kostnaður við flutning á rafmagni og dreifingu, til dæmis til fiskimjölsverksmiðja, hækkaði stórum. Sambærileg staða er jafnframt uppi á Akranesi. Í reynd hefur kostnaður við flutning og dreifingu á raforku fimmfaldast og það þýðir að rafmagn er ekki samkeppnishæft við olíu. Það heitir á mannamáli öfug orkuskipti. Orkuskipti snúast upp í andhverfu sína Undanfarin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur víða um land ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar til að rafvæða reksturinn. Markmiðið hefur verið skýrt og í samræmi við stefnu stjórnvalda um að nýta íslenska, endurnýjanlega raforku í stað olíu, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka verðmætasköpun á Íslandi. Svo því sé haldið til haga þá vilja forsvarsmenn fiskimjölsverksmiðja keyra þær á rafmagni. Þó verður að hafa í huga að kostnaður við orkuna er stór útgjaldaliður. Fimmföldun á kostnaði við flutning og dreifingu getur því ekki annað en haft áhrif á ákvarðanir fyrirtækja. Þegar kostnaður við rafmagn er borinn saman við olíu kemur í ljós að heildarkostnaður við olíu er lægri en kostnaður við það eitt að flytja rafmagn – án rafmagnsins sjálfs. Þótt mikill vilji sé til að styðja við orkuskipti er ekkert fyrirtæki sem leikur sér að því að greiða tvö- til þrefaldan orkukostnað til lengri tíma. Fiskimjölsverksmiðja sem keyrð er á olíu brennir tugþúsundir lítra á hverjum sólarhring. Hvað með samkeppnishæfni? Áhyggjurnar beinast þó ekki eingöngu að Vestmannaeyjum og Akranesi því fordæmi er gefið fyrir önnur landsvæði. Það má sýna því skilning að hækka þurfi verð eftir því sem flutningskerfið er styrkt og afhendingaröryggi aukið. Það er hins vegar óskiljanlegt að hafa ekki samkeppnishæfni í huga og að slíkar hækkanir bitni hvað harðast á sjávarbyggðum utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni geta ekki notað rafmagn ef það er langtum dýrara en olía. Að sama skapi er samkeppnishæfni Íslands að mörgu leyti tengd skynsamlegri verðlagningu á raforku og hún er ástæðan fyrir viðveru margra stórnotenda hér á landi. Sveigjanlegir notendur sem kerfið þarf á að halda Fiskimjölsverksmiðjur eru í nokkurri sérstöðu meðal raforkunotenda. Þær geta bæði nýtt rafmagn og olíu og eru því afar sveigjanlegar. Þegar raforka er næg og verð hagstætt nýta verksmiðjurnar sér það en geta brugðist við raforkuskorti eða háu verði með því að skipta yfir í olíu. Þessi sveigjanleiki endurspeglar sérstöðu fiskimjölsverksmiðja í 100% endurnýjanlegu raforkukerfi sem býr við sveiflur í framboði vegna árferðis. Í raun hafa fiskimjölsverksmiðjur gegnt hlutverki nokkurs konar sveiflujafnara þegar á þarf að halda. Hægt er að keyra þær á rafmagni þegar það er hagstætt, en skipta yfir í olíu ef á þarf að halda. Þetta er ólíkt öðrum stórkaupendum sem eingöngu geta keyrt sína starfsemi á rafmagni. Með núverandi gjaldskrá er þessu fyrirkomulagi stefnt í voða. Með því að keyra fiskimjölsverksmiðjur að öllu leyti á rafmagni, en ekki olíu, gætu sparast um 19 milljónir lítra af olíu á ári. Losunin svarar til um 65.000 tonna af CO₂-losun, samkvæmt loftslagsvegvísi sjávarútvegs. Þetta er samfélagslegur ávinningur. Minni losun þýðir minni þörf fyrir kaup á losunarheimildum, en ríkið greiddi um 350 milljónir króna fyrir þær árið 2023. Gjaldskrá sem vinnur gegn orkuskiptum Gjaldskrá flutnings- og dreifikerfis er sett upp með þeim hætti að hún vinnur gegn loftslagsmarkmiðum. Hún vinnur gegn orkuskiptum og veikir atvinnustarfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaðan getur því miður orðið sú að fjárfestingar í rafvæðingu og innviðum nýtast illa og olía verður vænlegri kostur. Í Vestmannaeyjum var nýjum sæstreng meðal annars ætlað að stuðla að aukinni notkun á grænni raforku. Það verður varla raunin fari fram sem horfir. Tími til endurmats Fjárhagsstaða Landsnets er góð. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hefur styrkst verulega og arðgreiðslur hafa verið umtalsverðar á undanförnum árum. Ríkið er langstærsti eigandinn og ber þar með ríka ábyrgð. Í ljósi þessa er tímabært að endurskoða flutningsgjaldskrána með hliðsjón af samkeppnishæfni atvinnulífsins og markmiðum um orkuskipti. Ef vilji er til að nýta sveigjanlega notendur til að auka hagkvæmni kerfisins í heild og draga úr samfélagslosun, þá þarf það að endurspeglast í regluverki og gjaldskrá. Það er ekki nóg að tala um orkuskipti, það verður að skapa eðlilegt umhverfi til að þau geti raunverulega átt sér stað. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Eitt af því fjölmarga sem er gott við að búa á Íslandi er að hér er nóg af orku, bæði raforku og heitu vatni. Þessum gæðum hefur Íslendingum borið gæfa til að nýta. Misvel hefur þó gengið að koma orkunni til landsmanna. Rétt fyrir áramót bárust ánægjulegar fréttir af því að búið væri að styrkja flutningskerfi raforku til Vestmannaeyja. Með því var skerðanlegur flutningur og dreifing úr sögunni og raforkuöryggi eyjanna jókst til muna. Slík uppbygging innviða er bæði nauðsynleg og æskileg. Böggull fylgdi þó skammrifi því kostnaður við flutning á rafmagni og dreifingu, til dæmis til fiskimjölsverksmiðja, hækkaði stórum. Sambærileg staða er jafnframt uppi á Akranesi. Í reynd hefur kostnaður við flutning og dreifingu á raforku fimmfaldast og það þýðir að rafmagn er ekki samkeppnishæft við olíu. Það heitir á mannamáli öfug orkuskipti. Orkuskipti snúast upp í andhverfu sína Undanfarin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur víða um land ráðist í umfangsmiklar fjárfestingar til að rafvæða reksturinn. Markmiðið hefur verið skýrt og í samræmi við stefnu stjórnvalda um að nýta íslenska, endurnýjanlega raforku í stað olíu, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka verðmætasköpun á Íslandi. Svo því sé haldið til haga þá vilja forsvarsmenn fiskimjölsverksmiðja keyra þær á rafmagni. Þó verður að hafa í huga að kostnaður við orkuna er stór útgjaldaliður. Fimmföldun á kostnaði við flutning og dreifingu getur því ekki annað en haft áhrif á ákvarðanir fyrirtækja. Þegar kostnaður við rafmagn er borinn saman við olíu kemur í ljós að heildarkostnaður við olíu er lægri en kostnaður við það eitt að flytja rafmagn – án rafmagnsins sjálfs. Þótt mikill vilji sé til að styðja við orkuskipti er ekkert fyrirtæki sem leikur sér að því að greiða tvö- til þrefaldan orkukostnað til lengri tíma. Fiskimjölsverksmiðja sem keyrð er á olíu brennir tugþúsundir lítra á hverjum sólarhring. Hvað með samkeppnishæfni? Áhyggjurnar beinast þó ekki eingöngu að Vestmannaeyjum og Akranesi því fordæmi er gefið fyrir önnur landsvæði. Það má sýna því skilning að hækka þurfi verð eftir því sem flutningskerfið er styrkt og afhendingaröryggi aukið. Það er hins vegar óskiljanlegt að hafa ekki samkeppnishæfni í huga og að slíkar hækkanir bitni hvað harðast á sjávarbyggðum utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni geta ekki notað rafmagn ef það er langtum dýrara en olía. Að sama skapi er samkeppnishæfni Íslands að mörgu leyti tengd skynsamlegri verðlagningu á raforku og hún er ástæðan fyrir viðveru margra stórnotenda hér á landi. Sveigjanlegir notendur sem kerfið þarf á að halda Fiskimjölsverksmiðjur eru í nokkurri sérstöðu meðal raforkunotenda. Þær geta bæði nýtt rafmagn og olíu og eru því afar sveigjanlegar. Þegar raforka er næg og verð hagstætt nýta verksmiðjurnar sér það en geta brugðist við raforkuskorti eða háu verði með því að skipta yfir í olíu. Þessi sveigjanleiki endurspeglar sérstöðu fiskimjölsverksmiðja í 100% endurnýjanlegu raforkukerfi sem býr við sveiflur í framboði vegna árferðis. Í raun hafa fiskimjölsverksmiðjur gegnt hlutverki nokkurs konar sveiflujafnara þegar á þarf að halda. Hægt er að keyra þær á rafmagni þegar það er hagstætt, en skipta yfir í olíu ef á þarf að halda. Þetta er ólíkt öðrum stórkaupendum sem eingöngu geta keyrt sína starfsemi á rafmagni. Með núverandi gjaldskrá er þessu fyrirkomulagi stefnt í voða. Með því að keyra fiskimjölsverksmiðjur að öllu leyti á rafmagni, en ekki olíu, gætu sparast um 19 milljónir lítra af olíu á ári. Losunin svarar til um 65.000 tonna af CO₂-losun, samkvæmt loftslagsvegvísi sjávarútvegs. Þetta er samfélagslegur ávinningur. Minni losun þýðir minni þörf fyrir kaup á losunarheimildum, en ríkið greiddi um 350 milljónir króna fyrir þær árið 2023. Gjaldskrá sem vinnur gegn orkuskiptum Gjaldskrá flutnings- og dreifikerfis er sett upp með þeim hætti að hún vinnur gegn loftslagsmarkmiðum. Hún vinnur gegn orkuskiptum og veikir atvinnustarfsemi utan höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaðan getur því miður orðið sú að fjárfestingar í rafvæðingu og innviðum nýtast illa og olía verður vænlegri kostur. Í Vestmannaeyjum var nýjum sæstreng meðal annars ætlað að stuðla að aukinni notkun á grænni raforku. Það verður varla raunin fari fram sem horfir. Tími til endurmats Fjárhagsstaða Landsnets er góð. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins hefur styrkst verulega og arðgreiðslur hafa verið umtalsverðar á undanförnum árum. Ríkið er langstærsti eigandinn og ber þar með ríka ábyrgð. Í ljósi þessa er tímabært að endurskoða flutningsgjaldskrána með hliðsjón af samkeppnishæfni atvinnulífsins og markmiðum um orkuskipti. Ef vilji er til að nýta sveigjanlega notendur til að auka hagkvæmni kerfisins í heild og draga úr samfélagslosun, þá þarf það að endurspeglast í regluverki og gjaldskrá. Það er ekki nóg að tala um orkuskipti, það verður að skapa eðlilegt umhverfi til að þau geti raunverulega átt sér stað. Höfundur er sérfræðingur í umhverfismálum hjá SFS.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar