Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar 23. janúar 2026 16:31 Samtök bænda og samvinnufélaga bænda í aðildarlöndum ESB, Copa-Cogeca, hafa fylgt fast eftir mótmælunum vegna Mercosur-samninganna. Eftir umfangsmiklar aðgerðir í Brussel 18. desember var á ný efnt til aðgerða við Evrópuþingið (European Parliament) í Strassborg þann 20. janúar. Bændur beindu þeim skýru skilaboðum til þingsins að staðfesta ekki samninginn. Niðurstaða þingsins var að færa samninginn í lagalega yfirferð, meðal annars til Evrópudómstólsins – skref sem samtök evrópskra bænda, Copa-Cogeca, túlka sem staðfestingu á réttmæti þeirra áhyggja sem þau hafa dregið fram. Staðan er því sú að samningurinn milli Evrópusambandsins og Mercosur-ríkjanna er undirritaður en ekki fullgiltur og því ekki kominn til framkvæmda. Þar til niðurstaða Evrópudómstólsins liggur fyrir og þingið tekur endanlega afstöðu er samningurinn því í biðstöðu. Í yfirlýsingum Copa-Cogeca kemur fram að viðbrögð stofnana ESB hafi hingað til ekki verið í samræmi við alvarleika stöðunnar. Þrátt fyrir aukafundi ráðherra og boðaðar mótvægisaðgerðir telja bændur að grundvallarvandinn hafi ekki verið tekinn föstum tökum. Óstöðugleiki á mörkuðum, vaxandi rekstrarkostnaður og minnkandi tekjur hafi þrengt að rekstrarhæfi margra greina landbúnaðar víðs vegar um Evrópu. Mercosur-samningarnir hafa orðið táknrænir fyrir þennan vanda. Þar mætast annars vegar kröfur um sífellt strangari framleiðsluskilyrði innan Evrópu og hins vegar viðskiptastefna sem opnar markaði fyrir vörur sem framleiddar eru við allt aðrar forsendur. Sú undirliggjandi spenna sem lengi hefur verið til staðar í landbúnaði er nú orðin pólitískt sýnileg. Með því að beina kröfum sínum sérstaklega að Evrópuþinginu færðu Copa-Cogeca umræðuna úr almennum aðgerðum og mótmælum yfir í spurningu um pólitískt umboð. Mótmælin snúast ekki lengur eingöngu um reglur, styrki eða einstakar ákvarðanir, heldur um það hvort kjörnir fulltrúar séu reiðubúnir að axla ábyrgð á afleiðingum þeirrar stefnu sem mótuð hefur verið. Aðgerðir og skýrar kröfur bænda hrintu því af stað atburðarás sem hafði raunveruleg áhrif á ákvarðanatöku, og þannig eru raddir bænda orðnar virkt pólitískt afl. Þetta eru skýr skilaboð um að langvarandi kerfislæg spenna í matvælaframleiðslu verði ekki leyst með því einu að fresta ákvörðunum, hvað þá að halda áfram að vísa vandanum niður á þau sem standa neðst í virðiskeðjunni. Höfundur er hagfræðingur og formaður Íslandsdeildar Circumpolar Agricultural Association. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Evrópusambandið Erna Bjarnadóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Samtök bænda og samvinnufélaga bænda í aðildarlöndum ESB, Copa-Cogeca, hafa fylgt fast eftir mótmælunum vegna Mercosur-samninganna. Eftir umfangsmiklar aðgerðir í Brussel 18. desember var á ný efnt til aðgerða við Evrópuþingið (European Parliament) í Strassborg þann 20. janúar. Bændur beindu þeim skýru skilaboðum til þingsins að staðfesta ekki samninginn. Niðurstaða þingsins var að færa samninginn í lagalega yfirferð, meðal annars til Evrópudómstólsins – skref sem samtök evrópskra bænda, Copa-Cogeca, túlka sem staðfestingu á réttmæti þeirra áhyggja sem þau hafa dregið fram. Staðan er því sú að samningurinn milli Evrópusambandsins og Mercosur-ríkjanna er undirritaður en ekki fullgiltur og því ekki kominn til framkvæmda. Þar til niðurstaða Evrópudómstólsins liggur fyrir og þingið tekur endanlega afstöðu er samningurinn því í biðstöðu. Í yfirlýsingum Copa-Cogeca kemur fram að viðbrögð stofnana ESB hafi hingað til ekki verið í samræmi við alvarleika stöðunnar. Þrátt fyrir aukafundi ráðherra og boðaðar mótvægisaðgerðir telja bændur að grundvallarvandinn hafi ekki verið tekinn föstum tökum. Óstöðugleiki á mörkuðum, vaxandi rekstrarkostnaður og minnkandi tekjur hafi þrengt að rekstrarhæfi margra greina landbúnaðar víðs vegar um Evrópu. Mercosur-samningarnir hafa orðið táknrænir fyrir þennan vanda. Þar mætast annars vegar kröfur um sífellt strangari framleiðsluskilyrði innan Evrópu og hins vegar viðskiptastefna sem opnar markaði fyrir vörur sem framleiddar eru við allt aðrar forsendur. Sú undirliggjandi spenna sem lengi hefur verið til staðar í landbúnaði er nú orðin pólitískt sýnileg. Með því að beina kröfum sínum sérstaklega að Evrópuþinginu færðu Copa-Cogeca umræðuna úr almennum aðgerðum og mótmælum yfir í spurningu um pólitískt umboð. Mótmælin snúast ekki lengur eingöngu um reglur, styrki eða einstakar ákvarðanir, heldur um það hvort kjörnir fulltrúar séu reiðubúnir að axla ábyrgð á afleiðingum þeirrar stefnu sem mótuð hefur verið. Aðgerðir og skýrar kröfur bænda hrintu því af stað atburðarás sem hafði raunveruleg áhrif á ákvarðanatöku, og þannig eru raddir bænda orðnar virkt pólitískt afl. Þetta eru skýr skilaboð um að langvarandi kerfislæg spenna í matvælaframleiðslu verði ekki leyst með því einu að fresta ákvörðunum, hvað þá að halda áfram að vísa vandanum niður á þau sem standa neðst í virðiskeðjunni. Höfundur er hagfræðingur og formaður Íslandsdeildar Circumpolar Agricultural Association.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun