Innlent

Al­gengast að börn beiti for­eldra sína of­beldi og próf­kjör Sam­fylkingarinnar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan tólf.
Hádegisfréttir eru klukkan tólf. vísir

Tvöfalt fleiri eldri borgarar leituðu til Bjarkarhlíðar vegna ofbeldis í fyrra en árið áður. Við ræðum við teymisstjóra í Bjarkahlíð í hádegisfréttum Bylgjunnar sem segir að algengast sé að börn beiti foreldra sína ofbeldi.

Þá verður hitað upp fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram í dag. Prófesssor í stjórnmálafræði segir oddvitaslaginn vera harðan. Almannatengill telur að vandræðagangur varðandi skilaboð borgarstjóra komi upp á versta tíma.

Farið verður yfir stöðu mála í Úkraínu eftir umfangsmiklar árásir Rússa í nótt og litið vestur um haf til Bandaríkjanna þar sem tugir þúsunda mótmæltu í gær.

Í sportinu verður farið yfir tap íslenska landsliðsins í handbolta gegn Króatíu í gær og sigra Tindastóls og KR í Bónus deild karla í körfubolta í gær.

Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×