Lífið

Draugur Lilju svífur yfir vötnum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hver ætli sé undir pokanum?
Hver ætli sé undir pokanum? Vísir

Hver ætli sé undir pokanum í nýjasta þættinum af Bítið í bílnum? Leynigesturinn réðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og tók lag eftir kónginn sjálfan, Elvis. 

Nú er komið að næstsíðasta þætti af Bítið í bílnum en þessir vefþættir hafa vakið mikla lukku síðustu vikur.

Í þáttunum bjóða Heimir, Lilja og Ómar í Bítinu á Bylgjunni leynigestum á rúntinn og syngja gestirnir karókílag að eigin vali. Þið kæru áhorfendur, og hlustendur Bítisins, reynið svo að giska á hver leynigesturinn er.

Að þessu sinni syngur leynigesturinn velþekkt lag sem Elvis Presley gerði ódauðlegt. En fattar þú hver er undir pokanum?

Farðu inná Facebook-síðu Bylgjunnar og giskaðu eða fylgstu með Bítinu á Bylgjunni. Þú gætir unnið veglega vinninga.

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Bítið í bílnum - Næstsíðasti leynigesturinn tekur Elvis





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.