Lífið

Í öndunar­vél eftir blóð­eitrun

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Leikarinn Quinton Aaron liggur á spítala eftir blóðeitrun. Hann lék á móti Söndru Bullock í kvikmyndinni The Blind Side.
Leikarinn Quinton Aaron liggur á spítala eftir blóðeitrun. Hann lék á móti Söndru Bullock í kvikmyndinni The Blind Side. Skip Bolen/WireImage

Blind side stjarnan Quinton Aaron á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hann var fluttur á spítala eftir að hafa misst meðvitund á heimili sínu. 

Eiginkona hans Margarita hafði tekið eftir breytingum á heilsu Aarons þar sem hann hafði verið að finna fyrir miklum dofa og þreytu. Þegar hann leið út af hringdi hún á sjúkrabíl og í ljós kom að Aaron var með blóðeitrun. 

Quinton Aaron er 41 árs gamall og er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem fyrrum NFL leikmaðurinn Michael Oher í kvikmyndinni The Blind Side þar sem hann lék á móti Söndru Bullock. Kvikmyndin hefur hlotið mikla gagnrýni þar sem hugmyndir um hvítu bjargvættina (e. white saviorism) taka yfir. 

Hér má sjá stiklu úr kvikmyndinni: 

Oher sjálfur hefur sagt að mörg atriði færi ansi mikið í stílinn og hann var smættaður niður í heimskan dreng með enga framtíð. Myndin naut þó gríðarlegra vinsælda og vakti Aaron mikla athygli fyrir hlutverk sitt þótt lítið hafi farið fyrir honum í kvikmyndum síðan. 

Samkvæmt Margaritu er honum haldið í öndunarvél en hún hefur mikla trú á því að hann nái heilsu aftur. 

„Hann er algjör bardagamaður. Við höfum fulla trú á því að hann gangi út af spítalanum við hestaheilsu,“ sagði Margarita. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.