Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason, Guðmundur Engilbertsson, Jenný Gunnbjörnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Rannveig Oddsdóttir og Rúnar Sigþórsson skrifa 28. janúar 2026 08:16 Mánudaginn 12. janúar 2026 birtist í Morgunblaðinu „fréttaskýring“ þar sem fjallað er um kennsluaðferðina Byrjendalæsi, undir heitinu „Vikið frá vísindum læsisfræðinnar“. Í fréttaskýringunni lætur höfundur hennar vaða á súðum um ýmislegt sem ekki stenst nánari skoðun enda er hlaðvarp bandarískrar blaðakonu eina heimildin sem vitnað er til. Hvergi er vitnað í fræðafólk eða rannsakendur á sviði læsismenntunar. Hér á eftir verða tilgreind fimm atriði í fréttaskýringunni sem ýmist eru hálfsannleikur eða hreinar rangfærslur og reynt að halda fram því sem sannara reynist. Tilvitnanir í fréttaskýringuna er skáletraðar og orðréttar tilvitnanir í gæsalöppum. Útbreiðsla og efasemdir „Byrjendalæsi er stefna sem hefur náð mikilli útbreiðslu í íslenskum grunnskólum sem hafa innleitt hana, vel að merkja gegn greiðslu.“ Það er vissulega stefna margra skóla að nota Byrjendalæsi. Nákvæmur fjöldi þeirra er á reiki því ekki fylgja allir aðferðinni sem einhvern tíma hafa innleitt hana. Um þessar mundir eru 65 grunnskólar af 175 (37%) með samning við Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) um faglegan stuðning við Byrjendalæsi. En Byrjendalæsi er ekki stefna (og síst af öllu er það stefna íslenskra stjórnvalda) heldur aðferð við þróun læsiskennslu sem skólar innleiða í samvinnu við ráðgjafa (MSHA). Ráðgjafarnir eru sérmenntaðir í læsismenntun og skólaþróun. Fyrir ráðgjöfina greiða skólar/sveitarfélög eins og fyrir aðra þjónustu sem þeir kaupa af fjölmörgum aðilum. Þróunarstarfið felur í sér fræðslu og leiðsögn um fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsleiðir barna, sem taka meðal annars mið af inngildingu, skipulagða starfsþróun kennara og ytra sem innra mat. Allt eru þetta lykilþættir í skólastefnu vestrænna þjóða. Byrjendalæsi er byggt á grunni rannsókna, bæði á árangursríkri læsiskennslu og starfsþróun. Um rannsóknargrunn aðferðarinnar, innleiðingu og útfærslu hennar í skólum sem kenna eftir henni má meðal annars lesa í ritrýndri bók: Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð sem út kom hjá Háskólaútgáfunni 2017. „… efasemdir um aðferðafræðina dúkka reglulega upp“. Sem betur fer er lifandi umræða og skiptar skoðanir um læsismenntun meðal kennara og fræðafólks. Í þeirri umræðu hafa þó aldrei, svo við vitum til, verið færð sannfærandi, fræðileg rök sem halla sérstaklega á Byrjendalæsi. Aftur á móti er rétt að árið 2015 efndi þáverandi menntamálaráðherra til deilna, þar sem ráðist var á Byrjendalæsi. Að því er best verður séð var tilgangurinn að ryðja brautina fyrir fimm ára læsisátak ráðherrans undir merkjum þjóðarsáttar um læsi sem hann fól þá nýstofnaðri Menntamálstofnun að skipuleggja. Markmiðið var að 90% nemenda gætu „lesið sér til gagns“, eins og það var orðað, að átakinu loknu 2018. Þetta þjóðarátak virðist nú flestum gleymt en umræðan nú er til vitnis um að við höfum fjarlægst þetta markmið fremur en að nálgast það. Nú rær nýr mennta- og barnamálaráðherra á sömu mið. Hvort þessar tilraunir til pólitískra afskipta af starfi kennara í íslenskum grunnskólum nægja til að halda því fram að gagnrýni á Byrjendalæsi „dúkki reglulega upp“ látum við lesendum eftir að meta. Krafan um „vísindalega sannreyndar“ kennsluaðferðir Gagnrýni á BL hefur snúið að því að aðferðafræði hennar sé ekki í samræmi við „vísindalega sannreyndar aðferðir við lestrarkennslu“. Það er rétt með farið í fréttaskýringunni að gagnrýni á Byrjendalæsi hefur snúið að þessu en ýmislegt grefur undan réttmæti þessarar gagnrýni þegar betur er að gáð. Ef raunverulega á að sýna fram á, eins og kallað er eftir í fréttaskýringunni, að kennsluaðferð sé „vísindalega sannreynd“ byggist það á því að árangur hennar sé metinn með endurteknum rannsóknum með tilraunasniði þar sem bornar eru saman mælingar á árangri nemendahópa sem fá kennslu samkvæmt aðferðinni og hópa sem fá annars konar kennslu. Þetta er aðlaðandi við fyrstu sýn en krefst þess þó að hægt sé útiloka áhrif frá öllu öðru en aðferðinni sjálfri, svo sem mismunandi hæfni kennara, áhrifum heimilis og jafningjahóps og mannlegum þáttum svo sem einstaklingsbundinni túlkun og skilningi, og samskiptum. Þetta er augljósum annmörkum háð í skólastarfi. Annar vandi er sá að erfitt er að gera samanburðarhæfar mælingar á fjölmörgu af því sem flestir eru sammála um að sé eftirsóknarverður árangur skólastarfs, svo sem námshæfni, námsáhuga, samskiptahæfni og félagsmótun og siðferðilegu gildismati. Krafan um að allar kennsluaðferðir séu „vísindalega sannreyndar“ býður þeirri hættu heim að við förum smátt og smátt að trúa því að það sem hægt er að mæla sé það sem mestu máli skiptir þannig að kennslan gangi fyrst og fremst út á að tryggja sem bestan mælanlegan árangur (t.d. á prófum) fremur en að næra þann flókna vef lýðræðislegra samskipta, félagsmótunar og farsældar sem öðru fremur ætti að liggja menntun til grundvallar. Flestir rannsakendur reyna því að fara bil beggja og safna sem fjölbreyttustum gögnum um sem flesta þætti í árangri nemenda, bæði megindlegum (s.s. mælingum) og eigindlegum (t.d. frásögnum og lýsingum). Sem dæmi má nefna rannsóknir á því sem oft er kallað best practice eða fyrirmyndarkennsla þar sem kortlagðar eru aðferðir kennara sem tekist hefur að laða fram bestan árangur (í þeim víða skilningi sem hér hefur verið lýst) nemenda sinna þannig að af þeim megi læra. Um Byrjendalæsi er það að segja að það er byggt á fjölda rannsókna á því sem einkennir árangursríka læsiskennslu og skólaþróun. Hér má vísa til 2. kafla fyrrgreindrar bókar um Rannsókn á Byrjendalæsi og styttri samantektar í grein sem birtist á visir.is 12.11.2022 undir fyrirsögninni: „Satt, hálfsatt og ósatt í umræðu um læsiskennslu á Íslandi: Einkenni árangursríkrar læsiskennslu.“ Hið óbætanlega tjón kynslóðanna BL sækir innblástur til aðferða sem hafa „valdið óbætanlegu tjóni í hinum enskumælandi heimi þar sem kynslóð eftir kynslóð hefur útskrifast úr námi þar sem hátt hlutfall nemenda getur ekki lesið sér til gagns“. Hér er hátt reitt til höggs. Rétt er að málheildaraðferðir í læsismenntun urðu áhrifamiklar í mörgum enskumælandi löndum á ofanverðum áttunda áratug og fram á tíunda tug síðustu aldar. Síðan sló í bakseglin og heildaraðferðir hafa hvergi átt upp á pallborðið í enskumælandi löndum það sem af er þessari öld. Það eru því ekki nema rétt um 40 ár síðan blómaskeið heildaraðferða hófst og um það bil 20 ár síðan því lauk og því er erfitt að sjá fyrir sér hvernig „kynslóð eftir kynslóð“ hefur orðið fyrir því „óbætanlegu tjóni“ af aðferðinni sem lýst er í fréttaskýringunni. Það er rétt með farið í fréttaskýringunni að málheildaraðferðir voru einkum gagnrýndar fyrir að vanrækja markvissa kennslu í því að átta sig á sambandi bókstafa og málhljóða til að geta lesið texta hratt og af öryggi. Yfirleitt er þetta kallað umskráning og talað um læsiskennslu sem er að miklu eða öllu leyti byggð á þjálfun í henni sem hljóðaaðferð eða eindaraðferð. Það sem af er þessari öld má segja að stefna stjórnvalda og fyrirmæli til kennara hafi, a.m.k. í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum, einkennst af fyrirmælum til skóla og kennara um eindaraðferðir sem meginþátt í lestrarkennslu. Ekki er þó hægt að sjá að í Bretlandi hafi þessi umskipti bætt þann árangur nemenda sem mælist á PISA prófunum því hann hefur farið lækkandi það sem af er öldinni. Samvirkar aðferðir og vægi vísindanna Byrjendalæsi tilheyrir flokki samvirkra aðferða og „hættan við samvirkar aðferðir er sú að hljóðaaðferðin, sem er hin vísindalega sannreynda aðferð við að öðlast læsi, fær ekki nógu mikið vægi í kennslunni og/eða er kennd með ómarkvissum hætti“. Það er rétt að Byrjendalæsi tilheyrir flokki samvirkra aðferða þar sem lögð er áhersla á jafnvægi milli þeirra póla sem lýst hefur verið hér að framan. Það breytir engu um þá staðreynd að í fréttaskýringunni er dregin sú ályktun af stuttu kynningarmyndbandi að svo sé ekki en sneitt hjá niðurstöðum rannsóknarinnar á innleiðingu og aðferðum Byrjendalæsis sem birtar voru í áðurnefndri bók 2017. Samvirk aðferð er ekki málamiðlun eins og haldið er fram í fréttaskýringunni. Hún er viðurkenning á því að læsi er vissulega háð færni við umskráningu og um það er ekki lengur neinn ágreiningur meðal læsisfræðinga. En hún er einnig viðurkenning á því að þótt tæknileg færni sé nauðsynleg dugar hún skammt ein og sér og það er varasöm einföldun að líta svo á að hún nægi til að kveða upp þann úrskurð að einhver sé læs, hvað þá fulllæs. Læsi felur jafnframt í sér ritun, tjáningu og sköpun, skilning, ályktunarhæfni og viðhorf. Það er háð félagslegum og menningarlegum bakgrunni einstaklinga og fjölskyldna; er félagslegt í eðli sínu, snýst um sköpun og miðlun merkingar og á sér aldrei stað í tómarúmi eða óháð stað og stund og bakgrunni þess sem les eða skrifar. Hljóðaaðferð er þess vegna ekki hin „vísindalega sannreynda aðferð við að öðlast læsi“ þótt hún hafi reynst vel við að kenna börnum að átta sig á sambandi stafa og hljóða og auðveldara að sé að mæla hraða og öryggi í umskráningu en aðra þætti sem gera börn læs. Bresku menntunarfræðingarnir Dominic Wyse, og Alice Bradbury birtu árið 2021 skýrslu undir heitinu: Reading wars or reading reconciliation? A critical examination of robust research evidence, curriculum policy and teachers´ practices for teaching phonics and reading um niðurstöður viðamikillar safngreiningar (e. meta-analysis) á 55 langtímarannsóknum með tilraunasniði á læsiskennslu. Einnig byggðu þau á spurningalista til 2205 kennara. Meginniðurstaða þeirra er sú að rannsóknin styðji á engan hátt gagnsemi einhliða áherslu á hljóðaaðferð og umskráningu í læsiskennslu og útilokun heildaraðferða. Niðurstöður þeirra gefa til kynna að blandaðar aðferðir þar sem kennsla í umskráningu og öðrum tæknilegum þáttum lestrar fer fram í samhengi við merkingarbæra texta þar sem lögð er áhersla á alla þætti læsis skili bestum árangri. Þau komast enn fremur að þeirri niðurstöðu að þörf sé á endurmati á kostum og takmörkunum heildaraðferða og að óvægin gagnrýni á þær sé illa grunduð og standist ekki vísindalega skoðun. Að lokum Erlendum læsisfræðingum verður tíðrætt um læsisstríð (e. reading wars). Eins og önnur stríð eru þau jafnan versta leiðin til að útkljá ágreining og bitna jafnan á þeim sem síst skyldi og síst geta borið hönd fyrir höfuð sér, börnunum sjálfum. Það læsisstríð sem nú viðist vera skollið á hér á landi með embættistöku nýs mennta- og barnamálaráðherra er engin undantekning. Sannleikurinn vill einnig oft verða illa úti í fréttaflutningi af stríðsátökum og þess vegna er það lofsverð viðleitni til að leita sannleikans að skrifa fréttaskýringar. En þær verða þá að standa undir nafni, byggjast á gögnum og þekkingu og draga fram mismunandi hliðar mála. Annars er ver af stað farið en heima setið. Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Guðmundur Engilbertsson lektor og deildarforseti Kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir læsisfræðingur. Rannveig Oddsdóttir dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rúnar Sigþórsson fyrrverandi prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Háskólar Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Sjá meira
Mánudaginn 12. janúar 2026 birtist í Morgunblaðinu „fréttaskýring“ þar sem fjallað er um kennsluaðferðina Byrjendalæsi, undir heitinu „Vikið frá vísindum læsisfræðinnar“. Í fréttaskýringunni lætur höfundur hennar vaða á súðum um ýmislegt sem ekki stenst nánari skoðun enda er hlaðvarp bandarískrar blaðakonu eina heimildin sem vitnað er til. Hvergi er vitnað í fræðafólk eða rannsakendur á sviði læsismenntunar. Hér á eftir verða tilgreind fimm atriði í fréttaskýringunni sem ýmist eru hálfsannleikur eða hreinar rangfærslur og reynt að halda fram því sem sannara reynist. Tilvitnanir í fréttaskýringuna er skáletraðar og orðréttar tilvitnanir í gæsalöppum. Útbreiðsla og efasemdir „Byrjendalæsi er stefna sem hefur náð mikilli útbreiðslu í íslenskum grunnskólum sem hafa innleitt hana, vel að merkja gegn greiðslu.“ Það er vissulega stefna margra skóla að nota Byrjendalæsi. Nákvæmur fjöldi þeirra er á reiki því ekki fylgja allir aðferðinni sem einhvern tíma hafa innleitt hana. Um þessar mundir eru 65 grunnskólar af 175 (37%) með samning við Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA) um faglegan stuðning við Byrjendalæsi. En Byrjendalæsi er ekki stefna (og síst af öllu er það stefna íslenskra stjórnvalda) heldur aðferð við þróun læsiskennslu sem skólar innleiða í samvinnu við ráðgjafa (MSHA). Ráðgjafarnir eru sérmenntaðir í læsismenntun og skólaþróun. Fyrir ráðgjöfina greiða skólar/sveitarfélög eins og fyrir aðra þjónustu sem þeir kaupa af fjölmörgum aðilum. Þróunarstarfið felur í sér fræðslu og leiðsögn um fjölbreyttar kennsluaðferðir og námsleiðir barna, sem taka meðal annars mið af inngildingu, skipulagða starfsþróun kennara og ytra sem innra mat. Allt eru þetta lykilþættir í skólastefnu vestrænna þjóða. Byrjendalæsi er byggt á grunni rannsókna, bæði á árangursríkri læsiskennslu og starfsþróun. Um rannsóknargrunn aðferðarinnar, innleiðingu og útfærslu hennar í skólum sem kenna eftir henni má meðal annars lesa í ritrýndri bók: Byrjendalæsi: Rannsókn á innleiðingu og aðferð sem út kom hjá Háskólaútgáfunni 2017. „… efasemdir um aðferðafræðina dúkka reglulega upp“. Sem betur fer er lifandi umræða og skiptar skoðanir um læsismenntun meðal kennara og fræðafólks. Í þeirri umræðu hafa þó aldrei, svo við vitum til, verið færð sannfærandi, fræðileg rök sem halla sérstaklega á Byrjendalæsi. Aftur á móti er rétt að árið 2015 efndi þáverandi menntamálaráðherra til deilna, þar sem ráðist var á Byrjendalæsi. Að því er best verður séð var tilgangurinn að ryðja brautina fyrir fimm ára læsisátak ráðherrans undir merkjum þjóðarsáttar um læsi sem hann fól þá nýstofnaðri Menntamálstofnun að skipuleggja. Markmiðið var að 90% nemenda gætu „lesið sér til gagns“, eins og það var orðað, að átakinu loknu 2018. Þetta þjóðarátak virðist nú flestum gleymt en umræðan nú er til vitnis um að við höfum fjarlægst þetta markmið fremur en að nálgast það. Nú rær nýr mennta- og barnamálaráðherra á sömu mið. Hvort þessar tilraunir til pólitískra afskipta af starfi kennara í íslenskum grunnskólum nægja til að halda því fram að gagnrýni á Byrjendalæsi „dúkki reglulega upp“ látum við lesendum eftir að meta. Krafan um „vísindalega sannreyndar“ kennsluaðferðir Gagnrýni á BL hefur snúið að því að aðferðafræði hennar sé ekki í samræmi við „vísindalega sannreyndar aðferðir við lestrarkennslu“. Það er rétt með farið í fréttaskýringunni að gagnrýni á Byrjendalæsi hefur snúið að þessu en ýmislegt grefur undan réttmæti þessarar gagnrýni þegar betur er að gáð. Ef raunverulega á að sýna fram á, eins og kallað er eftir í fréttaskýringunni, að kennsluaðferð sé „vísindalega sannreynd“ byggist það á því að árangur hennar sé metinn með endurteknum rannsóknum með tilraunasniði þar sem bornar eru saman mælingar á árangri nemendahópa sem fá kennslu samkvæmt aðferðinni og hópa sem fá annars konar kennslu. Þetta er aðlaðandi við fyrstu sýn en krefst þess þó að hægt sé útiloka áhrif frá öllu öðru en aðferðinni sjálfri, svo sem mismunandi hæfni kennara, áhrifum heimilis og jafningjahóps og mannlegum þáttum svo sem einstaklingsbundinni túlkun og skilningi, og samskiptum. Þetta er augljósum annmörkum háð í skólastarfi. Annar vandi er sá að erfitt er að gera samanburðarhæfar mælingar á fjölmörgu af því sem flestir eru sammála um að sé eftirsóknarverður árangur skólastarfs, svo sem námshæfni, námsáhuga, samskiptahæfni og félagsmótun og siðferðilegu gildismati. Krafan um að allar kennsluaðferðir séu „vísindalega sannreyndar“ býður þeirri hættu heim að við förum smátt og smátt að trúa því að það sem hægt er að mæla sé það sem mestu máli skiptir þannig að kennslan gangi fyrst og fremst út á að tryggja sem bestan mælanlegan árangur (t.d. á prófum) fremur en að næra þann flókna vef lýðræðislegra samskipta, félagsmótunar og farsældar sem öðru fremur ætti að liggja menntun til grundvallar. Flestir rannsakendur reyna því að fara bil beggja og safna sem fjölbreyttustum gögnum um sem flesta þætti í árangri nemenda, bæði megindlegum (s.s. mælingum) og eigindlegum (t.d. frásögnum og lýsingum). Sem dæmi má nefna rannsóknir á því sem oft er kallað best practice eða fyrirmyndarkennsla þar sem kortlagðar eru aðferðir kennara sem tekist hefur að laða fram bestan árangur (í þeim víða skilningi sem hér hefur verið lýst) nemenda sinna þannig að af þeim megi læra. Um Byrjendalæsi er það að segja að það er byggt á fjölda rannsókna á því sem einkennir árangursríka læsiskennslu og skólaþróun. Hér má vísa til 2. kafla fyrrgreindrar bókar um Rannsókn á Byrjendalæsi og styttri samantektar í grein sem birtist á visir.is 12.11.2022 undir fyrirsögninni: „Satt, hálfsatt og ósatt í umræðu um læsiskennslu á Íslandi: Einkenni árangursríkrar læsiskennslu.“ Hið óbætanlega tjón kynslóðanna BL sækir innblástur til aðferða sem hafa „valdið óbætanlegu tjóni í hinum enskumælandi heimi þar sem kynslóð eftir kynslóð hefur útskrifast úr námi þar sem hátt hlutfall nemenda getur ekki lesið sér til gagns“. Hér er hátt reitt til höggs. Rétt er að málheildaraðferðir í læsismenntun urðu áhrifamiklar í mörgum enskumælandi löndum á ofanverðum áttunda áratug og fram á tíunda tug síðustu aldar. Síðan sló í bakseglin og heildaraðferðir hafa hvergi átt upp á pallborðið í enskumælandi löndum það sem af er þessari öld. Það eru því ekki nema rétt um 40 ár síðan blómaskeið heildaraðferða hófst og um það bil 20 ár síðan því lauk og því er erfitt að sjá fyrir sér hvernig „kynslóð eftir kynslóð“ hefur orðið fyrir því „óbætanlegu tjóni“ af aðferðinni sem lýst er í fréttaskýringunni. Það er rétt með farið í fréttaskýringunni að málheildaraðferðir voru einkum gagnrýndar fyrir að vanrækja markvissa kennslu í því að átta sig á sambandi bókstafa og málhljóða til að geta lesið texta hratt og af öryggi. Yfirleitt er þetta kallað umskráning og talað um læsiskennslu sem er að miklu eða öllu leyti byggð á þjálfun í henni sem hljóðaaðferð eða eindaraðferð. Það sem af er þessari öld má segja að stefna stjórnvalda og fyrirmæli til kennara hafi, a.m.k. í Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum, einkennst af fyrirmælum til skóla og kennara um eindaraðferðir sem meginþátt í lestrarkennslu. Ekki er þó hægt að sjá að í Bretlandi hafi þessi umskipti bætt þann árangur nemenda sem mælist á PISA prófunum því hann hefur farið lækkandi það sem af er öldinni. Samvirkar aðferðir og vægi vísindanna Byrjendalæsi tilheyrir flokki samvirkra aðferða og „hættan við samvirkar aðferðir er sú að hljóðaaðferðin, sem er hin vísindalega sannreynda aðferð við að öðlast læsi, fær ekki nógu mikið vægi í kennslunni og/eða er kennd með ómarkvissum hætti“. Það er rétt að Byrjendalæsi tilheyrir flokki samvirkra aðferða þar sem lögð er áhersla á jafnvægi milli þeirra póla sem lýst hefur verið hér að framan. Það breytir engu um þá staðreynd að í fréttaskýringunni er dregin sú ályktun af stuttu kynningarmyndbandi að svo sé ekki en sneitt hjá niðurstöðum rannsóknarinnar á innleiðingu og aðferðum Byrjendalæsis sem birtar voru í áðurnefndri bók 2017. Samvirk aðferð er ekki málamiðlun eins og haldið er fram í fréttaskýringunni. Hún er viðurkenning á því að læsi er vissulega háð færni við umskráningu og um það er ekki lengur neinn ágreiningur meðal læsisfræðinga. En hún er einnig viðurkenning á því að þótt tæknileg færni sé nauðsynleg dugar hún skammt ein og sér og það er varasöm einföldun að líta svo á að hún nægi til að kveða upp þann úrskurð að einhver sé læs, hvað þá fulllæs. Læsi felur jafnframt í sér ritun, tjáningu og sköpun, skilning, ályktunarhæfni og viðhorf. Það er háð félagslegum og menningarlegum bakgrunni einstaklinga og fjölskyldna; er félagslegt í eðli sínu, snýst um sköpun og miðlun merkingar og á sér aldrei stað í tómarúmi eða óháð stað og stund og bakgrunni þess sem les eða skrifar. Hljóðaaðferð er þess vegna ekki hin „vísindalega sannreynda aðferð við að öðlast læsi“ þótt hún hafi reynst vel við að kenna börnum að átta sig á sambandi stafa og hljóða og auðveldara að sé að mæla hraða og öryggi í umskráningu en aðra þætti sem gera börn læs. Bresku menntunarfræðingarnir Dominic Wyse, og Alice Bradbury birtu árið 2021 skýrslu undir heitinu: Reading wars or reading reconciliation? A critical examination of robust research evidence, curriculum policy and teachers´ practices for teaching phonics and reading um niðurstöður viðamikillar safngreiningar (e. meta-analysis) á 55 langtímarannsóknum með tilraunasniði á læsiskennslu. Einnig byggðu þau á spurningalista til 2205 kennara. Meginniðurstaða þeirra er sú að rannsóknin styðji á engan hátt gagnsemi einhliða áherslu á hljóðaaðferð og umskráningu í læsiskennslu og útilokun heildaraðferða. Niðurstöður þeirra gefa til kynna að blandaðar aðferðir þar sem kennsla í umskráningu og öðrum tæknilegum þáttum lestrar fer fram í samhengi við merkingarbæra texta þar sem lögð er áhersla á alla þætti læsis skili bestum árangri. Þau komast enn fremur að þeirri niðurstöðu að þörf sé á endurmati á kostum og takmörkunum heildaraðferða og að óvægin gagnrýni á þær sé illa grunduð og standist ekki vísindalega skoðun. Að lokum Erlendum læsisfræðingum verður tíðrætt um læsisstríð (e. reading wars). Eins og önnur stríð eru þau jafnan versta leiðin til að útkljá ágreining og bitna jafnan á þeim sem síst skyldi og síst geta borið hönd fyrir höfuð sér, börnunum sjálfum. Það læsisstríð sem nú viðist vera skollið á hér á landi með embættistöku nýs mennta- og barnamálaráðherra er engin undantekning. Sannleikurinn vill einnig oft verða illa úti í fréttaflutningi af stríðsátökum og þess vegna er það lofsverð viðleitni til að leita sannleikans að skrifa fréttaskýringar. En þær verða þá að standa undir nafni, byggjast á gögnum og þekkingu og draga fram mismunandi hliðar mála. Annars er ver af stað farið en heima setið. Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Guðmundur Engilbertsson lektor og deildarforseti Kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir læsisfræðingur. Rannveig Oddsdóttir dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rúnar Sigþórsson fyrrverandi prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun