Innlent

Leiðir samninga­viðræðurnar við bændur

Atli Ísleifsson skrifar
Jarþrúður Ásmundsdóttir.
Jarþrúður Ásmundsdóttir. Stjr

Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Þar kemur frað að núverandi fyrirkomulag stuðningskerfisins renni út í lok þessa árs. 

„Mikilvægt er að skýr stefna verði mörkuð um framhaldið og hafa stjórnvöld átt í undirbúningsviðræðum við Bændasamtökin á síðustu mánuðum. Stjórnvöld hafa einkum tekið mið af þeim áherslum sem finna má í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, landbúnaðarstefnu sem Alþingi samþykkti 2023 og áunninni reynslu af núverandi kerfi.

Jarþrúður Ásmundsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og starfar hjá Fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×