Sport

Dag­skráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garða­bæ og dregið í Meistara­deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stólarnir töpuðu síðasta leik og mæta örugglega grimmir í Garðabæinn í kvöld.
Stólarnir töpuðu síðasta leik og mæta örugglega grimmir í Garðabæinn í kvöld. vísir/Diego

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Sextándu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta lýkur með tveimur leikjum í beinni og eftir leikina mun Bónus Körfuboltakvöld síðan gera upp alla umferðina á sinn einstaka hátt.

Stórleikur kvöldsins er í Garðabænum þar sem Stjörnumenn fá Stólana í heimsókn en Þór fær Keflavík í heimsókn í Þorlákshöfn í hinum leiknum. Leikjunum var báðum flýtt vegna undanúrslitaleiks Íslands og Danmerkur á HM í handbolta.

Það verður dregið í bæði Meistaradeild og Evrópudeild í hádeginu og þar bíða margir spenntir eftir því hvaða stórleikir koma upp úr hattinum.

Það verður sýndur leikur úr ensku B-deildinni, þýsku kvennadeildinni, frá golfmótum hjá báðum kynjum og frá leik í bandarísku ishokkí-deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport Ísland

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik Stjörnunnar og Tindastóls í Bónus-deild karla í körfubolta.

Klukkan 22.00 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem farið verður yfir alla leiki sextándu umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 16.50 hefst bein útsending frá leik Þórs Þorl. og Keflavíkur í Bónus-deild karla í körfubolta.

Sýn Sport

Klukkan 11.00 hefst bein útsending frá drættinum í umspil og sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Klukkan 12.00 hefst bein útsending frá drættinum í umspil og sextán liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Sýn Sport 4

Klukkan 08.30 hefst útsending frá Bahrain Championship-golfmótinu á DP World Tour.

Klukkan 16.30 hefst útsending frá Tournament of Champions-golfmótinu á LPGA-mótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 17.25 hefst bein útsending frá leik Zeiss Jena og Bayern München í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.

Klukkan 19.55 hefst bein útsending frá leik Bristol City og Derby í ensku B-deildinni í fótbolta.

Klukkan 01.35 hefst bein útsending frá leik Chicago Blackhawks og Columbus Blue Jackets í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×