Ísland í dag - Var ólétt að öðru barni þeirra þegar Hemmi dó

Hermann Fannar Valgarðsson eða Hemmi eins og hann var alltaf kallaður var bráðkvaddur Í nóvember 2011 aðeins 31 árs. Kvöldið sem hann lést hafði hann fundið til slappleika og því ákveðið að fara út að skokka. Þegar farið var að lengja eftir honum fór móðir hans út að leita. Hún fann hann látinn á hlaupabrautinni í Kaplakrika í Hafnarfirði. Sara Óskarsdóttir, sem var eiginkona Hemma, segir sögu þeirra í þætti kvöldsins en þau eignuðust einn son og var hún ólétt að þeirra öðru barni þegar Hemmi dó. Nú líður senn að afmæli Hemma en hann hefði orðið fertugur 22. febrúar næstkomandi. Í tilefni af því verða haldnir styrktar- og minnigartónleikar í Bæjarbíó. Allur ágóði tónleikanna rennur til Sorgarmiðstöðvarinnar sem er þjónustumiðstöð fyrir syrgjendur og aðstandendur.

13249
12:00

Vinsælt í flokknum Ísland í dag