Brynjar Þór: Maður segir aldrei alveg skilið við körfuboltann
Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, tilkynnti í gær að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril í körfubolta. Brynjar segist þó ekki alveg horfinn af sjónarsviðinu en ætlar að taka sér smá pásu frá boltanum.