Sameiginlegt rými og veggmyndir í nýjum stúdentaíbúðum

Nýr stúdentagarður við Hagatorg var vígður við hátíðlega athöfn í dag. Í húsinu var áður Hótel Saga en þar búa nú eitt hundrað og ellefu nemendur við Háskóla Íslands. Í húsinu er meðal annars sameiginlegt rými fyrir stúdenta og á veggjunum eru myndir og molar um sögu þess. Stúdentaíbúðum hefur fölgað umtalsvert á síðustu þremur árum, eða um ríflega fjögur hundruð leigueiningar. Borgarstjóri segir viðbótina gagnast leigumarkaðnum og borgarskipulaginu í heild.

208
01:12

Vinsælt í flokknum Fréttir