Ísland í dag - Diddú býr til besta pestó í heimi og býr eins og í Góða hirðinum

Sigrún Hjálmtýsdóttir er þekkt fyrir að vera algjör snilldar kokkur og margir segja að hún búi til besta pestó og pastasósur í heimi. Sigrún eða Diddú eins og hún er oftast kölluð hefur búið á Ítalíu við söngnám og þar lærði hún ítalska matargerð sem hún heillar sína gesti með. Diddú býr í Mosfellsdalnum í mjög fallegu gömlu húsi sem hún hefur innréttað á einstakan hátt og segir hún að það sé eins og í Góða hirðinum því hún kaupir aldrei neitt nýtt á heimilið heldur er allt gamalt og klassískt heima hjá henni. Nú er Diddú að undirbúa mega afmælistónleika í Hörpu þann 7. september og þar mun hún fá með sér nokkra leynigesti sem mikil spenna hefur myndast um. Vala Matt fór og heimsótti Diddú í þetta einstaka hús og fékk uppskriftir að dásamlegum pastasósum.

94
14:09

Vinsælt í flokknum Ísland í dag