Myndbandaspilari er að hlaða.
Núverandi tími 0:00
Lengd 0:00
Hlaðið: 0%
Streymistegund BEINT
Eftirstandandi tími 0:00
 
1x
    • Kaflar
    • lýsingar af, valið
    • textar af, valið

      Í bítið - Stofnfrumur á mannamáli

      Tómas Guðbjartsson, prófessor við læknadeild Magnús Karl Magnússon prófessor við læknadeild tala hér um stofnfrumur. Háskóli Íslands stendur fyrir tveimur málþingum í Hátíðasal Aðalbyggingar laugardaginn 9. júní í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að plastbarki baðaður stofnfrumum var í fyrsta sinn græddur í mann. Aðalstjórnandi skurðaðgerðarinnar, Paolo Macchiarini, prófessor við Karolinska Institutet í Stokkhólmi, er meðal ræðumanna á fyrra málþinginu. Aðgerðin sem um ræðir vakti heimsathygli og var fjallað um hana í stærstu fjölmiðlum heims. Þáttur Háskóla Íslands og Landspítalans í aðgerðinni var allnokkur því Tómas Guðbjartsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, framkvæmdi aðgerðina í samstarfi við Macchiarini og samstarfsmenn hans. Enn fremur var sjúklingurinn, Erítreubúinn Andemariam T. Beyene, á þeim tíma nemandi við Háskóla Íslands en hann lauk meistaragráðu í jarðeðlisfræði í febrúar síðastliðnum.

      1663
      12:32

      Vinsælt í flokknum Bítið