Biðin eftir fyrsta sigri Blika lengist

Bið Blika eftir fyrsta sigrinum í Sambandsdeildinni í fótbolta lengist enn en liðið gerði markalaust jafntefli við finnska liðið KuPS á Laugardalsvellinum í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Bikarliðsins undir stjórn Ólafs Inga Skúlasonar og fyrsti heimaleikur liðsins í þessari keppni. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, fékk frábært færi til að koma liðinu yfir á 57. mínútu en skaut þá framhjá úr vítaspyrnu. Þeir fara mjög svekktir af velli. Þetta er fyrsta stig Blika í keppninni en liðið á þó enn eftir að koma boltanum í mark andstæðinga sinna eftir 3-0 tap á móti Lausanne í fyrsta leik.

30
00:38

Vinsælt í flokknum Fótbolti