

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Margrét tekur ekki sæti á lista Samfylkingarinnar
Margrét var færð niður um sæti vegna aldurs, en hún er 44 ára.

Sigrún Magnúsdóttir: „Lúxusvandamál fyrir Framsóknarflokkinn“
Umhverfis- og auðlindaráðherra gefur ekki upp hvern hún mun kjósa. Vigdís Hauksdóttir á von á stórsigri Sigmundar Davíðs í kosningu til formanns.

Sigurður Ingi mættur á kjördæmisþing Framsóknarflokksins
Þingið hefst klukkan ellefu og þar mun framboðslisti flokksins í kjördæminu vera staðfestur.

Jákvæðari andi í Alþingishúsinu
Katrín Júlíusdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Jóhanna Sigmundsdóttir hverfa af þingi eftir mánuð. Þær segja frá eftirminnilegustu atburðunum á ferlinum og ræða um lífið eftir að þingstörfum lýkur.

Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins
Ritari Sjálfstæðisflokksins telur ekki fót fyrir gagnrýni nokkurra stjórnarkvenna í Landssambandi sjálfstæðiskvenna sem sögðu sig úr flokknum vegna íhaldssemi hans í jafnréttismálum. Tvær þingkonur segja eitthvað til í gagnrýninni.

Umræður á fundinum voru erfiðar en hreinskilnar
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra hjó á hnútinn í Framsóknarflokknum í gær með því að bjóða sig fram til formanns flokksins. Prófessor í stjórnmálafræði segir óvenjuharkalegt uppgjör eiga sér stað innan flokksins.

Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir LÍN-frumvarp
Stjórnarandstaðan mun koma í veg fyrir að LÍN-frumvarp menntamálaráðherra verði samþykkt enda málið ekki nógu gott. Þetta segir þingmaður Pírata en frumvarpið var afgreitt úr allsherjar- og menntamálanefnd í dag.

Sigurður Ingi tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt á fundinum í dag
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins tilkynnti þingflokknum ekki um framboð sitt til formanns á þingflokksfundinum sem haldinn var í dag.

Margir þingmenn Framsóknarflokksins telja æskilegt að kosið verði um formannsembættið
Á löngum auka þingflokksfundi Framsóknarflokksins í dag kom fram óánægja þingmanna með svör Sigmundar Davíðs við Wintris-málinu.

Sigurður Ingi: „Óheppilegt fyrir flokkinn að halda áfram í því andrúmi sem hann er í í dag“
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir að það hafi verið erfið ákvörðun að bjóða sig fram til formanns flokksins en Vísir greindi frá framboði formannsins fyrr í kvöld.

Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag.

Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum
Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag.

Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð
Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna.

Kári Stef og Katrín Jakobs báru af en Þorvaldur minnti á pabba Einars Áskels
Oddvitar flokkanna tólf mættust í umræðum í sjónvarpssal RÚV í gærkvöldi og vöru fjörugar umræður í góða tvo klukkutíma.

Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings
Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

Pendúllinn: Haraldi hótað, að vera eða ekki vera skýrsla og hver er þessi Kári?
Pendúllinn er hlaðvarpsþáttur á Vísi þar sem nýjustu vendingar stjórnmálanna eru krufnar til mergjar.

Krísufundur hjá Framsóknarflokknum
Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins.

Björt vill ekki að sitja undir kjaftæði miðaldra kalla
Heldur sló í brýnu milli þeirra Jóns Gunnarssonar og Bjartar Ólafsdóttur í útvarpi í morgun.

Samfylkingin samþykkir lista í Reykjavík
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Össur Skarphéðinsson, sitjandi þingmenn, munu leiða listana.

Píratar ráku kosningastjóra vegna skoðanaágreinings
Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Pírata, lét í gær af störfum. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata, segir að ástæðan sé sú að ágreiningur hafi verið um framkvæmd kosningabaráttunnar.

Kári spurði hvernig frambjóðendur ætli að hunskast til að fjármagna heilbrigðiskerfið
Kári Stefánsson spurði frambjóðendur hvernig þeir ætli að setja saman heildarstefnu um heilbrigðismál og hrinda henni í framkvæmd, komist þeir í ríkisstjórn, í kappræðunum á RÚV í kvöld.

Bjarni: „Galið“ að hafa inngöngu í ESB á stefnuskránni fyrir kosningar
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kappræðum RÚV í kvöld „ágætt“ að Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar gengist við því að flokkurinn hans vilji ganga inn í Evrópusambandið en varpaði jafnframt fram þeirri spurningu hvers vegna væri verið að ræða inngöngu í ESB nú.

Listi Samfylkingar í Suðurkjördæmi samþykktur
Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, mun leiða listann en Ólafur Þór Ólafsson skipar annað sæti listans.

Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir tilefnislausri og ótrúlegri árás
Formaður Framsóknar sagðist í sjónvarpskappræðum RÚV telja að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi farið í gegnum viðlíka skoðun á einkahögum sínum eins og hann og fjölskylda sín síðustu misseri.

Kappræður kvöldsins á Twitter: „Er Dressman búið að finna ný módel?“
Fyrstu kappræðurnar í sjónvarpi fyrir komandi þingkosningar fara fram á RÚV í kvöld en búið er að boða til þingrofs og kosninga þann 29. október næstkomandi.

Alþýðufylkingin kynnir fullskipaðan lista í Reykjavík norður
Vésteinn Valgarðsson leiðir listann en Sólveig Hauksdóttir skipar annað sætið.

Könnun MMR: Píratar og Sjálfstæðisflokkur á pari
Viðreisn bætir við sig fylgi en Björt framtíð stendur í stað.

Þrjár þungavigtarkonur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna óánægju með jafnréttismál
Segja þær "fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum.“

Össur sakar stjórnarmeirihlutann um að vaða yfir stjórnarskrána á skítugum skónum
Atkvæðagreiðslu um ESB tilskipun um fjármálastofnanir frestað vegna efasemda um að hún standist stjórnarskrá.