

Alþingi
Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Listasafnið mögulega í gamla Landsbankahúsið
Ríkisstjórnin hyggst kanna fýsileika þess að gera breytingar á húsnæði opinberra stofnanna. Það sem er til skoðunar er meðal annars að Listasafn Íslands flytji í gamla Landsbankahúsið, að Hæstiréttur fari í Safnahúsið og að húsnæði Hæstaréttar geti nýst fyrir Landsrétt. Forsætisráðherra kveðst bjartsýn á mögulegar breytingar á stjórnarskrá.

Tillögur að breyttri stjórnarskrá: Alþingismenn staðfesti ekki endanlega eigin kjörbréf
Greinargerðum sérfræðinga sem forsætisráðherra fól að taka saman um kafla stjórnarskrárinnar sem fjalla um Alþingi, dómstóla og mannréttindi hefur nú verið skilað til forsætisráðuneytisins. Eitt helsta nýmælið sem lagt er til er að stjórnmálasamtök og frambjóðendur geti kært ákvörðun Alþingis um gildi kosninga til Hæstaréttar.

Óttast að allt logi í verkföllum eftir áramót
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, óttast að verkföll verði tíð á næsta ári og að stjórnvöld þurfi að koma að gerð kjarasamninga. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífisins, segir að semja þurfi af skynsemi.

Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar
Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu.

Leggja fram frumvarp um kristinfræði í grunnskólum
Sex þingmenn á vegum Sjálfstæðisflokksins, Flokks fólksins og Vinstri grænna vilja að kristinfræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þingmennirnir hafa lagt fram frumvarp vegna málsins og leggja til að kristinfræði verði kennd auk trúarbragðafræði.

„Það er ekki endalaust til, háttvirtur þingmaður“
Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina setja velferðina á ís með nýju fjárlagafrumvarpi. Fjármálaráðherra segir hana tala með óábyrgum hætti um opinber fjármál.

Bein útsending: Umræður um fjárlög
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mælir fyrir fjárlagafrumvarpi sínu á Alþingi í dag.

Ríkisstjórnin sé upptekin við innbyrðis rifrildi
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, telur ríkisstjórnina ekki hafa notað kjörtímabilið til góðs fyrir fólkið í landinu. Mikil orka fari í innbyrðis rifrildi og stjórnmálin snúist um eitthvað annað en það sem brennur á fólki.

Katrín segir krefjandi að vera í „óvenjulegri ríkisstjórn“
Forsætisráðherra flutti stefnuræða sína í kvöld á þingi. Hún fór yfir stóru málin í vetur og þau verkefni sem framundan eru. Hún sagði ríkisstjórnina óvenjulega en að þeim gengi vel að vinna saman. Þau myndu halda því áfram.

Bein útsending: Hlustaðu á stefnuræðu forsætisráðherra
Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra hefst klukkan 19:40 í kvöld. Að stefnuræðunni lokinni munu þingmenn frá hinum flokkunum halda sínar ræður.

„Augljóst að það er ekki traust til fjármálaráðherra að selja Íslandsbanka“
Búist er við miklum átökum á Alþingi í vetur þegar ríkisstjórnin leggur fram mörg umdeild frumvörp. Þingmenn stjórnarandstöðunnar spá því að efnahagsmálin verði umfangsmikil og treysta ekki fjármálaráðherra til að selja Íslandsbanka. Ríkisstjórnin er sögð rúin trausti.

Svona verður stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum háttað
Stefnuræða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra verður haldin klukkan 19:40 í kvöld. Að stefnuræðunni lokinni munu þingmenn frá hinum flokkunum halda sínar ræður.

Afar umdeild frumvörp meðal 212 þingmála ríkisstjórnarinnar
Alls eru 212 þingmál á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur, þar af 178 frumvörp og 24 þingsályktunartillögur. Um 33 frumvörp verða endurflutt frá síðasta þingi.

Tískan við þingsetningu: Litagleði og munstur
Þingmenn mættu prúðbúnir til þingsetningar í dag þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti setti Alþingi. Ljósmyndari á vegum Vísis var á staðnum og myndaði þingmenn.

„Virðist nú bara vera einhvers konar sprell hjá þeim“
Formenn tveggja stjórnarandstöðuflokka á þingi segja það sem kynnt er í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra ekki vera neitt nýtt. Formaður Miðflokksins segir fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar um aðhald í ríkisrekstri hljóma eins og „sprell“.

Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu
Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt.

Segja rangt að Samtökin '78 fái ekki fjárveitingu
Forsætisráðuneytið segir alrangt að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna Samtakanna '78 í fjárlögum næsta árs. Samtökin fái þó minna á næsta ári en þessu.

Guðni vísaði til slagara Bríetar við setningu Alþingis
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lagði áherslu á breytingar á íslensku samfélagi og fjölbreytileika þess við setningu Alþingis í dag. Hann sagði að í stjórnarskrá mætti koma fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi.

„Þetta er gríðarlegt högg“
Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir það gríðarlegt högg að sjá að fjárframlagi sé ekki úthlutað til verkefna samtakanna í fjárlagafrumvarpi ársins 2024. Hann kveðst þó vongóður um að því fáist breytt, verkefni samtakanna haldi áfram að stækka líkt og umræðan síðustu daga sýni fram á.

Bein útsending: Setning Alþingis
Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.

Skilur ekkert í yfirlýsingum um aðhald í ríkisfjármálum
Formaður Miðflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar fjármálaráðherra um aðhald í ríkisfjármálum þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt. Þingmaður Viðreisnar segir lítið nýtt í frumvarpinu.

„Við þurfum að fara fram á aðhald í ríkisrekstrinum“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum
Gert er ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum í nýju fjárlagafrumvarpi. Innleitt verður nýtt tekjuöflunarkerfi í tveimur áföngum. Fjármálaráðherra segir ríkið hafa gefið of mikið eftir af heildartekjum vegna rafbíla. Áfram verði hagkvæmara að eiga rafbíl.

Áfengis- og tóbaksgjöld hækka
Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024.

Áherslur taka mið af verðbólgu, aðhaldi og forgangsröðun
Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald.

Bein útsending: Fjármálaráðherra kynnir fjárlagafrumvarp
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra hefur boðað til fundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í dag. Á fundinum kynnir hann fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024.

Hildur nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Hildur Sverrisdóttir varð í dag nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Ingi kominn með nýja mjöðm
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra missti aldrei þessu vant af réttunum í ár þar sem hann er fastagestur. Ástæðan er sú að hann gekkst undir mjaðmaskiptaaðgerð í liðinni viku.

Víða leynast gersemar í geymslum
Við Íslendingar höfum löngum þótt nýjungagjarnir og á stundum jafnvel fram úr hófi. Það hefur til dæmis átt við þegar kemur að innanhússhönnun og húsbúnaði. Þá hefur öllu verið hent út og byrjað upp á nýtt, hvort sem um er að ræða fyrirtæki, stofnanir eða heimili.

„Banna hótelbyggingar? Hættu að bulla“
Efnahagsmál og verðbólga verða meðal þess sem verður meðal fyrirferðarmestu viðfangsefna á Alþingi á þeim þingvetri sem er framundan. Þing kemur saman í næstu viku.