Loksins ábyrg og öfgalaus útlendingapólitík í Samfylkingunni Gunnar Jörgen Viggósson skrifar 20. júní 2024 09:31 Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingi Innflytjendamál Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Þegar Kristrún Frostadóttir tók við formannshlutverki í Samfylkingunni lofaði hún flokksmönnum og almenningi öllum að undir hennar forystu myndi Samfylkingin sýna hæfni og styrk í stjórnarandstöðu. „Það gerum við með því að vera ábyrg. Ekki með því að skora ódýr stig. Ekki með því að eltast við „like“ eða lúta þeim sem hafa hæst á samfélagsmiðlum, þeim sem eru reiðastir í þjóðmálaumræðunni og nota stærstu orðin. Við verðum að brjótast út úr bergmálshellinum.“ Þetta hefur Kristrúnu og Samfylkingunni tekist með lofsverðum hætti síðastliðin tvö ár og fyrir vikið er Samfylkingin orðin sá flokkur sem flestir treysta fyrir landstjórninni samkvæmt skoðanakönnunum. Undanfarna mánuði hefur talsvert verið fjallað um afstöðu Samfylkingarinnar í útlendingamálum. Margir skynja breytingar hjá flokknum eftir að Helga Vala Helgadóttir vék af þingi og hætti að vera helsti talsmaður Samfylkingar í málum er varða hælisleitendur og flóttafólk. Afstaða Kristrúnar Frostadóttur og meirihluta þeirra sem skipa núverandi þingflokk virðist vera talsvert nær þeirri afstöðu sem systurflokkar Samfylkingar t.d. í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi og Bretlandi hafa tekið. Þessir flokkar leggja áherslu á mannúðlega móttöku flóttafólks en loka þó ekki augunum fyrir því að það eru takmörk fyrir því hversu mörgum er hægt að taka sómasamlega á móti á hverjum tíma og að það hversu opið eða lokað regluverkið er í hverju ríki fyrir sig hefur áhrif á það hversu margir sækja um vernd á hverjum stað. Nýlega sagði bæjarfulltrúi í Garðabæ sig úr Samfylkingunni vegna óánægju með afstöðu þingflokksins til útlendingafrumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Að mati bæjarfulltrúans og skoðanasystkina hennar er Samfylkingin búin að kasta mannréttindum út á hafsauga með því að leggjast ekki eindregið gegn öllum helstu breytingum frumvarpsins og berjast ekki eins og ljón gegn breytingunum í þingsal. Þá hefur verið látið í veðri vaka að Samfylkingin hafi skilað auðu og ekki tekið afstöðu. Raunin er hins vegar sú að flokkurinn tók afdráttarlausa afstöðu til hvers einasta ákvæðis frumvarpsins og rökstuddi mál sitt með nokkuð ítarlegum hætti, bæði út frá sjónarmiðum um mannúð og skilvirkni. Eins og fram kemur í nefndaráliti Dagbjartar Hákonardóttir þingkonu Samfylkingarinnar sem er eftirmaður Helgu Völu Helgadóttur í allsherjar- og menntamálanefnd studdi Samfylkingin þær breytingar frumvarpsins sem taldar voru „til þess fallnar að auka skilvirkni, hraða málsmeðferð og færa íslenska útlendingalöggjöf nær lagaumhverfi nágrannaríkja okkar“. Dagbjört lagði til breytingar á frumvarpinu sem hefðu fært íslenska útlendingalöggjöf nær þeirri norsku. Þær voru felldar af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi. Samfylkingin lagðist svo eindregið gegn dönsku reglunni sem stjórnarmeirihlutinn vildi innleiða um sérstakan 2 ára biðtíma vegna fjölskyldusameininga. „Breytingarnar eru til þess fallnar að valda flóttafólki vanlíðan, skapa einangrun og grafa undan farsælli inngildingu,“ segir í nefndaráliti Dagbjartar. „Jafnframt munu þær skapa réttarágreining í stjórnsýslu útlendingamála sem áður hefur ekki verið til staðar og vinna þannig gegn markmiðum um aukna skilvirkni og hraðari málsmeðferð.“ Í ljósi þess að þingflokkurinn hafði stutt mörg heillavænleg ákvæði frumvarpsins en hafnað öðrum var eðlilegast í stöðunni að greiða ekki atkvæði við lokaafgreiðslu málsins. Að reyna að mála slíkt upp sem alvarlegt afstöðuleysi eða einhvers konar aðför að mannréttindum dæmir sig sjálft. Að greiða atkvæði gegn máli þar sem Samfylkingin studdi mörg veigamikil atriði hefði verið merkingarlítil dyggðaskreyting; hefði kannski friðað háværasta fólkið á samfélagsmiðlum en engu breytt. Ég fann mig knúinn til að koma Samfylkingunni til varnar eftir að hafa fylgst með umræðu undanfarinna daga. En kannski er það óþarfi. Kristrún Frostadóttir og liðsfélagar hennar hafa sýnt að þau láta svona upphlaup ekki setja sig út af laginu. Nýja Samfylkingin hlýtur að halda sínu striki, með ábyrgum og öfgalausum málflutningi í útlendingamálum þar sem raunsæi og mannúð fara saman. Það hefur verið skortur á slíku í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er frumkvöðull.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun