Bara til bráðabirgða Þetta er nógu gott, svona til bráðabirgða, hugsaði ég með sjálfri mér og límdi filmu yfir síðustu rúðuna í útidyrahurðinni. Ég var búin að líma yfir sex rúður, með mattri plastfilmu sem fékkst á rúllum. Ódýrari týpan. Sú dýrari hefði litið betur út komin á glerið, ég segi það ekki, með sanseraðri áferð! En þessi var látin duga. Til bráðabirgða. Bakþankar 19. febrúar 2014 07:00
Enga fordóma Ég er nógu gamall til að muna eftir því þegar norska hljómsveitin Bobbysocks! fór með sigur af hólmi í Eurovision-keppninni 1985. Það var ári áður en Íslendingar sendu sitt fyrsta lag í keppnina, sjálfan Gleðibankann, sem mér finnst ennþá óskiljanlegt að hafi ekki unnið. Bakþankar 17. febrúar 2014 11:01
Blessuð ónáttúran Í fyrsta lögfræðitímanum sem ég sat vorum við látin hlusta á Dýrin í Hálsaskógi og ræddum hvort reglur skógarins um að ekkert dýr mætti borða annað dýr væru ósanngjarnar gagnvart Mikka ref. Mikki refur hefur aldrei og mun aldrei lifa á tófú. Dýrin nefnilega borða önnur dýr, eins og dönsku börnin voru minnt svo óþyrmilega á um daginn þegar gíraffinn Maríus Bakþankar 15. febrúar 2014 06:00
Ástarbréf til heimsins Allar Önnur í Afríku, Malíkar Grænlands, Litháar, kaffidrekkandi Kínverjar, Svíar sem flokka ekki rusl, gagnkynhneigðir skautadansarar, ófullnægðar unglingsstelpur, graðir búddistar, glaðir Samar, Indverjar í ástarsorg, Finnar í Hlíðunum, konan sem seldi mér ilmvatn á Rue du Borg Tibourg, strákarnir sem rændu mig í sumar, lögfræðingurinn minn, Bakþankar 14. febrúar 2014 06:00
Flóknara en algebra "Þetta er engin algebra, öll erum við eins,“ syngur Pollapönk í frábæru Eurovision-lagi sínu (það besta í keppninni að mínu mati). En ég er ekki sammála textabrotinu hér að ofan. Fordómar eru að vísu alls engin algebra, enda er algebra lokað og fastmótað heildarkerfi sem gengur upp í sjálfu sér – fordómar eru miklu flóknari en algebra! Bakþankar 13. febrúar 2014 06:00
Tímaflakk í flutningum Ég hef lítið ferðast um internetið síðustu daga. Hef bara ekki mátt vera að því þar sem ég stend í flutningum og ekki er boðið upp á nethangs á meðan. Hver einasta klukkustund síðustu sólarhringa hefur farið í að pakka niður í kassa, bera kassa, mála, þrífa og taka upp úr kössum og sér ekki fyrir endann á ósköpunum enn. Bakþankar 12. febrúar 2014 06:00
Litla fyrirmyndafólkið "Mamma, þarna er stæði til að leggja í,“ heyrðist í dóttur minni úr aftursætinu er við vorum í klassískri stæðaleit fyrir utan eina góða verslunarmiðstöð. Stæðið umrædda var blámálað svo ég var fljót að svara annars hugar: "Nei, þetta er fatlaðra stæði. Við megum ekki leggja þar.“ Bakþankar 11. febrúar 2014 09:00
Með upphandleggi á stærð við gulrót Nýr sigurvegari var krýndur í einni vinsælustu raunveruleikaþáttaseríu heims í vikunni. Bakþankar 10. febrúar 2014 06:00
Þegar örlögin grípa inn í Íslenskir íþróttamenn munu vafalítið fá væna gæsahúð þegar Vetrarólympíuleikarnir verða settir í borginni Sotsjí við Svartahaf síðar í dag. Eftir margra ára þrotlausar æfingar með langtímamarkið í huga er draumurinn orðinn að veruleika. Bakþankar 7. febrúar 2014 06:00
Stjörnurnar í útlöndum Harmdauði leikarans Philips Seymour Hoffman minnti mig á hræðileg örlög söngvarans Layne Staley. Hann lést árið 2002 eftir að hafa dópað frá sér flest, þar á meðal farsælan tónlistarferil með hljómsveitinni Alice in Chains. Staley kvaddi þennan heim umkringdur krakkpípum og kókaíni en enginn kvaddi hann. Bakþankar 6. febrúar 2014 06:00
Svar óskast Það er erfitt að vera Woody Allen-aðdáandi í dag. Dylan Farrow, dóttir þessa dýrkaða og dáða kvikmyndagerðarmanns, greindi frá því í opnu bréfi sem birt var í New York Times um helgina að leikstjórinn hefði misnotað sig kynferðislega um árabil þegar hún var barn. Bakþankar 3. febrúar 2014 07:00
Óskynsamleg skíðasniðganga Forseti Íslands og frú hafa þegið boð um að vera viðstödd Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Það er gott þrátt fyrir skiljanlega umræðu um hvort ráðamenn þjóðarinnar ættu að sniðganga leikana til að mótmæla grófum mannréttindabrotum Rússa gagnvart samkynhneigðum. Bakþankar 1. febrúar 2014 06:00
1-0 fyrir mig Það breytist margt við það að eignast barn. Helsta breytingin felst í tímaskipulagningu því við skulum bara segja það eins og er – það er ofboðslega erfitt að fara allt í einu að hugsa um eitthvað annað en rassgatið á sjálfum sér. Bakþankar 31. janúar 2014 06:00
Collective Kjarasamningar Agreements Það eru til orð í íslensku sem eru löngu hætt að hafa þýðingu fyrir mér. Kjarasamningar eru eitt þeirra orða. Jú. Ég veit svo sem hvað kjarasamningar eru en ég velti stundum fyrir mér hvers vegna flytja þarf fréttir af þeim í síbylju. Þegar orðið "kjarasamningar“ heyrist í útvarpinu gætu allt eins heyrst skruðningar fyrir mér. Bakþankar 30. janúar 2014 06:00
Hinsegin menn Tveir menn spjalla saman á kaffihúsi. Einn er venjulegur, hinn er hinsegin. Ég halla mér fram til að heyra betur, enda er málið mér ekki alls óviðkomandi. "Allir ættu að búa við jafnrétti,“ segir hinsegin maðurinn. "Algjörlega óháð öllu.“ "Já, nákvæmlega. Ég meina, þú fæddist bara svona. Það er ekki eins og þú getir gert neitt í því.“ Hinsegin maðurinn hikar: "Ha, já einmitt. Bakþankar 29. janúar 2014 06:00
Frumskógarleikur foreldra Því miður, við getum ekki lofað neinu,“ heyrist hinum megin á línunni og kvíðahnúturinn í maganum stækkar. Hugurinn fer á fullt við að búa til excel-skjal yfir komandi mánuði og púsluspilið fram undan. Allir stórfjölskyldumeðlimir fá hlutverk og ströng tímatafla fest upp á ísskáp. Ástæðan fyrir þessum hernaðaraðgerðum næstu mánuði er einföld. Bakþankar 28. janúar 2014 06:00
Peningar, hórur og eiturlyf Sannfæringarmáttur eins manns getur orðið til þess að þú sturtir öllum eðlilegum siðferðisgildum niður í klósettið. Bakþankar 24. janúar 2014 06:00
Víbrandi afturendi Miley Cyrus Það sem gerðist í Smáralind síðdegis sunnudaginn fimmta janúar var yfirlýsing. Unga fólkið var að segja okkur sem hlustuðum á Ladda á vínyl og drukkum Ískóla að byltingin sé handan við hornið og að hún verði fönguð á sex sekúndna myndband á Vine-síðu Jerome Jarre. Bakþankar 23. janúar 2014 06:00
Takk fyrir lánið Úbb! Ég starði á bókina í höndum mér. Hvernig gat nú staðið á þessu? Hún lét ekki mikið yfir sér, kilja í litlu broti og kápan hlutlaus að lit. Þessi bók var alls ekki mín eign en þarna lá hún nú samt innan um aðrar. Gat verið að hún hefði staðið í hillunni án þess að ég ræki í hana augun? Hjartað tók kipp og ég svitnaði í lófum. Það voru fjórtán ár síðan Bakþankar 22. janúar 2014 06:00
Ævikvöldið sem ég óskaði mér? Dagurinn sem ég uppgötvaði mitt fyrsta gráa hár er mér enn í fersku minni. Það var haustið 2008 og ég var stödd inni á salerni á Þjóðarbókhlöðunni. Í miðjum handþvotti tók ég eftir einu hári sem stakk í stúf við hin. Til að vera alveg viss í minni sök kippti ég hárinu úr höfðinu og við nánari skoðun varð mér ljóst að ekki var um að villast, hárið var Bakþankar 21. janúar 2014 06:00
Staður og stund Ég er í háværri rokkhljómsveit. Um daginn ætluðum við félagarnir að frumflytja okkar fyrsta rólega lag á tónleikum. Áhorfendur voru rokkþyrstir og í miklu stuði. Bakþankar 20. janúar 2014 10:00
Einni af okkur nauðgað Í vikunni barst sú hræðilega frétt að danskri konu hefði verið nauðgað á Indlandi. Konan hafði villst af leið og hópur manna króaði hana af og nauðgaði henni. Við lestur frétta af þessu tagi setur mann hljóðan. Það er nánast ómennskt að finna ekki til samkenndar og hugsa hvað heimurinn getur verið ljótur. Bakþankar 18. janúar 2014 06:00
Konur vilja láta koma illa fram við sig Ég sat á fjölsóttum skyndibitastað á dögunum með dóttur minni. Á næsta borði sátu þrír ungir karlmenn. Án þess að reyna það heyrði ég hvert einasta orð sem þeir sögðu. Bakþankar 17. janúar 2014 06:00
Einstuðningur Ég hef varla þorað að taka að mér að skrifa gagnrýni nema sem litlu nemur. Eitt sinn skrifaði ég bókargagnrýni á vefsíðu og forðaðist að tala illa um bækurnar, og allra síst höfundana. Að hluta til vildi ég ekki særa höfundana en fyrst og fremst snerist þetta um mig og mínar tilfinningar. Ég vildi ekki eignast óvini. Eitt sá ég þó fljótt. Það er allt í lagi Bakþankar 16. janúar 2014 06:00
Þeir sem blindir borða málleysingja Stuðmenn náðu að mínu mati að lýsa manngæskunni ansi vel í laginu Haustið '75, þar sem þeir sungu: "Hann er vænn við menn og málleysingja, létt er æ hans pyngja, því margvíslegt hann styrkir málefnið.“ Þennan gæðamann þekki ég reyndar persónulega. Bakþankar 15. janúar 2014 07:00
Að stilla saman strengi Leiðtogarnir okkar, sem öll eru áreiðanlega prýðisfólk með mikla hæfileika, mættu í Kryddsíldina á Stöð2 á gamlársdag til að vera uppbyggileg og skemmtileg. Sumum tókst það, en öðrum alls ekki. Bakþankar 14. janúar 2014 07:00
Árið sem ég varð miðaldra Í gegnum tíðina hef ég ekki lagt það í vana minn að strengja áramótaheit en í ár ákvað ég hins vegar með sjálfri mér að taka hverju gráu hári og nýrri hrukku fagnandi. Bakþankar 13. janúar 2014 06:00
Kóngur á spítala Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár. Bakþankar 10. janúar 2014 06:00
Írskt smjör á harðfiskinn Írskt smjör er flutt til landsins vegna skorts á því íslenska. Tollaverndaður iðnaður, sem réttlætir fordæmalausa samkeppnisstöðu sína með því að innræta í huga fólks að varan sé einstök á heimsvísu, nýtir útlenskt smjör við framleiðslu íslenskra osta. Kaldhæðni verður ekki betur skilgreind. Bakþankar 9. janúar 2014 06:00
Kaldranaleg kúvending Nýtt upphaf! Ný tækifæri! Nýtt líf! Ég drattast fram úr í kolniðamyrkri og tíni á mig spjarirnar, fyrsta heila vinnuvikan er fram undan í langan tíma og það er janúar. Úti bítur frostið og vindgnauðið smýgur inn um hlustirnar. Byrjaðu núna! Engar afsakanir! Ég feta mig eftir svellbunkanum og sýg upp í nefið. Bakþankar 8. janúar 2014 06:00
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun