Vinkonur á ný Mér brá svolítið þegar ég gerði mér grein fyrir að það væru 24 ár síðan við kynntumst. Það var þegar mamma stoppaði hana úti á götu og sagði: "Þetta er Erla. Hún er nýflutt í bæinn. Má hún vera memm?“ Bakþankar 15. janúar 2013 06:00
Fake it till you become it Ég sá athyglisverðan fyrirlestur með Amy Cuddy á www.ted.com/talks um daginn, sem hún kallar Your body language shapes who you are. Bakþankar 14. janúar 2013 06:00
Runk, runk uppi á fjöllum Stöku sinnum rekst ég á eldra fólk sem sýnir mér fram á það hversu mikill væskill ég get stundum verið. Einn þeirra varð á vegi mínum milli jóla og nýárs í spænska fjallaþorpinu Castríl. Bakþankar 12. janúar 2013 06:00
Stuð í háloftunum Ég fæ alltaf fiðring í magann á Reykjanesbrautinni þegar ég er farinn að nálgast Leifsstöð. Það er skemmtilegt að ferðast og þá eimir enn þá örlítið eftir af þessari tilfinningu að maður sé að gera eitthvað merkilegt þótt flugferðir séu vitaskuld orðnar algengari en í gamla daga. Ég er að vísu aðeins flughræddur en það er svo sem ekkert stórmál. Ég legg í vana minn að fá mér tvo drykki á Panorama-bar fyrir flugtak og svo tek ég yfirleitt einn Tópas-pela með mér í vélina svo ég geti róað taugarnar ef eitthvað óvænt gerist. Stundum tekst mér líka að sökkva mér í lestur og þá gleymi ég alveg hræðslunni. Þess vegna kaupi ég jafnan nýjasta eintakið af Economist í bókabúðinni í Fríhöfninni eða jafnvel góðan reyfara. Bakþankar 11. janúar 2013 06:00
Nýtt ár – sama blekking Það endurtekur sig ár eftir ár. Fyrstu dagana í janúar er varla nokkur manneskja viðræðuhæf um annað en áramótaheitin og nýja lífsstílinn sem til stendur að taka upp. Nú skal tekið á því sem aldrei fyrr og öllu sem aflaga hefur farið kippt í liðinn með trukki. Það á að borða hollari mat, mæta daglega í ræktina, hætta að reykja, drekka minna, ganga á fjöll og hlaupa maraþon. Og vei þeim sem vogar sér að minna á að þessi heit hafi nú líka verið strengd í fyrra og spyr í sakleysi hvað orðið hafi um nýja lífsstílinn sem tekinn var upp þá. Þetta er allt annað mál, núna er þetta sko í alvöru. Bakþankar 10. janúar 2013 06:00
Viltu koma í sjómann? Stuttu fyrir áramótin ræddi ég við tvo menn um sjómennsku. Þetta spjall leiddi okkur í ýmsar áttir en eitt gátum við þó ekki verið sammála um og voru það kjör sjómannastéttarinnar. Báðir viðmælendur mínir voru þeirrar skoðunar að sjómenn bæru meira úr býtum en starfið gæfi tilefni til. Þeir voru vel vopnaðir af dæmum um mettúra íslenskra skipa og hvað veiðiferðin hefði gefið í hásetahlut; jafnvel var búið að reikna aukahlutinn hjá bátsmönnum og kokki til að gefa skýrari mynd af "gullmokstrinum“, svo ég vitni til annars viðmælanda míns. Ég er þeim ósammála, og taldi mig standa nokkuð styrkum fótum í röksemdafærslu minni um að sjómenn fengju ekki meira en þeir ættu skilið. Á það var ekki hlustað og ég sá reyndar að það var vonlaust að taka þennan slag. "Viltu koma í sjómann“, var tilboð frá öðrum þeirra sem staðfesti það. Bakþankar 9. janúar 2013 06:00
Ástand og horfur Ástandið í samfélaginu er slæmt. Og hefur verið frá hruni. Hver höndin er upp á móti annarri. Fólk rífst við allt og alla, um allt og alla, og ef enginn er til að rífast við þá rífst það við sjálft sig. Bakþankar 8. janúar 2013 06:00
Að gera allt eins Margir hafa komið sér upp svo ákveðnum jólakortastíl að efnistök eru fyrirsjáanleg. Sum jólakortin í ár voru nánast þau sömu og komu í fyrra. Ég fór að velta vöngum yfir vana. Grunur læddist að mér að flest sem við gerum væri endurtekning. Mér til furðu og raunar skelfingar komst ég að því að jólakort mín síðustu sjö ár voru nánast eins! Svo rak ég augu í að flestir vinir mínir á Facebook skrifa í flestum tilvikum svipaðar athugasemdir á síður sínar. Myndirnar eru líkrar gerðar. Bakþankar 7. janúar 2013 06:00
Allt upp á einn söfnunardisk Í amerískum bíómyndum má stundum sjá skörðóttar skálar ganga í sunnudagsmessum milli safnaðargesta sem láta fé af höndum rakna í diskinn sem síðan fer til kirkjustarfsins, til viðhalds kirkjubyggingum eða til líknarstarfs. Slíkir söfnunardiskar í kirkjum eru mikil þarfaþing í samfélögum þar sem kirkjur og söfnuðir eru rekin sem sjálfstæð fyrirtæki en eru ekki hluti af ríkisrekstri. Bakþankar 5. janúar 2013 08:00
Áramótaávarpið "Komdu með mér í gamlárspartí, gamlárspartí, gamlárspartí.“ Þannig orti Bragi Valdimar Skúlason fyrir frekar stuttu. Magnþrunginn texta, sem sunginn er í útvarpi landsmanna um hver áramót og er kannski aldrei eins viðeigandi og einmitt á þeim árstíma. Bakþankar 4. janúar 2013 08:00
Vangaveltur um áramót Gleðilegt ár. Þessa góðu kveðju fær maður hvar sem maður kemur þessa dagana og sendir hana auðvitað á móti. Allir óska öllum gleðilegs árs. En hvað býr að baki? Eða öllu heldur; býr eitthvað að baki? Bakþankar 3. janúar 2013 06:00
Jólalokan mikla Eldamennskan hófst þá um morguninn, þetta skyldi verða flott. Rótargrænmeti með fennel og timían, rauðkál, brúnkál og berjasulta og þrjár tegundir af sósu, sykurbrúnaðar kartöflur og fjórar tegundir kjöts, hægeldaðar af natni. Rjómalagaður möndlugrautur skyldi verða í forrétt og heimalagaður ís í eftirrétt. Aldeilis öllu til tjaldað. Það voru nú einu sinni jól. Bakþankar 2. janúar 2013 06:00
Verði minn vilji Á þessum árstíma, þegar það er splunkunýtt, ákveða margir að strengja áramótaheit. Þegar ég er að ákveða með sjálfri mér hvernig ég vil reyna að auðga líf mitt á nýju ári og hverju ég vil sleppa, segi ég helst ekki frá því sem ég er að hugsa. Ég vel a.m.k. með hverjum ég deili hverju. Óskir og heit hafa tilhneigingu til þess að leysast upp ef maður talar of mikið um þau. Heilinn virðist halda að maður hafi þegar breytt því sem maður er að tala um og hættir að þykja það áhugavert. Áramótaheitið gleymist – þar til að ári, þegar maður áttar sig á því að sama gamla óskin er komin aftur. Bakþankar 31. desember 2012 06:00
Trúleysingjar í jólafríi Það er afskaplega gaman að fylgjast með fótboltanum hér á Spáni en þó er á honum nokkuð hvimleiður ljóður. Þannig er mál með vexti að knattspyrnumönnum hættir til að kasta sér á grúfu hvenær sem andstæðingurinn kemur nærri þeim og grípa svo um hné sér eins og að leggirnir séu að detta af lærunum. Ágerist þetta svo þegar komið er inn í vítateig en þá er stundum eins og menn stígi á jarðsprengju þegar sótt er að þeim. Bakþankar 29. desember 2012 08:00
Áramótin eru vanmetin Af öllum leiðinlegu klisjunum sem maður getur treyst á að heyra reglulega finnst mér „áramótin eru ofmetin"-klisjan leiðinlegust. Látum liggja á milli hluta hversu vafasamt hugarfar það er að mæta inn í dag viss um að hann verði einhvern veginn verri en vonir standa almennt til. Það býður bara upp á leiðindi. Það sem er öllu áhugaverðara er að þessi klisja er orðin svo útbreidd að áramótin eru skyndilega hætt að vera ofmetin, eins og þau voru kannski einhvern tímann, og orðin vanmetin. Rétt eins og fyrrum ofmetið hlutabréf sem hefur verið skortselt aðeins of mikið. Þegar rætt er um áramótin má nefnilega ekki láta nægja að hugsa til eins eða tveggja ofhæpaðra áramótapartía, það verður líka að velta fyrir sér hvað þetta er í raun rammgöldróttur árstími. Förum yfir þetta. Bakþankar 28. desember 2012 08:00
Jólaandinn í flóðunum Paddington-brautarstöðin í London daginn fyrir Þorláksmessu. Mannmergðin er gríðarleg og fólk þýtur fram og aftur með tryllingsglampa í augum í leit að réttum brautarpalli, réttri lest, réttu sæti. Ég bíð óralengi eftir að komast í miðasjálfsala, kaupi miða til Exeter, finn brautarpall lestarinnar á upplýsingatöflunni og byrja að rölta í áttina. Það eru tíu mínútur í brottför og engin ástæða til að vera með æsing. Bakþankar 27. desember 2012 09:30
Ég elska þig Hvað verður í pakkanum þínum, já, öllum pökkum kvöldsins? Verða einhverjar skyldugjafir – án hjartahlýju? Færðu kannski pakka sem kosta lítið en snerta þig þó samt djúpt af því þeir tjá ást? Pakkar eru mismunandi og gildi þeirra líka. Bakþankar 24. desember 2012 06:00
Ljótasta jólatréð Jólin eru samsett úr hefðum og venjum. Jólin mín voru nánast óbreytt frá tveggja til tuttugu og níu ára aldurs, heima hjá mömmu og pabba með systur minni og fjölskyldu hennar. Bakþankar 22. desember 2012 06:00
Faðmaðu hvolp Ef þú ert að lesa þessi orð þýðir það að heimurinn fórst ekki í nótt. Það er ágætt – margir eru langt komnir með jólaundirbúninginn og það er ekki heldur búið að afgreiða rammaáætlun á Alþingi. Það væri synd ef ragnarök spilltu því góða máli. Kannski trúðu ekki margir þessum heimsendaspám en við hljótum samt að geta notað tækifærið til að gleðjast yfir því að framhald verði á jarðvist okkar um sinn og jafnvel endurmetið okkur aðeins í leiðinni. Bakþankar 21. desember 2012 06:00
Í dóm Ég var kallaður til sem vitni í dómsmáli nú nýverið. Uppi var einhver ágreiningur milli manna og talið að ég kynni mögulega að varpa ljósi á afmarkaðan þátt sem hugsanlega auðveldaði dómaranum að gera sér atvik ljós og kveða upp sinn dóm. Bakþankar 20. desember 2012 06:00
Poki og Íslandssagan Fyrst ætlaði ég að byrja við ártalið þúsund en hikaði. Trúmál eru alltaf viðkvæm, svo að kristnitakan gerði mig afhuga þeirri hugmynd. Leifur var reyndar að leita fyrir sér í vestrinu en hví að rifja upp stór mistök? Bakþankar 19. desember 2012 06:00
Listin að gera sig að fífli Ég mætti auðvitað í skólann, sex ára gömul, því ég vissi að það var það sem allir gerðu. En ég var hrædd, alveg dauðhrædd. Fyrstu tuttugu ár lífs míns einkenndust af tvennu: Feimni og óöryggi. Ég roðnaði og stamaði þegar ég átti að lesa upphátt fyrir bekkinn. Ekki því ég gæti illa lesið heldur því þá beindist athyglin að mér. Og það var vont. Ég vildi vera ósýnileg. Bakþankar 18. desember 2012 06:00
Hvar eru þær? Það kom mér á óvart um daginn, þegar ég var að skoða heimasíðu leikhússins í Gautaborg (www.stadsteatern.goteborg.se), hve sýnilegar leikkonurnar eru á síðunni. Kannski sérstaklega þær sem náð hafa 50 ára aldri. Aldri þar sem konur í mörgum öðrum leikhúsum virðast vera horfnar eða bara ekki vera til. Merkilegt nokk, vegna þess að dönsk rannsókn hefur leitt það í ljós að það eru einmitt konur yfir fimmtugt sem eru stærsti hópur leikhúsgesta. Bakþankar 17. desember 2012 06:00
Fiskur í mötuneytinu á mánudögum Í hagfræðinni í háskólanum var mér kennt að almennt væri talið skynsamlegt að beita sveiflujöfnun við hagstjórn. Samkvæmt fræðunum á hið opinbera að stíga á bensíngjöfina þegar hægist um í efnahagslífinu en fjarlægja bolluna þegar partíið er almennilega komið í gang. Hugmyndin er sú að stöðugleiki sé æskilegri en sveiflur. Mér finnst þetta góð pæling og hef stundum velt fyrir mér hvort hún sé yfirfæranleg á fleiri svið mannlífsins. Tökum dæmi. Ef ég byggi til lista yfir hundrað eftirminnilegustu daga ævi minnar væru þar færri mánudagar en föstudagar. Fyrir vikið fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að veröldin sé einhvern veginn fegurri um helgar en örlítið þunglamalegri í upphafi vikunnar. Bakþankar 14. desember 2012 06:00
Burt með Jesús og jólasveina Ég trúi ekki á jólasveina. Ég hef lagt mikla vinnu í að halda þeim frá börnunum mínum og mér finnst forkastanlegt að leikskólar, skólar, verslanir og félagasamtök skuli halda þessum ófögnuði að börnunum. Það hlýtur að vera sanngirniskrafa að börn foreldra sem afneita jólasveinum séu ekki jaðarsett í aðdraganda jóla þegar öll hin börnin skemmta sér á jólaböllum. Hvað hafa þessir feitu rauðklæddu karlar með jólin að gera yfirhöfuð? Bakþankar 13. desember 2012 06:00
Og pestin kom Ég skelli í mig lýsinu og gretti mig. Gleypi fjölvítamín og sýp á soðnu vatni sem ég hef látið standa með sítrónum, engifer og chili út í. Bæti svo nokkrum C-vítamín töflum við kokkteilinn og sólhatti og sting hvítlauksrifi undir tunguna. Ég er ekki lasin, ég er stálslegin. En allur er varinn góður. Bakþankar 12. desember 2012 06:00
Sinnulausi neytandinn Um helgina heyrði ég fregnir af því að einhver fyrirtæki úti í heimi hefðu verið dæmd fyrir eitthvað samráð. Gott ef ekki var um framleiðendur sjónvarpstækja að ræða. Ekki man ég fyrir mitt litla líf hvaða framleiðendur það voru og ég efast um að þegar þörfin á nýju sjónvarpstæki – sem er reyndar ekki ofarlega á forgangslistanum – bankar upp á, muni ég hafa fyrir því að fletta því upp. Það eru því töluverðar líkur á því að þegar fjárfest verður í sjónvarpi, sem vonandi er langt þangað til, muni ég verðlauna svikahrappana með viðskiptum mínum. Bakþankar 11. desember 2012 06:00
Stóristyrkur Í vorbirtunni 1941 settu stúdentar upp húfur sínar. Annar landsdúxanna var kona. Dúxar eru dýrmætir og hæsta einkunn skipti máli því dúxar fengu stórastyrk. Það var peningasjóður til að kosta nám erlendis. Svo var sagt frá í fréttum ríkisútvarpsins að menntamálaráð hefði ákveðið að styrkja ekki aðeins fjóra eins og verið hafði heldur tíu stúdenta. En engin kona var þó í hópi styrkþega! Stúdentinn með hæstu einkunn í Bakþankar 10. desember 2012 06:00
Látið börnin koma til mín Kirkjuferð á aðventu er stór hluti af starfi fjölmargra skóla og leikskóla. Þá trítla börn af öllum stærðum og gerðum í næstu kirkju til að hlusta á hugvekju, taka þátt í helgihaldi og syngja sálma. Þetta er gamall og góður siður sem starfsfólki skólanna og kirkjunnar finnst bæði hátíðlegur og hlýlegur, jafnvel marka upphaf hátíðleika aðventunnar og jólahaldsins. Því hvað er fallegra en bænakvak lítilla barna, sálmasöngur smárra og tærra radda inni í hljómandi kirkjuskipum, æska landsins að lofsyngja með gleðiraust og helgum hljóm? Bakþankar 8. desember 2012 08:00
Árvakur átakasinni Sú var tíðin að ég skeytti lítið um samfélagslegar skyldur mínar. Ég hafði einfaldlega um brýnni hluti að hugsa en afríska alnæmissjúklinga og stríðsfanga, til dæmis bólurnar á nefinu á mér og nýjustu myndirnar með Nicolas Cage. Með árunum hef ég vitkast og meðvitund mín aukist að því marki að nú er ekki til það árveknisátak sem ég læt fram hjá mér fara. Bakþankar 7. desember 2012 06:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun