Við áramót Í árslok er hefð fyrir því að horfa yfir farinn veg og gera upp árið. Yfirleitt hef ég haft gaman af upprifjunum fjölmiðla af vettvangi þjóðmála. Í ár er svo komið að mér býður við tilhugsuninni um að líta um öxl, langar einna helst að setja undir mig höfuðið og taka á harðasprett inn í framtíðina og vona að mér takist að hrista af mér helstu deilumál ársins sem er að líða. Bakþankar 30. desember 2009 06:00
Klökkar kærleikskveðjur Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í Bakþankar 28. desember 2009 06:00
Samstillta stressátakinu lokið María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smiður og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn. Bakþankar 24. desember 2009 06:00
Þegar við föttuðum plottið Það er auðvelt að gabba íslenska æsku með jólasveinaspaugi. Bæði er þráin til að trúa á hið góða rík og síðan er gervið gott. Gæran sem hylur andlit leikaranna gerir þá óþekkjanlega. Eins er hún einmitt eins og barn ímyndar sér að skegg hellisbúa eigi að vera, allavega að vetrarlagi. Hér í þorpinu Zújar á Spáni eru vitringarnir þrír notaðir í stað jólasveina til að kæta krakkana og færa þeim gjafir. Þeir birtast á nýjársdag til að taka við óskalistum en koma síðan færandi hendi á þrettándanum. Bakþankar 23. desember 2009 06:00
Hálfbróðirinn Það bar til um þessar mundir að sérsveit ríkislögreglustjóra og öflugt lögreglulið var beðið um að koma hið snarasta í Bústaðahverfið. Þar hafði sést til manns með byssu. Komið var að opnum dyrum á hvítu húsi og þar sem lögreglan hafði áður þurft að hafa afskipti af húsráðanda þar á bæ fannst henni líklegt að hann væri byssumaðurinn. Í stað þess að ryðjast inn öskrandi með vopnin á lofti eins og haft er til siðs í útlenskum sjónvarpsþáttum dró einn lögreglumannanna upp símann sinn og sló á þráðinn til heimilisföðurins. Bakþankar 21. desember 2009 06:00
Partíið er alveg að verða búið Nú í miðjum jólaundirbúningnum stendur yfir mikilvæg ráðstefna í Kaupmannahöfn. Á meðan við stressum okkur yfir heimilisþrifum, jólagjafainnkaupum og of mikilli vinnu í aðdraganda hátíðahalda eru stærstu auðríki heims að reyna að komast að samkomulagi til þess að stöðva hlýnun jarðar. Við geispum yfir fyrsta kaffibolla morgunsins og flettum yfir fréttir af loftslagsráðstefnunni í dagblöðunum. „Hundrað þúsund mótmælendur gengu til bjargar loftslagi." „Tólf hundruð manns handteknir í mótmælum helgarinnar." Við geispum aftur. Mótmæli eru svo þreytandi. Bakþankar 15. desember 2009 00:01
Karlotta brennur yfir Karlotta vinkona mín skrapp um daginn á námskeið í jólakonfektgerð. Þar hitti hún gamla skólasystur úr menntó og sú hafði einhvern tímann heyrt að Karlotta ætti orðið hvað – þrjú börn, ekki satt? Og búin að gifta sig, já, hvað heitir aftur maðurinn þinn? Augnablik leið og Karlotta opnaði munninn til að svara en ekkert svar kom. Í staðinn fyrir nafnið á manninum sem hún hefur búið með undanfarin tólf ár kom bara svona vandræðalegt uhuuu…m. Því nákvæmlega þessu smáatriði – nafninu á ástkærum eiginmanni og barnsföður – var alveg stolið úr höfðinu á henni. Og komst ekki þangað aftur fyrr en hún las það á póstkassanum heima. Æjá, Friðrik, alveg rétt. Bakþankar 14. desember 2009 06:00
Satan í kerfishruninu Þriggja manna nefnd situr nú kófsveitt við að finna út hverjum bankahrunið er að kenna. Nefndin er búin að svitna heillengi yfir þessari risastóru spurningu og fresta því að birta niðurstöðuna einu sinni. Sumt er svo hrikalega viðkvæmt í uppgreftri nefndarinnar að það má ekki segja frá því fyrr en árið 2090. Á alveg að drepa mann með þessu gríni? Bakþankar 10. desember 2009 00:01
Pollamótatímabilið er hafið Það er synd að segja að leiðir að næststærsta íþróttahúsi landsins séu greiðar. Egilshöllin hafði ekki beinlínis heillað mig til aðsóknar, fyrri tilraunir enduðu í stórkostlegri umferðarteppu þar sem lagt var við grunn Korputorgs og svo öslað yfir mýrar og skurði til að komast að hinu mikla húsi. Nú var þó akfært hjá görðum Grafarvogsbúa, húsgörðum, gömlum kartöflugörðum og kirkjugarði. Það var kalt í lofti og keppnismaður í baksætinu var að hefja mótaferil sinn í réttum búningi, sokkum og öllu saman. Bakþankar 8. desember 2009 06:00
Þú ert aldrei einn á ferð Helgi eina í byrjun október áttum við hjónaleysin erindi austur á Egilsstaði. Illu heilli brast þó á með óveðri á föstudeginum og um kaffileytið varð ljóst að ekkert yrði úr flugi. Þar sem erindið var brýnt ákváðum við að keyra austur, enda á þokkalega útbúnum fólksbíl með fjórhjóladrifi. Við lögðum af stað um fimmleytið og gerðum ráð fyrir að ná áfangastað um tvöleytið um nóttina. Norðurleiðin varð fyrir valinu, því veðurofsinn var mestur á sunnanverðu landinu. Bakþankar 5. desember 2009 00:01
Ilmandi smákökur Það brakaði í snjónum undan fótum mínum þar sem ég dró sleðann á eftir mér snemma morguns og ískalt loftið fyllti lungun. Á sleðanum sat litla skottan og var ekki síður ánægð með veðurfarið, sagðist finna svo góða lykt af snjónum. Enn þá var aldimmt nema ljósastaurarnir vísuðu okkur veginn. Það voru fáir á ferli þetta snemma og þeir sem við mættum voru álíka útbúnir og við, á snjóþotu eða sleða og dúðaðir upp fyrir haus. Farþegarnir sem sátu sleðana voru glaðir, borðuðu snjó og köstuðu honum yfir sig. Bakþankar 3. desember 2009 06:00
Að þekkja söguna Fátt virðist vinsælla nú um stundir en að vísa í söguna máli sínu til stuðnings. Annar hvor maður virðist með það á hreinu hvað Jóni Sigurðssyni og Jónasi Hallgrímssyni hefði fundist um ákveðin mál og fyrri tíma menn eru sproksettir af fólki sem telur sig vera með það á kristaltæru hvað þetta og hitt þýddi þá og þá. Nokkuð bar á þessu í gær, enda tilefnið ærið; sjálfur fullveldisdagurinn. Og ekki var neinn hörgull á þeim sem vísuðu í fullveldið málstað sínum til framdráttar. Bakþankar 2. desember 2009 06:00
Svínaflesk og ávaxtakökur Við sem tökum reglulega til í geymslunni okkar á hverjum áratug byrjum verkið venjulega á töluverðu kvíðakasti. Frá því síðast hafa bæst við furðumargir kassar með óþekktu innihaldi sem þarf að skoða vandlega og taka yfirvegaða afstöðu til. Við sjáum okkur áhyggjufull í anda potast í gegnum eldgamlar glósubækur úr eðlisfræðitímum í menntó, reynandi enn að telja okkur trú um að kannski geti þær komið í góðar þarfir. Engjast í valkvíða yfir því hvort óbærilega postulínið sem Dúdda frænka handmálaði og gaf af kærleika eigi að fara eða vera. Bakþankar 30. nóvember 2009 06:00
Í naglabúðinni Fyrir rúmri viku var dagur íslenskrar tungu og upphófst af því hin árlega umræða um hnignun íslenskunnar. Á hverju ári sekkur íslensk tunga spönn dýpra ofan í kokið á okkur, ef marka má umræðuna. Miðað við áhyggjukórinn, sem hefur kyrjað svo lengi sem ég man eftir mér, ætti tungan reyndar að vera löngu komin ofan í vélindað, búin að leysast upp í meltingarveginum og spýtast út um rassgatið á okkur í kekkjóttum enskuslettum. Bakþankar 27. nóvember 2009 06:00
Sannfæringarskorturinn Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Bakþankar 26. nóvember 2009 06:00
Auðlindin og hugvitið Gamall starfsbróðir minn, Hafliði Helgason að nafni, sagði mér eitt sinn þá kenningu að heillavænlegast væri að hafa einungis temmilega mikið af hæfileikum en þeim mun meira af þrautseigju. Vegna þess að þeir sem hafa mikla hæfileika eru líklegir til þess að misnota þá eða telja sig þurfa að hafa minna fyrir hlutunum uns einn góðan veðurdag að lífið sjálft sýnir þeim með voveiflegum hætti að það sé hinn mesti misskilningur. Sá sem hefur minna af hæfileikum er hins vegar meðvitaður um að hann þarf að sinna sínu viðfangsefni af alúð ef vel eigi að vera og það leiðir hann á gæfubraut. Bakþankar 25. nóvember 2009 06:00
Forvarnarvinna íþróttafélaga Í ljósi þess að yngsti maðurinn á heimilinu er genginn knattspyrnutrúnni á hönd og hugsar ekki um annað en fótbolta, æfir sig með blöðru í stofunni og með bolta þar sem pláss gefst, þá er eðlilegt að maður hafi nokkrar áhyggjur af Knattspyrnusamsambandinu. Er þetta sá félagsskapur sem maður vill að sjö ára peyi tengist sterkum böndum? Bakþankar 24. nóvember 2009 06:00
Silfurslegið myrkur 38 ljóðabækur eru skráðar í Bókatíðindi í ár. Það er eilítið færra en í fyrra þegar þær voru 53 en það var líka met. Það er heldur ekki magnið sem skiptir mestu, heldur gæðin og nú hafa mörg afbragðsskáld sent frá sér ljóðabækur. Ber þar fyrst að nefna ljóðasafn Ingibjargar Haraldsdóttur. Það er undurfagurt með silfurlitaðri skreytingu á kápu og síðan er það svo eigulegt að í raun ætti að dreifa því inn á hvert heimili. Þeir sem ætla að gefa silfursafnið hennar Ingibjargar í jólagjöf er bent á að Dimma gaf fyrir nokkru út geisladisk með upplestri skáldsins. Ekki ónýtt ef hann fylgdi með. Bakþankar 23. nóvember 2009 06:00
Mitt framlag til þjóðfundar Fréttir af þjóðfundinum mikla í Laugardal, sem mér bárust hingað til Spánar, urðu til þess að ég fór að hugleiða hvernig þjóðfélag ég vil. Ég ræddi þetta meira að segja við Manolo kaupmann meðan ég var að versla hjá honum fyrir skemmstu. Bakþankar 19. nóvember 2009 06:00
Komið að tómum kofunum Eyðibýli í sveitum landsins eru þónokkur talsins. Þau er að finna allan hringinn í kringum landið enda var byggðin mun dreifðari fyrir nokkrum áratugum en hún er í dag. Byggingarnar eru misjafnlega á sig komnar eftir því hve langt er síðan bærinn fór í eyði og hvort einhver umgengni hefur verið um staðinn síðan. Mörg eyðibýlanna eru nýtt sem sumarhús meðan önnur grotna niður. Þessi hús eru gjarnan vinsælt myndefni ljósmyndara og nýlega gluggaði ég í bók eftir þá Nökkva Elíasson ljósmyndara og Aðalstein Ásberg Sigurðsson rithöfund. Í bókinni var að finna bæði ljóð og ljósmyndir af eyðibýlum hvaðanæva að af landinu, svarthvítar og dramatískar. Bakþankar 18. nóvember 2009 06:00
Vinnufúsu hendurnar Sjálfhverfni pistlahöfunda á sér engin takmörk og því mun þessi pistill fjalla um mig. Að vísu verður reynt að tengja hann efnahagsástandinu í lokin, en það er veik tenging. Pistillinn er fyrst og fremst um mig. Því þegar ég var sautján ára gamall fór ég í fyrsta skipti á sjóinn. Ekki af því að ég væri eftirsóttur, alls ekki. Útgerðarmaðurinn vildi Hrafnkel bróður minn en hann var ekki laus. Benti á mig. „Er hann vanur?“ „Nei, hefur aldrei komið á sjó, en hefur unnið í frystihúsi mörg sumur.“ „Já, já heyri í þér síðar.“ Bakþankar 17. nóvember 2009 06:00
Töfrandi hversdagsleiki Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið fullkominn við afhendingu úr foreldrahúsum. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reyndar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílíkum ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir króníska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir. Bakþankar 16. nóvember 2009 06:00
Stúkumennirnir Sæll Geir, varstu að leita að mér?" „Já, blessaður, Pálmi minn, takk fyrir að líta við. Manstu eftir ferðinni þarna til Sviss um daginn?" „Hvort ég man, gimmí fæv!" „Við vorum að fá kreditkortareikning upp á 3,2 milljónir sem ég á frekar erfitt með að botna í." „Nú?" „Já, hér er til dæmis ein færsla frá Rauðu myllunni upp á nokkur þúsund franka. Kannastu eitthvað við það?" „Öh... ja, það er séns ég hafi kíkt þar inn." Bakþankar 13. nóvember 2009 06:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun