Blóð Busi Davi Dóri Sama dag og síðustu fjöldamótmæli voru haldin á Austurvelli vegna hins hörmulega efnahagsástands átti ég leið um Langholtsveginn. Á horninu við Holtaveg stóð einmitt Helgi Hóseasson, mótmælandi Íslands, með prikið sitt og spjaldið. Óhagganlegur, friðsamur og svo dásamlega ómótstæðilegur að mig langaði mest að stökkva út úr bílnum og taka mér stöðu þarna hjá honum. Bakþankar 5. nóvember 2008 06:00
Styttur bæjarins Allt fram í lok september snerist helsta þrætuefni þjóðarinnar um það hvort reisa ætti styttu af Tómasi Guðmundssyni Reykjavíkurskáldi. Sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon, Bakþankar 4. nóvember 2008 06:00
„Eigi skal gráta …“ Árið 1467 tóku Englendingar upp á því að drepa Björn Þorleifsson hirðstjóra og brytja niður lík hans í smábita svo að það er ekki eins og við Íslendingar höfum ekki áður fengið að smakka á enskri ofbeldishneigð. Bakþankar 3. nóvember 2008 06:00
Frændur góðir Ég hef lagt mig fram um að fylgjast ekki of vel með fréttum undanfarið. Það tekur tíma að átta sig á atvinnuleysi og öðrum fylgifiskum efnahagsástandsins. Fréttatíminn er ekki lengur eftirsóknarverður. Bakþankar 2. nóvember 2008 06:00
Nóg komið Á fimmtudag hlýddi ég í sjónvarpi á skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál og umræður um hana. Ég var búinn að ákveða að ef ég þyrfti enn eina ferðina að hlusta á sömu gömlu tuggurnar um traustar stoðir þjóðarbúsins og storm hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og annað slíkt, yrði þolinmæði mín á þrotum. Bakþankar 1. nóvember 2008 06:00
Eftir atvikum Sem betur fer þurfum við ekki að halda sönsum til að líkaminn sinni grunnskyldum sínum; hjartað heldur áfram að slá og lungun að draga andann jafnvel þótt við missum meðvitund. Þá ríður hins vegar á að skrúfa ekki fyrir súrefnið. Bakþankar 31. október 2008 06:00
Ég, auðkýfingur Það er sannarlega ömurlegt að góðærið sé búið. Ég var nefnilega búinn að sjá pottþétta leið til að koma sjálfum mér í hóp 20-30 ríkustu auðkýfinga landsins. Nú verð ég bara að bíða af mér storminn og koma sterkur inn næst. Ég er með pottþétt plan. Bakþankar 30. október 2008 06:30
Reservoir Dogs Sannarlega var að óreyndu útilokað að spá þeirri almennu fíkn í tíðindi af efnahagsmálum sem raunin hefur verið. Á meðan flest lék í lyndi svæfði mig að minnsta kosti umfjöllun um verðbréf og vísitölur ætíð á augabragði. Bakþankar 29. október 2008 06:00
Töffarinn og nördinn Þetta líf er svo skrykkjótt og ófyrirsjáanlegt að jafnvel gengi krónunnar virðist vera taminn flokksgæðingur í samanburði. En samt sem áður hefði ég átt að hafa séð fyrir hvernig færi fyrir bönkunum. Lífið var nefnilega búið að kenna mér eina lexíu en svo hef ég greinilega fallið þegar spurt var út í hana til prófs. Bakþankar 28. október 2008 06:30
Get ég fengið reikninginn? Ráðvillt ríkisstjórn hefur nú stjáklað fram og aftur í nokkrar vikur eins og kvíga með kálfssótt. Ástæðan er að gullgerðin brást en bullgerð tók við. Gullgerðarmenn eru flúnir úr landi en bullgerðarmennirnir sitja eftir. Bakþankar 27. október 2008 05:30
Prinsessan á bauninni Tölvupósturinn sem erlendir vinir mínir hafa sent mér að undanförnu ber það með sér að þeir hafi áhyggjur af mér. Bakþankar 25. október 2008 08:00
Íslenskt, já takk! Akureyri mátti muna sinn fífil fegurri þegar ég var að alast þar upp. Ég er því ekki ein þeirra sem geta kallað fram bragðið af Valash-drykknum víðfræga með því einu að loka augunum og aldrei var ég svo heppin að eiga Duffys-buxur frá Gefjun. Hins vegar rámar mig í að hafa fengið Act-spariskó frá Iðunni tvenn jól í röð og á gelgjunni dró ég fram gamla mokkajakkann hennar mömmu, akureyrska framleiðslu frá gullaldarárum verksmiðjanna, sem var aftur kominn í tísku. Bakþankar 24. október 2008 08:00
Veðrið Íslendingar kunna að lifa við knappan kost. Sú list hefur ekki tapast á þessum fáu góðærisárum. Ekki frekar en að við gleymum hvernig elda skal kjötbollur þó við förum á jólahlaðborð eitt kvöld. Bakþankar 23. október 2008 06:00
Að sigra heiminn Samkvæmt sálfræðinni eru viðbrögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sammannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martraðarkenndir. Bakþankar 22. október 2008 06:00
Stjarnvísindamenn Ólafur Ragnar sem Íslendingar kynntust fyrst í þáttunum Næturvaktinni er drengur góður. Manni finnst óskiljanlegt að hægt sé að níðast á jafn hrekklausri sál eins og Georg Bjarnfreðarson, Nígeríusvindlarinn og pervertinn hún Gugga gera. Einhverra hluta vegna skellihlæja áhorfendur að óhamingju hans. Bakþankar 21. október 2008 00:01
Nýir tímar Nornaveiðar eru sport sem felst í því að finna rosknar konur sem búa einar og fleygja þeim í dýflissur og pynta þær til að játa að þær hafi mök við makt myrkranna - og brenna þær síðan á báli. Bakþankar 20. október 2008 06:45
Ertu skræfa? Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir hennar sem er sex ára skólastelpa veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar. Bakþankar 19. október 2008 06:00
Sko Ég persónulega er búinn að gera það algerlega upp við mig, að best sé núna að horfast fullkomlega í augu við það að hér á Íslandi er allt farið á versta veg. Ég veit fyrir víst að heill embættismannaher hefur unnið við það dag og nótt að slökkva elda eins og það er kallað á vinsælu líkingamáli. Mig grunar að fáir viti hvers lags kraftaverk eru unnin í því slökkvistarfi fyrir hönd þjóðarinnar á hverri klukkustund. Ég sendi baráttukveðjur. Bakþankar 18. október 2008 07:00
Sýsifos á Bessastöðum Áhugamenn um goðafræði eru sjálfsagt í essinu sínu nú þegar allt úir og grúir af dæmum sem hreinlega hrópa á að fornar táknmyndir verði heimfærðar upp á. Útrásarvíkingarnir ósnertanlegu eru til dæmis komnir í hlutverk Íkarusar, sem flaug of nálægt sólinni og hrapaði til jarðar. Einn beljakinn hét meira að segja Samson, eins og þessi í Biblíunni, og þegar síðast fréttist var bæði búið að skera af honum hárið og rýja hann inn að skinni. Bakþankar 17. október 2008 07:00
Traust Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig. Bakþankar 16. október 2008 06:00
Köttur út í mýri Eftir heila viku af uppnámi sem einkenndist mest af fréttum af því hvað Davíð hafi eiginlega verið að meina höfum við nú hneppt börnin okkar og barnabörn í ævilangt skuldafangelsi. Bakþankar 15. október 2008 06:30
Sirkus Geira smart Ég hef verið að reyna að átta mig á því hvernig við komum okkur í þessa krísu sem nú hefur kverkatak á þjóðinni. Ég fæ ekki betur séð en við höfum misstigið okkur líkt og sirkus einn sem starfaði við fádæma vinsældir þar til efinn sáði frækornum sínum þar eina kvöldstund. Bakþankar 14. október 2008 04:00
Björgunaraðgerðir Björgunarsveitir frá Alþjóðlegu aurasálinni, Evrópusambandinu, Rússlandi, Alþjóðabankanum, Sameinuðu þjóðunum eru nú á leið til Íslands til að bjarga íslensku þjóðinni upp úr þeirri ísköldu fjárhagslegu jökulsprungu sem hún hefur komið sér í undir fararstjórn 20 til 30 manna. Bakþankar 13. október 2008 06:00
Þegar G. Pétur stal fréttunum Um daginn var ég skammaður fyrir að skrifa bara um einhver smámál, en ekki um stórmálin sem eru efst á baugi: „Heimurinn er að farast og þú ert að rausa um tittlingaskít!" Bakþankar 12. október 2008 00:01
Þegar gengið réðst á mig! Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina. Bakþankar 11. október 2008 04:00
Ísland II Björgunaraðgerðir stjórnvalda ganga fyrst og síðast út á að sleppa því barasta að borga skuldir. Það virkar ágætlega, því verður ekki neitað. Ég hef verið að íhuga að fara að þeirra fordæmi sjálfur, skilja gróðavænlega starfsemi mína og eignir frá þessum leiðindaskuldum – og leyfa svo skuldahlutanum að fara á hausinn. Bakþankar 9. október 2008 06:00
Hamstur Ef ætlunin er að fá brjóstsviða, vöðvabólgu eða viðvarandi hárlos er upplagt um þessar mundir að æfa hamstur. Öll skilyrði eru enn hagstæð til að verða lunkinn í þeirri vanræktu íþróttagrein svo nú er um að gera að munda innkaupakörfuna rösklega. Ýmislegt getur komið sér vel í kreppunni. Til dæmis verður hægt að hrósa sigri yfir að luma enn á krukku af fetaosti daginn sem Mjólkursamsalan leggur upp laupana og allir aðrir verða búnir að gleyma þeirri munaðarvöru. Eða súpa hlakkandi á síðasta espressóinum á meðan hinir óforsjálu horfa hnípnir og kaffilausir í gaupnir sér. Bakþankar 8. október 2008 05:00
Ekki lesa þetta! Krepputal! Eins og allir vita sem fylgjast með fréttatilkynningum frá landlæknisembættinu og heilsuverndarstofnunum getur sannleikurinn valdið bæði kvíða og áhyggjum, einkum meðal sauðsvarts almúgans. Bakþankar 6. október 2008 06:00
Gjörið svo vel Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála. Bakþankar 3. október 2008 06:30
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun