

Besta deild karla
Leikirnir

Sjáðu öll mörkin og þegar Arnar Gunnlaugsson missir sig á hliðarlínunni
Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr báðum leikjunum hér inn á Vísi.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Fylkir 1-1 | Pétur bjargaði stigi fyrir Fylki
Fram og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Pétur Bjarnason reyndist hetja Fylkismanna er hann jafnaði metin fyrir liðið þegar um stundarfórðungur lifði leiks og kom um leið í veg fyrir að Fylkir færi niður í fallsæti.

„Man ekki hvort helvítis fylgdi með eða ekki“
Arnar Bergmann Gunnlaugsson missti stjórn á skapi sínu í eitt augnablik þegar lið hans, Víkingur, vann 3-1 sigur gegn FH í leik liðanna í Bestu deild karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Arnar Bergmann þurfti þar af leiðandi að horfa á lærisveina sína úr stúkunni frá því um miðbik fyrri hálfleiks.

Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH
Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum.

„Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út“
Matthías Vilhjálmsson heldur á fornar slóðir þegar hans menn í Víkingi heimsækja FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Matthías var fyrirliði FH en skipti til Víkinga í vor og mun spila sinn fyrsta leik sem leikmaður gestaliðs í Krikanum í kvöld.

Danskur sóknarmaður til HK
Danski sóknarmaðurinn Anton Söjberg er genginn til liðs við Bestu deildar lið HK í fótbolta.

„Andleg þynnka í mönnum eftir að hafa komist áfram“
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kenndi andlegri þynnku um tap liðsins gegn Val í Bestu deild karla í dag.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 4-2 | Þægilegur heimasigur Vals
Valsmenn unnu öruggan sigur á KA í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta í dag.

„Við vinnum oft hérna“
„Mér er smá létt eftir þessa dramatík hérna í restina,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-3 sigur hans manna á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla sem fram fór á Kópavogsvelli.

Sjáðu hvernig KR kláraði meistarana
Það var boðið til veislu á Kópavogsvelli í dag er Breiðablik tók á móti KR. Sjö mörk voru skoruð í leiknum.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 3-4 | KR-sigur í lygilegum leik
KR vann 4-3 sigur á Breiðabliki í eina leik dagsins í Bestu deild karla í fótbolta. Blikar komust nærri því að stela stigi á lokakaflanum.

Óskar seldur til Sogndal
Fylkismaðurinn Óskar Borgþórsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir liðið enda hefur hann verið seldur til norska liðsins Sogndal.

Dagskráin: Blikarnir taka á móti KR og leikurinn um Samfélagsskjöldinn
Það er nóg um að vera á Sportrásum Stöðvar 2 í dag. Íslenskur og enskur fótbolti er þar í forgrunni.

Umfjöllun: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Stjörnumenn fara kátir í brekkuna
Stjarnan gerði góða ferð til Eyja í dag og skellti ÍBV á sjálfum Þjóðhátíðarleiknum í dag.

Íslandsmeistararnir sækja liðsstyrk í hollensku B-deildina
Sóknarmaðurinn Kristófer Ingi Kristinsson er genginn til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks og mun leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild karla.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hættir með Keflavík eftir tímabilið
Knattspyrnudeild Keflavíkur og Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari liðsins, láti af störfum í lok tímabilsins. Keflavík situr á botni Bestu deildarinnar með tíu stig og aðeins einn sigur eftir 17 umferðir.

Morten ósáttur og málinu ekki lokið: „Algjörlega fráleit vinnubrögð“
„Það er búið að skekkja keppnina í Bestu deildinni með þessari löglausu ákvörðun,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Mortens Beck Guldsmed, sem gagnrýnir harðlega niðurstöðu áfrýjunardómstóls KSÍ um að aflétta félagaskiptabanni FH, í viðtali við Dr. Football í dag.

Bjartsýnn fyrir hönd sinna gömlu félaga: „Hefur verið svolítil rússíbanareið“
Nökkvi Þeyr Þórisson hefur fylgst grannt með gangi mála hjá sínum gömlu félögum í KA í sumar og er bjartsýnn á að þeir komist í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Dagskráin í dag: KA fer til Írlands og Besta deild kvenna
Það verður nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sports í dag. 15. umferð Bestu-deildar kvenna klárast með tveimur leikjum og síðan mun Helena Ólafsdóttir gera upp umferðina í Bestu mörkunum.

Lyngby kaupir efnilegan leikmann frá FH
Danska knattspyrnuliðið, Lyngby, hefur fengið til sín Þorra Stefán Þorbjarnarson frá FH. Þorri er hugsaður til langstíma og mun byrja hjá U19 ára liði Lyngby.

Dipló Gummi leysti deiluna með óvæntu útspili
„Það er ósætti í þættinum, og búið að vera í allan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson sposkur á svip í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þegar kom að því að tilkynna um mann leiksins í stórsigri Víkings gegn ÍBV.

Sjáðu mörkin: Tryggvi klobbaði tvo KR-inga og Björn bjargaði FH
Valsmenn tóku KR-inga í aðra kennslustund í sumar og FH vann Keflavík í spennuleik, í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Öll mörkin má nú sjá á Vísi.

Ágúst sagður taka við eftir brottreksturinn: „Held að Gústi smellpassi“
Ágúst Gylfason, sem fyrr í sumar var rekinn frá Stjörnunni, mun að öllum líkindum snúa aftur í Bestu deildina í fótbolta sem þjálfari Fram. Þetta kom fram í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

„Fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt“
„Við töpuðum bara fyrir mjög góðu Valsliði sem spilaði góðan leik hér eftir að þeir komust yfir en fram að fyrsta markinu fannst mér þetta nokkuð jafnt.“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 0-4 tap liðsins gegn Val fyrr í kvöld.

FH kynnti þremenningana með skemmtilegu myndbandi
Félagaskiptabanni FH er lokið og félagið tilkynnti komu þremenningana með skemmtilegu myndbandi þar sem Viðar Halldórsson var í aðalhlutverki.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Valur 0-4 | Valur valtaði aftur yfir KR
Valur vann 4-0 stórsigur á KR fyrr í kvöld. Valur minnkar forskot Víkinga á toppnum niður í sex stig en KR fellur niður í 6. sæti deildarinnar eftir sigur FH gegn Keflavík.

Umfjöllun: Keflavík - FH 2-3 | Fyrirliðinn sá til þess að FH komst aftur á sigurbraut
FH marði Keflavík í kaflaskiptum leik á HS Orku vellinum í Bestu deild karla í kvöld. Leikurinn endaði 3-2 þar sem fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, reyndist hetja liðsins þegar hann skoraði sigurmarkið á 87. mínútu leiksins. Eftir þrjú töp í röð náði FH loks að sigra og lyftir sér upp í fjórða sætið í Bestu deild karla en Keflavík vermir botnsætið sem áður.

Fer á lán í eina liðið sem hann hefur skorað gegn
HK hefur fengið Sigurberg Áka Jörundsson á láni frá Stjörnunni út tímabilið. Ívar Orri Gissurarson er farinn í háskóla og HK hefur fundið mann í hans stað.

Erkifjendurnir í Val mæta vestur í bæ: „Alltaf örlítið meira blóð á tennurnar“
Theódór Elmar Bjarnason, einn reynslumesti leikmaður Bestu deildar liðs KR í fótbolta, segist alltaf fá meira blóð á tennurnar fyrir leiki gegn erkifjendunum í Val en liðin mætast á Meistaravöllum í stórleik umferðarinnar en KR-ingar eiga harma að hefna eftir skell í fyrri leik liðanna á Origovellinum

Loforð leystu FH úr banninu
Karlalið FH í fótbolta er laust úr félagaskiptabanni eftir að það hafði staðið frá sunnudeginum 16. júlí. En hvernig losnaði félagið úr banninu? Það var að minnsta kosti án aðkomu eða með vitund Mortens Beck Guldsmed, leikmannsins sem kærði sína gömlu vinnuveitendur.