Blikastúlkur enn með fullt hús Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu en heil umferð fór fram í deildinni í kvöld. Blikastúlkur völtuðu yfir botnlið ÍA, 6-0 í kvöld og eru með fullt hús eftir 6 umferðir. ÍBV lagði KR óvænt, 3-2 á Hásteinsvelli í Eyjum og Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fimmta sigur í röð þegar FH lá 4-1 á Hlíðarenda. Sport 21. júní 2005 00:01
Heil umferð hjá konunum Heil umferð verður í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik tekur á móti ÍA, Valur fær FH í heimsókn, Keflavík og Stjarnan eigast við og ÍBV mætir KR í Eyjum . Flautað verður til leiks klukkan 20. Sport 21. júní 2005 00:01
ÍBV burstaði Keflavík ÍBV sigraði Keflavík 5-1 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. ÍBV er í 4. sæti með sex stig en Keflavík í 7. sæti með þrjú stig. Sport 19. júní 2005 00:01
ÍBV fór létt með Keflavík ÍBV vann stórsigur á Keflavík, 1-5 í Lansbankadeild kvenna í dag og lauk þar með fimmtu umferð. ÍBV er með 6 stig í fjórða sæti, 9 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nýliðar Keflavíkur sitja í næst neðsta sæti með aðeins 3 stig í fimm leikjum en einu stig þeirra í deildinni eru fyrir óvæntan stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð. Sport 18. júní 2005 00:01
Þrír leikir hjá konunum Þrír leikir eru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR og Keflavík eigast við í Vesturbænum, ÍA tekur á móti FH og Stjarnan og Breiðablik mætast í Garðabæ. Flautað verður til leiks klukkan 20. Sport 14. júní 2005 00:01
Blikastúlkur enn ósigraðar Breiðablik heldur áfram órofinni sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna. Kópavogsstúlkur lönduðu sínum fimmta sigri í röð í deildinni í kvöld þegar þær fóru yfir bæjarmörkin og lögðu Stjörnuna 1-2 á Stjörnuvelli. KR vann nýliða Keflavíkur 4-1 á KR-velli og FH sótti þrjú stig upp á Skaga þar sem ÍA tapaði 1-3. Sport 14. júní 2005 00:01
Laufey með fjögur í stórsigri Vals Íslandsmeistarar Vals skutust á topp Landsbankadeildar kvenna í dag með stórsgiri á ÍBV, 1-7 á Hásteinsvelli í Eyjum. Laufey Ólafsdóttir skoraði fernu fyrir Val, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö og Rakel Logadóttir eitt. Bryndís jóhannesdóttir skoraði mark heimastúlkna. Sport 11. júní 2005 00:01
Enn frestað hjá Keflavík og ÍBV Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur enn á ný verið frestað vegna veðurs en hann átti upphaflega að fara fram á Keflavíkurvelli í gær. Leikurinn var svo settur á kl. 18 í dag en ekki hefur enn verið flugfært til Eyja og hefur leikurinn nú verið settur á kl. 14:00 á laugardag, 18. júní á Keflavíkurvelli. Sport 7. júní 2005 00:01
Blikastúlkur unnu toppslaginn Blikastúlkur eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í Landsbankadeild kvenna en Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvellinum í kvöld en fyrir leikinn höfðu liðin unnið alla 3 leiki sína í deildinni. Valsstúlkur komust í annað sætið með naumum 3-2 sigri á botnliði ÍA og Stjarnan vann sinn annan 1-0 sigur í röð, nú á FH á útivelli. Sport 6. júní 2005 00:01
Nína Ósk er hætt hjá Val Nína Ósk Kristinsdóttir leikur með Keflavík í kvöld gegn ÍBV í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar. Sport 6. júní 2005 00:01
Hrefna með fernu fyrir KR Heil umferð fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld og varð engin breyting á tveimur efstu sætum deildarinnar. Topplið KR lagði FH, 6-1 þar sem Hrefna Jóhannesdóttir skoraði fernu og eru Vesturbæjarstúlkur efstar með 9 stig eins og Breiðablik sem vann erfiðan útisigur á ÍBV, 1-2. Íslandsmeistarar Vals rassskelltu nýliða Keflavíkur, 0-9. Sport 31. maí 2005 00:01
Heil umferð hjá konunum Heil umferð verður í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Keflavík og Íslandsmeistarar Vals eigast við suður með sjó, Stjarnan og ÍA mætast í Garðabæ, KR tekur á móti FH og ÍBV fær Breiðablik í heimsókn. Leikirnir hefjast klukkan 20. Sport 31. maí 2005 00:01
Tvö glæsimörk frá Dóru Maríu Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu byrjaði vel undir stjórn Jörundar Áka Sveinsssonar en liðið vann 2-0 sigur á Skotum í vináttulandsleik þjóðannna í Perth í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en íslenska liðið var mun sterkara í þeim síðari og var sigurinn fyllilega verðskuldaður. Sport 25. maí 2005 00:01
Sjö marka sigur meistaranna Dóra María Lárusdóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals í 7-0 sigri á Stjörnunni á Hlíðarenda í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í dag. Fyrr í dag vann Breiðablik-Keflavík, 3-2 og ÍA steinlá fyrir KR, 1-7. Staðan í leik FH og ÍBV sem hófst kl. 15 er enn 0-0. Sport 21. maí 2005 00:01
Blikastúlkur sigruðu nýliða naumt Greta Mjöll Samúelsdóttir tryggði Breiðablik nauman sigur á nýliðum Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu en sigurmark hennar kom 2 mínútum fyrir leikslok. Lokatölur urðu 3-2 á Kópavogsvelli. Valur er 2-0 yfir gegn Stjörnunni en sá leikur hófst kl. 14.00. Sport 21. maí 2005 00:01
Tvær frá Everton til ÍBV Kvennalið ÍBV í Landsbankadeildinni sem vann 12-2 sigur á ÍA í fyrstu umferð hefur fengið til sín tvær 17 ára stelpur frá enska liðinu Everton. Þetta eru markvörðurinn Danielle Hill og miðjuleikmaðurinn Chantell Parry en kvennalið Everton er mjög sterkt og með því leika m.a. Sammy Britton og Rachel Brown, landsliðsmarkvörður Englands, sem báðar hafa leikið með ÍBV. Sport 20. maí 2005 00:01
Meistarar Vals steinlágu Íslandsmeistarar Vals í Landsbankadeild kvenna töpuðu mjög svo óvænt stórt fyrir Breiðabliki í kvöld, 4:1, í fyrstu umferð deildarinnar. Blikastúlkur sem léku reyndar einum fleiri í 60 mínútur. ÍBV tók ÍA í barkaríið, 12-2 og nýliðar Keflavíkur unnu FH, 2:0. Sport 17. maí 2005 00:01
KR sigraði Stjörnuna Keppni í Landsbankadeild kvenna hófst í gærkvöldi þegar KR sigraði Stjörnuna, 3-1. Vanja Stephanovic skoraði tvö mörk fyrir KR og Fjöla Dröfn Friðriksdóttir eitt. Harpa Þorsteinsdóttir skoraði mark Stjörnunnar. Sport 17. maí 2005 00:01
Sparkað í sólinni í kvöld Í kvöld fara fram þrír leikir í Landsbankadeild kvenna og einn í karlaflokki en fyrstu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld. Fylkismenn taka á móti KR kl. 20.00 og verður leikurinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Að auki fara fram tveir leikir í forkeppni VISA bikarkeppni KSÍ. Sport 17. maí 2005 00:01
Fjórar nýjar til Keflavíkur Lið Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna hefur fengið liðsstyrk frá Bandaríkjunum fyrir átökin í sumar að því er fram kemur á heimasíðu Keflavíkurliðsins. Um er að ræða fjórar stúlkur frá sama háskólanum. Sport 17. maí 2005 00:01
Nýliðarnir með 5 erlenda leikmenn Nýliðarnir í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu, Keflavík, tefla fram fimm erlendum leikmönnum í sumar. Tvær serbneskar stúlkur eru á leiðinni: Katarina Jovic, 27 ára varnar- eða miðjumaður, og Vesna Smilijkovic, 22 ára framherji. Sport 11. maí 2005 00:01
Bandarískar stúlkur með KR Kvennalið KR í knattspyrnu hefur samið við tvær bandarískar stúlkur sem spila með liðinu í Landsbankadeildinni í sumar. Þær heita Carmen Watley og Katherine Winstead og að sögn Írisar Eysteinsdóttur, þjálfara KR, koma þær til landsins 11. maí og munu þær styrkja KR-liðið til mikilla muna. Sport 3. maí 2005 00:01
Olga frá út tímabilið? Markadrottningin Olga Færseth, leikmaður knattspyrnuliðs ÍBV, meiddist illa á hné í æfingaleik og verður frá í nokkrar vikur. Hún missir því af fyrstu umferð Landsbankadeildar kvenna. Í versta falli eru liðbönd slitin og þá mun Olga ekkert spila með ÍBV í sumar sem er gríðarlegt áfall fyrir bikarmeistarana. Sport 27. apríl 2005 00:01
Helena tekur við KR Helena Ólafsdóttir, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tekur við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá KR af Írisi Eysteinsdóttur í sumar. Íris á von á barni í sumar og getur ekki stýrt liðinu út leiktíðina. Helena skoraði 222 mörk í 275 leikjum með meistaraflokki KR frá 1986 til 2001 og var fyrirliði fjögurra Íslandsmeistaraliða félagsins.</font /> Sport 26. febrúar 2005 00:01
Sigurlás þjálfar Eyjastúlkur Sigurlás Þorleifsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna ÍBV knattspyrnu. Sigurlás er margreyndur þjálfari, þjálfaði karlalið ÍBV og Stjörnunnar á sínum tíma og einnig kvennalið ÍBV með góðum árangri. Sigurlás tekur við af Heimi Hallgrímssyni sem gerði ÍBV að bikarmeisturum í sumar. Sport 21. desember 2004 00:01
Guðrún Sóley í háskólaliði ársins Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, knattspyrnukona úr KR, hefur bætt enn einni fjöður í hatt sinn en hún var um helgina valin í háskólalið ársins í Bandaríkjunum. Guðrún varð sem kunnugt er háskólameistari með liði sínu Notre Dame fyrir skömmu. Sport 20. desember 2004 00:01
15,8 milljónir til íslenskra liða Knattspyrnusamband Evrópu hefur úthlutað 15,8 milljónum króna til íslenskra félagsliða en þetta er hluti af tekjum Meistaradeildarinnar og er eyrnamerkt barna- og unglingastarfi. Stjórn KSÍ hefur ákveðið að tekjurnar renni til félaga sem voru í Landsbankadeildinni 2002 og fær hvert þeirra 1.580 þúsund krónur í sinn hlut. Sport 9. desember 2004 00:01
Markadrottningar KR enn á förum Kvennalið KR í knattspyrnu hefur misst tvo markahæstu leikmenn sína frá því í sumar því Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍBV og Guðlaug Jónsdóttir er á leiðinni til Breiðabliks. Sport 5. nóvember 2004 00:01
Guðlaug og Þóra til Blika Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær þá hefur landsliðskonan Guðlaug Jónsdóttir gengið til liðs við Breiðablik frá KR. Þá hefur íþróttadeildin heimildir fyrir því að landsliðsmarkvörðurinn Þóra B Helgadóttir ætli að spila með Breiðablik á næstu leiktíð. Sport 2. nóvember 2004 00:01
Margrét Lára í Val Það er ljóst að Íslandsmeistarar Vals í kvennafótboltanum ætla sér lítið annað en að verja titilinn á komandi tímabili. Þær hafa fengið Eyjastúlkuna Margréti Láru Viðarsdóttur í sínar raðir en Margrét Lára var valinn efnilegasti leikmaður Landsbankadeildar kvenna annað árið í röð fyrir skömmu auk þess sem hún var markahæst í deildinni í sumar. Sport 29. október 2004 00:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti